Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.04.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 07.04.1931, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn -3 lána út húsið framvegis. Hefir gjaldkeri haft þetta starf með hönd- um undanfarið og öllum líkað vel, en hér eítir er notendum hússins ætlað að elta bæjarstjóra út um allan bæ. Getur ekki lakar orðið gengið frá þessu málr. Var íhaldið svo glatt yfir öllum þessum mála- lokum að það — eftir framkominni tillögu frá Hallgrími Davíðssyni — samþvkti að gera Samkomuhúsið að drykkjukrá. Eru þá mál hússins komin í það horf, sem íhaldið hefir Iengi dreymt um — bænum til skaða og skammar. Fyrir iþróttirnar. í síðasta Alþýðumanni las ég grein, sem fjallaði um íþróttalíf ungs fólks utan lands og innan. Er þar réttilega tekið fram, að bæjarfélöghér og hið háa Alþingi gera næsta lítið til að efla þetta heilbrigðasta fíf meðal þjóðarinnar. — Eg fór að skygnast um hér hjá okkur Akur- eyringum, hvernig þessum málum liði og var þar lítið um bjarta út- sýn. Eitt gamaldags leikfimishús til í bænum, sem nú er eign sér- stakrar stofnunar og lokað fyrir öllum öðrum hvenær sem forráða- mönnum þeirrar stofnunar sýnist svo, Barnaskólann vantar leikfimis- hús, Gagnfræðaskólann, Iðnskólann og íþróttafélögin í bænum. Er það nú ástand! Við höfum 5 manna íþróttaráð. Pað þegir. Við eigum að minnsta kosti 5 íþróttafélög. — Þau þegja. Fjóra leikfimiskennara eigum við — og þeir þegja líka. — Forstöðumenn skólanna þriggja, sem vantar leikfimishús, steinþegja. Af hverju stafar þessi þögn? Eru allir ánægðir með þetta ástand? — Næst væri að halda að svo væri, en sem betur fer eru allir óánægðir með þetta. En samt þegja þeir og hafast ekkert að. Það er eins og þeir séu svo fullvissir um það fyrir- fram, að ekki sé til neins aö leita til forráðamanna bæjarins um þessi efni, að þeir kjósi heldur að hafast ekkert að, en að ergja sig á að glíma við þá á þessum vettvangi. — Jiér finnst nú þetta óþarfa hóg- værð, því bærinn á einmitt hús, sem með mjög litlum breytingum og tilkostnaði má gera að sæmilegu leikfimishúsi tll afnota fyrir íþrótta- félögin og skólana líka. Hús þetta er »Caroline Rest« — eystri helm- ingur þess. Rás viðburðanna hefir gert þetta hús óþarft og gagnslaust fyrir bæ- inn og héraðið. Það er ástæðu- laust íyrir bæinn að halda því við lengur í því horfi sem verið hefir. Húsinu er ágætlega í bæ komið og létt fyrir alla að sækja það. Og sá hluti þess, er um er að ræða, er vel fallinn til að gera þar sæmileg- an íþróttasal, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Eg heii heyrt því fleygt, að bær- inn ætli að selja >Caroline Rest«. Eg tel það alveg fráleitt. Bærinn á að eiga húsið, en breyta því bara í það horf, sem honum má að gagni verða; meðaí annars með því að taka helming þess til þeirrar notk- unar sem ég hefi bent á, íþróttaunnendur! Takið nú að ykkur þetta mál, og haldið því til streitu ! Gestur. Adam Poulsen, danski leikarinn frægi, hefir verið veikur undanfarið af æðabólgu. Hann er leikstjóri við Kgl. leikhúsið í Kaupmannahöfn, og hefir skrifstofustjóri leikhússins verið leikstjóri í forföllum Poulsens. Pó Poulsen sé nú á batavegi, hefir hann beðið um ársfrí frá leikhúsinu, til að safna kröftum eftir veikindin og er leikhúsið statt í hinum mesta bobba vegna þessa, einkum vegna þess að verið er að breyta fyrirkomu- lagi leikstarfseminnar og húsinu í sam- bandi við það, eftir tillögum og fyr- sögn Poulsens. Mælt er, að farið hafi verið fram á það við Poul Reu- mert, sem nú er samningsbundinn leikari hjá Dagmar-leikhúsinu, að hann kæmi að Kgl. leikhúsinu aftur, en lítt munu þau mál enn vera á veg kom- in. — Nú sem stendur dvelur Adam Poulsen á Skadsborg Sanatorium og klæðist aðeins stund úr deginum. Fyrirspurn. Getið þér, herra ritstjóri, gefið upplýsingar um, hver eða hverjir það eru, sem greiða slökkviliði bæj- arins vinnu þess og fataskemdir við að slökkva eld í Kristneshæli, í Jan. í vetur, og hvenær sú greiðsla fer fram ? Fyrirspurn þessi er kcmin fram vegna þess, að heyrst hefur að við- komandi vátryggingarfélag neiti að að greiða áðurnefnd gjöld; en hins- vegar finnst slökkviliðinu, eða þeim, er fram eftir fóru, að þeir fullkom- lega hafi unnið fyrir því, er reikn- ingar þeirra sýna, og ekki ættu fieiri mánuðir að líða áður en það fæst greitt. Slökkviliðsinaður. Blaðið getur ekki svarað þessu nánar en það, að vitaskuld á Sjó- vátryggingarfélag íslands, sem Krist- neshæli er vátrygt hjá, að borga slökkviliðinu. Neiti félagið að borga liggur beinast við að sækja það með Jögum, ef annað dugar ekki. Annars má vera að umboðsmaður félagsins hér á staðnum, hr. Axel Kristjáns- son geti gefið upplýsingar um þetta. Finskur fiðluleikari, unglingsstúlkaj, Anja Ingatius að nafni, hefr spilað í Kaupmannahöfn undanfarið og vakið mikla athygli á sér, fyrir óvenju mikla snilld í fiðluleik. »Hún er fá- gætt, öfundsvert náttúrubarn, ósnortin af tilbúnum formum, sem leikur af »Guðs náð«, segir einn listdómarinn, • næstumguðdómlegt fyrirbrigði í heimi tónlistarinnar, sem göfgar og gleður hvern sem hana heyrir.« Slíkir dóm- ar eru fágætir. Úr bæ og bygð. 1. þ. m. var fiskafli á öllu land- inu samanlagt 62 skipp. minni en á sama tíma í fyrra — talið frá síðustu áramótum, Dálítið hefir verið flutt út af frystum fiski á þessum tíma, sem hér er ekki talið með.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.