Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 31.03.1931, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 31.03.1931, Blaðsíða 5
Aukablað 31. Mars. alÞýðumaðurinn 5 Verkfáll á NorMrði. Undanfarið hefir staðið yfir launa- deila á milli sjómanna á Norðfirði og útgerðarmanna þar á staðnum. Stofn- uðu atvinnurekendur með sér félag til að standa betur að vígi í þessari deilu og væntanlegu áframhaldi slíkra mála. Verklýðsfélagið á Norðfirði tók að sér mál sjómannanna og bauð útgerðarmönnum samninga, en brátt sást, að ekki mynd' draga til neinnar úrlausnar að þeim leiðum, og lýsti verklýðsfélagið því yfir, að verkfall yrði hafið á staðnum í gærmorgun, ef útgerðarmenn leituðu ekki væn- legra samninga við félagið fyrír þánn tíma. Varð það ekki og hófst verk- fallið á tilteknum tíma. Árið 1926 náðu Alþýðuflokks- menn í Háfnarfirði meiri hluta í bæjarstjórh ícaupstaðarins. Strax og þeir höfðu náð þessari aðstöðu, fóru þeir að efna til }'rmiskonar fram- kvæmda, er íhaldið. hafði staðið á móti meðan það hafði yfirráðin. — 192(7 tók bærinn togara á leigu og og gerði hann út á vetrarvertíð, að hálfu . á móti öðrum aðila. Hafði bærinn bæði nokkurn beinan hag af þessu, og rnikin. óbeinan í aukinni atvinnu bæjarbúa, en þá var at- vinnuleyst mikið í Iiafnarlirði. I3eg- ar aftur fór að glæðast útgerðin í Hafnaríirði, réðist bærinn í að byggja myndarléga hafskipábryggju. Er því mannvirki nú lokið og geta 5 veiðiskip fengið afgreiðslu við hana í einu. Barnaskóla, einn hinn besta á landinu, hafa og Hafníirðingar reist á þessum tíma, ásamt mörgum minni framkvæmdum, er bærinn þá fyrst réðist í, er jafnaðarmenn náðu meiri hluta í bæjarstjórninni. Nú hafa Hafnfirðingar líka fengið bæjar- stjóra, sem er jafnaðarmaður, og hefir það styrkt mjög aðstöðuna gagnvart bæjarmálunum. En nú í'vetúr hafa þó jafnaðar- menninnir í Hafnarfirði stigið stærsta framfarasporið. Bærinn hefir keypt stórar fasteignir með miklurn lóðar- réttindum rétt við nyfju hafskipa- bryggjuna, ásamt stórri fiskverkun- arstöð. Síðan keypti bærinn togar- ann *Maí« og gérir hann út. Munu jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa í byggju að kaupa fleiri togara áður langt um líður. Hér er um stórmerka nýung að ræða í atvinnulífi íslenskra bæja. Slík æfintýri gerast ekki annarstaðar en þar sem jafnaðarmenn ráða ríkjum. Líf og leikur. fegar miösvetrarsnjórinn þekur jörðina og vötnin sofa undir glær- um ísum, er uppi fótur og fit um 'uila Skandinaviu. Þá eru haldin íþróttamót í öllum stærri bæjum í Svíþjóð, Noregi og ' Danmörku. Finnland var með áður fyr, en í ár mættu aðeins nokkrir einstaklingar þaðan á íþróttamótum í Svnþjóð. Óeyrðirnar í Finnlandi hafa dregið úr íþróttalífinu þar, eins og öllu öðru góðu. Sérstaklega eru það úti-íþróttirnar, sem skipa öndvegi á þessum mótum. Skíða- og skautahlaup; kappganga í snjó og hlaup á víðum völlum er aðal sportið. En tennisleikir og nnileikir eru líka íramdir. Fólkið er komið til íþróttamóttanna hvort sem er, og því þá ekki að taka alt með. — Dag efiir dag eru blöðin full af frásögnum um kappleikina og mynd- um af sigurvegurunum og sérstök- um íþróttaflokkum. Á öllum aug- lýsingastöðum yfirgnæfa íþróttamóta- auglýsingarnar og á götum úti ganga hrópandi unglingar með aug- lýsingar og myndablöð í höndunum. Alt fyrir íþróttirnar! í járnbrautarlestunum bæja á milli; í sporvögnunum í borgunum og. á flestum fartækjastöðvum, er að sjá smáhópa ungra sveina og meyrja, klædda sérslökum búningum. íþrótta- félögin hafa hvert sinn búning, en þó eru fléstir þeirra í höfuðatriðun- um eins Piltar eru klæddir stuttum buxum, víðum, hneptum eða bundn- um neðan við hné, og að ofan í stökkum eða aðskornum jökkum. Skíða-, iennis-, og hlaupastúlkur eru ldæddar víðum sturtbuxum og káp- um, er taka ofan á mið læri. Skauta- stúlkur eru í samskonar stuttkápum, en aðskornum buxum úr þykku efni, hneptum fyrir neðan hné, eða að sokkar og buxur eru samfast. Alls- staðar er þetta fólk með allskonar áhöld með sér. Skauta, skíði, staíi, tenniskjdfur og skildi. Flest með íerðamannatösku á baki. Og alt er það masandi. Léttir hlátrar og upphrópanir kvennanna blandast þægilega saman við ákveðin og karl- mannleg tilsvör piltanna. Það er dæmt um -síðustu íþróttamótin og spáð um þau næstu. Ur augum allra brennur áhugi, lífsgleði og æskufjör. Hvergi sézt farfað and- lit. Roði varanna er heimaalinn en ekki lánaður. Hreifingaf þessa fólks eru alt aðrar en íjöldans, — stæh- ar, ákveðnar, mjúkar og svífandi. Hvergi árekstrar, fum eða hik. — Augu íólksins beinast allstaðar að þessum ungmennahópum og ánægja og velþóknum skín úr þverju and- liti. Á kvöldin — að loknum kapp- leikum hvers dags eða ferð milli borga, slá þessir hópar sér inn á matsölu- og kaffihúsin, til að. njóta sameiginlegrar hressingar eftir erfiði dagsins. Þeir gera sig skemtilega heimakomna á þessum Stöðum. Taka borð og færa saman, án leyf- is og aðstoðar þjónanna og stofna ríki út af fýrir sig einhverstaðar í salnum. Stúlkurnar sveifla sér úr kápunum, losa um hálsmálin á stökk’unúm eða treyjunum, svo mjúk- ur háls og bringa kemur í ljós. — Þetta er ef til vill eina tækifærið þann daginn til að láta loftið leika um hílls og brjóst; og í öðru lagi er þetta kvenlegur breyskleiki, sem piltarnir ekki aó’eins fyrirgefa, held- ur dá og meta — jafnt hjá íþrótta- konum sem öðrum. Ekki taka þess- ir hópar þátt í dansi á kaffihúsum. Sitja sjaldan lengi. Át og drykkja gengur fljótt eins og alt annað. , Og þegar þeir yfirgefa (salinn fylgja augu allra gestanna þeim til dyra og samúðskín úr andlitum flestra. M v

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.