Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.04.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 21.04.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðuma ÐTJRINN fyr, að áður lifði pólitísk stjórn Framsóknar á hlutleysi jafnaðar- manna, en þeir styðja nú ekki pólitíska stjórn íhaldsins. — Pað sem kommúnistar eru að babla um að Alþýðuflokksfulltrúarnir hefðu /itt að gefa dauða og dj. í alla stjórn, og heimta byltingu, er ekkert ann- að en kommúnista fábjánaháttur, sem þjóðin er farin að þekkja svo vel í seinni tíð- Skæðadrífa. Umhyggja Isl. fyrir verka- lýðnum. Alþýðumaðurinn átaldi það fyrir nokkru, að ríkisstjórnin hefði látið vinna meira að verklegum fram- kvæmdum s. 1. ár, en henni hefði verið heimilað í fjárlögum — t*að ár sem mest hefir verið atvinna í landi liér í seinni tíð, en skorti nú, vegna þessa, fé til að Ieggja í verklegar framkvæmdir — þegar at- vinnuleysi væri í landinu. »ísl.« finst þetta mjög óviðeigandi. Fað sé einmitt verkalýðnum fyrir bestu að hafa þelta svona. Eftir sömu forsendum ætti það að vera miklu meiri velgjörðir að gefa söddum manni mat, en þeim setn hungr- aður er, og hella meðulum ofan i heilbrigðan mann, en neita þeim sjúka um hið sama. Fað vantar svo sem ekki umhyggjuna fyrir verkalýðnum í herbúðum íhaldsins, og gáfnafarið er ámóta. Eyðslusamar ríkisstjórnir. Pá segir »ísl.« að jafnaðarmenn beri ábyrgð á eyðslusemi núverandi ríkisstjórnar, af því þeir hafi lofað henni að fara með völd. Hér í blaðinu hefir verið brugðið upp lítilsháttar sýnishorni af fjármálaóstjórn íhalds- ins, þau árin sem það fór með völd í landinu. Vill ekki hið heiðraða íhaldsmálgagn benda háttvirtum íhalds- kjósendum á, að þeir, eftir sömu for- sendum, beri ábyrgð á fjársukki í- haldsins, og að þeir skuli ekki láta sig henda þann skratta aftur, að koma því til valda. Aldrei heppilegri tími til að aðvara kjósendur en eihmitt núna, rétt fyrir kosningarnar, Ljóti skaðinn. »ísl,« er lafhræddur um það, að að ef einkasala á tóbaki kemst á aftur, muni tóbaksneyslan minka í landinu. Pað væri nú ljóti skaðinn fyrir þjóðina! Dálítil ónákvæmni. »Verkatu.« sagði frá því hér um daginn, að um 40 þúsundir atvinnu- lausra manna hefðu tekið þátt í kröfu- göngu kommúnista í Kaupmannahöfn 25. Febrúar s. I. Ekki skekar blaðinu þarna nema um 38 þús- und, því flest var talið í kröfugöng- unni um 2 þúsund manns. Hrellingar Verkamannsins. Þeim líður illa núna, riturum Verkamannsins. Það er ekki nóg með það, að »glamrið frá hlekkjum«. hinnar »þrautpíndu« og »kúguðu« »öreiga«-sveitar til lands og sjávar, í hinu »helvíska« þjóðfélagi, sem vér lifum í, fari í taugarnar á þeim, heldur er nu útvarpið alveg að fara með þá. Messurnar, sem útvarpað er, taka útyfir allan þjófabálk. »Músik«, eins og þeir framleiða Páll ísólfsson og Sigf. Einarsson, er ekki matur fyrir Guðmann og Aðalbjörn, og svo að hugsa sér það, að gam- alt fólk hafi yndi af að hlusta á messurnar, það er nokkuð sem »baráttu«-hetjur »hins stéttvísa ör- eigalýðs« ekki geta þolað. Samræmi. 11. og 14. þ. m. flutti »Verkam.« ádeilugrein á Framsóknarstjórnina fyrir afturhald hennar í landsmálum. Þetta var réttilega gert. Tvö mál voru það sérstaklega, er blaðið bar fyrir brjóstinu: Áb}Trgð á viðskift- um við Rússa og virkjun Sogsins. Nú, þegar Framsóknarstjórnin hefir slitið þinginu, til að drepa þessi mál, í bili að minsta kosti, hamast »Vkm.« að Alþýðuflokksþingmönnunum fyrir að vilja halda þinginu áfram, til að bera þessi mál fram til sigurs, ásamt flelri réttinda- og hagsmunamáium verkalýðsins, sem þingrofið hefir stöðvað. Þetta er nú samræmi! — Þeir, sem berjast gegn famfara- og hagsmunamálum alþýðu, eru óal- andi og óferjandi, og hinir, sem bera þessi mál fram til sigurs, eru »verklýðssvikarar«. Þeir hnjóta ekki daglegaum gáfurnar, ritarar »Vkm«., og litlar líkur eru íyrir því, að rétt- sýnið verði þeim að bana. Verklýðsvinir. Dmliyggia „Verkamannsiiis“ fyrir Verkamannafélagi Akureyrar. Þeir eru hrifningamenn, kommún- istarnir, enda eru þeir svo hrifnir af sjálfum sér — fórnfýsi sinni í verklýðsmálum — að þeir láta aldrei neitt eintak af málgögnum sínum frá sér fara, án þess að hæla sjálfum Sér fyrir þessa hluti. Þeir segjast vera hinir mestu verklýðs- vinir í heimi, og eru standandi hlessa á hve verkalýðurinn er seinn til fylgis við þá. En verkalýðurinn er nú einu sinni svona gerður, að hann dæmir menn af verkum þeirra. Og reynslan er sú ennþá á landi hér, að s t ö r f kommúnistanna hafa ekki reynst íslenskri verklýðs- stétt nein heillaþúfa. Reynsla ís- lensks verkalýðs er sú, að þar sem verklýðsmálunum hefir verið fylgt fram með mestri festu og gætni, þar eru þau lengst á veg komin og aðstaða verkalýðsins best. Það er ekki svo ófróðlegt að líta yfir starf íslenskra kommúnista undanfarið. Má af yfirliti því nokk- uð læra að gera sér ljóst hvernig málum verkalýðsins myndi vera far- ið, hefði hann fengið kommúnistunum forráð þeirra. Verklýðshrey'fing var ekki orðin gömul hér á landi, er forgöngumönn- um hennar varð ljóst, að nauðsyTn var á að sameina verklýðsfélögin í verklýðsflokk. Alþý^ðuflokkurinn var þá stofnaður. Stofnun Alþý'ðuflokks- ins veitti verkalý'ðnum aðstöðu til sameiginlegrar baráttu fyrir hags- munamálum hans. Kommúnistar hafa aldrei sett sig úr færi að rægja og svívirða Alþýðuílokkinn. Um stund reyndu þeir að komast þar til valda, en verkalý'ðurinn veitti þeim ekki aðstöðu til þess. Treysti

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.