Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.04.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 21.04.1931, Blaðsíða 3
AL ÞÝÐUMAÐURINN 3 þeim ekki til að hafa forystu verk- lýðsmálanna á hendi. Næsta »vinarbragð« kommúnista við verkalýðinn, var að gera tilraun til að sundra Alþýðuflokknum með því að reyna að stofna við hlið hans »Óháða sambandið«, sem þó því aðeins átti að verða stofnað, að kommúnistar heíðu þar j'firráðin. Við undirbúning þessa máls beittu kommúnistar hinum svívirðilegustu vinnubrögðum. Smáfélög voru stofn- uð hér og þar í kauptúnum, þar sem slíkur félagsskapur hefir afar óhagstæð skilyrði til að þróast og verða verkalýðnum að gagni. í stað þess að vinna að því, að þessi félög gengju strax í Alþýðuflokkinn og trygðu þannig aðstöðu sína, var komið inn hjá þeim andúð á honum — enda var tilgangurinn sá með stofnun þessara félaga, að smíða upp úr þeim verklýðsfulltrúa handa kommúnistum, til að etja gegn verk- lýðssamtökunum í landinu, Alþýðu- flokknum. Herhragð kommúnista tókst ekki. Smáfélögin voru bara höfð að ginningafífium, og nú hrópa hinir göfugu »verklýðsvinir« á Al- þjfðuflokkinn, að hann verði að duga smáfélögunum, sem þeir hafa und- farið æst upp á móti honum og reynt að fylla hatri til giftusamlegra verklýðssamtaka. Ofan á þetta og fleira af sama tagi var svo Kommúnistaflokkur ís- lands stofnaður til að hefja »skipu- lagða baráttu* gegn. Alþýðuflokkn- um. — Þetta er starf «verklýðsvinanna«, sem aldrei þreytast á að hæla sjálf- um sér, og níða þá menn, sem hafa borið og bera hita og þunga dags- ins í íslenskum verklýðsmálum. — Slíkir verklýðs-»vinir« standa svo sem við að blaðra silkitungunni framan í íslenskan verkalýð, sam- tímis sem þeir gera allt sem kraftar þeirra orka til að rífa niður margra ára uppbyggingarstarf verklýðsfé- laganna í landinu. Framn. Á Sumardaginn fyrsta verður fagn- að sumri í Mentaskólanum á Akur- eyri. Um daginn verða sýndar íþróttir (róður, fimleikar og knattspyrna). En um kvöldið flytur D. Stefánsson skáld erindi. Ennfremur verður sungið og stíginn dans. Þessi mynd er úr filmunni Fjdrlr djöflar, sem Nýja Bíó sýnir nu um næstu helgi. Nafnið er Ijótt, en mynd- in hefir hvarvetna þótt hin besta.”J StjórflDiálafréttir. Á Laugardaginn skoraði Jónas dómsmálaráðherra foringja and- stöðuflokkanna á hólm, þ. e. bauð þeim til kappræðu um vantraustið og þingrofið og skyldi ræðunum útvarpað seinnihluta Sunnudagsins. En sá böggull fylgdi skammrifi hjá Jónasi, að hann vildi hafa jafn- langan ræðutíma og andstæðingar hans samanlagt. Jón Baldvinsson tók hólmgöngunni, en heimtaði jafnlangan ræðutíma og hver hinna flokkanna um sig hefði- Jón Þor- láksson, aftur á móti, sagðist bú- ast við því, að það myndi veitast tækifæri að flytja þessar ræður á Alþingi innan fárra daga, og mætti þá útvarpa þeim, ef vildi. Hann sæi því enga ástæðu til að efna til kappræðu nú. Fundur í Framsóknarfélagi Reykja- víkur, á Laugardagskvöldið var, samþykti traustyfirlýsingu til stjórn- arinnar. Kl. 11 í gær sendi íhalds- flokkurinn konungi skeyti og spurð- ist fyrir um hvenær mætti vænta svars hans við málaleitun flokksins á Föstudaginn. Konungsritari svar- aði um hæl að konungur væri búinn að bíða eftir svari forsætisráðherra í tvo daga. í gær tilkynti forsætisráð- herra, að svar hans hefði verið símað konungi kl- 3—4 í gær_ Einnig bauð hann fyrv. ráðherrum„ Jóni Þorl- og Magnúsi Guðmunds- syni að koma til sín kl. 10 í gær- kvöldi í stjórnarraðshúsið og skoða. skeyti þau, er farið hefðu á milli hans og konungs. Stjórnmálafé- lögin í Rvík halda fundi daglega og virðist hitinn ekkert réna. Eftir svari konungs er nú beðið Til atliugunar Vegna þess að ýmsir af kaupend- um Alþýðumannsins hafa óskað eftir því að blaðið flyiti dagskrá ríkisút- varpsins. ætlar hann að flytja útdrátt úr henni, eftir því sem föng verða til. Blaðið sér ekki ástæðu til að geta um grammofónhljómleika og annað uppfyllingarrusl útvarpsins, heldur aðeins þess helsta, er það hefur að bjóða. Annars er alt af meira eð'a minna brugðið út af dagsskránni, svo hún verður aldrei ábyggileg. Þegar blaðið kem- ur ekki út nema einu sinni í viku, getur það ekki flutt dagskrá tveggja fyrstu daga vikunnar, en öll lík- indi eru til að það sýni sig einnig á Laugardögum fyrst um. sinn. — Það sem blaðið flytur í dag og flutti síðast, er að mestu tekið eftir minni og getur verið í því smávillur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.