Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 31.03.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 31.03.1931, Blaðsíða 3
ALlPÝÐUMAÐURINN 3 samræmi við stefnu Alþýðuflokksins og mikíl áhersla lögð á efiing sam- takanna. , Það hefir þegar komið. í ljós að blaðið er of lítið. Fréttabréf og greinar er því berast víða að, þurfa að bíða vikum saman, en svo er á- statt að blaðið hefir gamla og lélega prentsmiðju. Eru vinnbrögð þar öll óhentug og dyr, og prentvélin svo lítil, að ekki er hægt að stækka brot blaðsins. Er því hin mesta nauðsyn að afia blaðinu nýt rar prent- smiðju sem fyrst, svo að hægt sé að stækka það. Á síðasta ári hóf- ust Álftfirðingar handa í þessu máli, og er nú fjársöfnun byrjuð hér. Væntir sambandsstjórn þess að öll félög í sambandinu geri það sem þau megna í þessu efni.« Um atvinnumál var samþykt svo- hljóðandi: 1. Að þegar í stað verði leitað samninga við Rússa, um að þeir kaupi á komandi sumri alt að 300 þús. tn. síldar af Síldareinkasölunni með svipuðu verði og síðastliðið ár, næst eftir 100 —150 þús. tunnum, er haldið sé eftir fyrir aðra markaði. 2. Að leitast verði fyrir um sölu á víxlum til greiðslu síldarinnar, minst 80% af andvirðinu, enda beri ríkissjóður ábyrgð á andvirði þeirra. Verði erfiðleikar á, að slíkir samn- ingar geti tekist, sé leitað vöruskifta viö Rússa. Mundi t. d. hægt að fá frá þeim olíu, timbur og korn. 3. Að ríkið sjái um eða styrki hraðferðir til útlanda með ísaðan fisk og ef til vill ísaða síld. 4. Að þingmenn Alþýðuflokksins beiti sér af fremsta megni gegn því að ríkisstjórnin leyfi innflutning er- lends verkafólks til landsins. í kaupgjaldsmálum var meöal annars samþykt: »í>ingið skorar á sambandsstjórn, að styðja öll félög á sambandssvæð- inu við í hönd farandi kaupsamnings- gerð, um leið og það væntir þess af félögunum, að þau vinni af fremsta megni að samræmi og kauphækkun í fjórðungnum.« Viðkomandi æskulýðnum sérstak- lega var samþykt: »Þingið telur að æskulýöshreyfing- arnni sé altof lítill gaumur gefinn Páskavflrur, er heim eiga að sendast, eru menn beðnir að panta eigi síðar en að kvöldi 1. april. KJÖTBÚÐIN. FUNDIÐ: Úr í Lækjargötu — Lyklar á Eyrar- landsveg og Sjálfblekungur i Haínarstræti. — Vitjist til: Gunnars lögregluþjóns. og skorar því fastlega á verklýðs- félögin, að þau gangist fyrir stofnun félags ungra jafnaðarmanna, hvert í sínu umdæmi.« Um útbreiðslu jafnaðarstefnunnar var samþykt: •ífingið skorar á félögin á sam- bandssvæðinu, að gera meira að því en áður að vinna að útbreiðslu jafn- aðarstefnunnar og auka fræðsltt um hana meðal almennings. Ennfremur skorar þingið á sambandsstjórn að styðja félögiri í sh'kri viðleitni, bæði með því að leiðbeina þeim um starfs- aðferðir og senda svo oft sem unt er menn um sambandssvæðið.« í>að sem hér hefir verið bent á, mun nægja til að sýna, að A. V. hefir mikinn áhuga fyrir málum verk- lýðsstéttarinnar. En einkum ber þó á því, hvað sambandið hugsar mikið fyrir útbreiðslu jafnaðarstefnunnar. með blaðinu, erindrekum og félags- stofnunum. Enda er það, að fræða um stefnuna örugt ráð til að afla henni fylgis. Undanfarna viku voru óvanalega margir bílstjórar í lögsagnarumdæmi Rvíkur kærðir og sektaðir fyrir akstur undir áhrifum víns. 7 bílstjórar fengu minniháttar sektir og voru sviftir öku- leyfi um misjafnlega langan tíma, og einn var dæmdur til að greiða 300 kr. í sekt og sviftur ökuleyfi í tvö ár. Ágætur afli er á Siglufirði þegar á sjó gefur. St. »Akureyri« nr. 137 Fundur í kvöld á venjulegum stað og tíma. Halldór Friðjónsson segir ferðasögu. Félagar áminntir um að mæta ALLIR og koma með nýja fél- aga. — St. 2Brjrnja« nr. 99 Fundur annað kvöld á venju'egum stað og tíma. Verkefnanefndin starfar, Félagar fjölmennið! Úr bæ og bygö. MESSUR um helgidagana: Skírdag: Lögmannshlíð kl. 12 á hi(J„ — Akureyri, altarisganga kl. 6. Föstud. langa: Akureyri kl. 11 f. lu — Grund kl. 3 e. h. Páskadag: Akureyri kl. 11 f. hádegi. — Kristnesí óákveðið. 2. Páskad.: Kaupangi kl. 12 á h. d. — Glerárþorpi kl. 4 e. h. Kristniboðsfélag kvenna heldur út- breiðslufund 2. Páskadag kl. 4 e. h. í samkomusal Hjálpræðishersins við »Laxamýri«. Pær konur, sem eru hlyntar Kristindómsmálum og gjarnan vilja kynnast kristniboðsstarfsemi, eru sérstaklega boðnar á fundinn. Halldór Friðjónsson kom heim úr utanför með Goðafossi síðast. Blaðið »Brúin« í Hafnarfirði er hætt að koma út. Nýtt blað reis upp af dánarbeði Brúarinnar og heitir*jþað »Hamar«. íhaldið gaf út Brúna og gefur einnig út þetta nýa blaö.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.