Alþýðumaðurinn - 04.08.1931, Blaðsíða 2
ALPÝÐUMAÐDRINN
hefðu ráðiö, og réðu, í fleiri fé-
lögum en þessum tveimur?
Petta vopn verkalýðsins, sem hér
hefir verið minst á, er sígilt, jafnt
á friðar- sem ófriðartímum. En
það er ekki einhlýtt á ófriðartím-
um. Ófyrirleitnir menn geta geng-
ið á helgan rétt verkalýðsins og
þessvegna hefir hann aflað sér
annars vopns til að grípa til, þegar
á harðbakkana slær. Þetta vopn
er vinnustöðvun með valdi, þegar
sýna á verkalýðnum yfirgang og
óréttlœtu fslenskur verkalýður er
ekki óróagjarn. Hann hefir því
hingað til ekki misnotað þetta
vopn. En hann hefir notað það
samt sem áður með fullum árangri.
Og álit verkalýðsins sjálfs, og
reyndar allra annara líka, var orðið
það, að þegar sérstakar ástæður
væru fyrir- hendi, væri valdboð ekki
einungis leyfilegt, heldur líka sjálf-
sagt og nauðsynlegt.
Hingað til hefir það verið gæfa
íslensks verkalýðs, að hann og
foringjar hans hafa kunnað að fara
með þetta vopn. En með vaxandi
þáttöku ógæfuliðsins, er þetta að
snúast á aðra sveif. Oáleysi þeirra
í meðferð þessa vopns er að verða
norðlenskum verkalýð dýrkeypt.
. Kommúnistarnir hæðast að öllu,
sem mönnum er heilagt. Peim er
ekkert heilagt sjálfum, ekki verk-
lýðsmálin heldur, sem þeir þó eru
mest að gaspra um, Pessvegna
nota þeir dýrustu vopn verkalýðs-
ins jöfnum höndum í tíma og ó-
tíma. —
Vopnið — valdboðið —, sem
verkalýðurinn hingað til hefir ekki
beitt nema á örlagaþrungnustu
stundum baráttunnar — hafa komm-
únistarnir nú gert að leikfangi æfin-
lýrasjúkra unglinga og uppæstra
ráðleysingja — og eru auðvitað að
eyðileggja það fyrir verkalýðnum,
eins og alt annað, sem hann á
best og dýrmætast. Undir forustu
Einars Olgeirssonar fer hópur af
unglingum inn í fjörð s. I. haust
og hótar þar vinnustöðvun, án
þess að málið væri nokkuð undir-
búiðí tilliti til verkamannanna, sem
hlut áttu að máli. Hópurinn. fór
með söng og látum, sem sýndi
alvöruna í starfinu- Árangurinn
varð enginn hema vaxandi fyrir-
litning verkamannanna á ærslakálf-
unum. Næst verða kommúnistarn-
ir sér til skammar við gærurotun-
arhúsið. Svo er Gefjun hótað
stöðvun. — Alt er þetta fum og
fálm, tilgangslaust og vitlaust. —
Svo er kórónan sett á alt með
>Jórsalaförinni« frægu, niður á
bryggjuna um daginn, til að »fram-
kvæma vilja verkalýðsins*, sem
birtist í taxta, sem ekki er viður-
kenndur né samþyktur af félaginu,
sem hann er settur fyrir; sem gef-
inn er út í fylsta- heimildarleysi,
og stjórnin öll stendur ekki að.
Pað er ekki verið að rétta hluía
þeirra »kúguðu«, sem »hrópa á
hjálp«. Pað er ekki verið að berj-
ast fyrir sanngirni og réítlæti. Nei,
það er verið að leika sér að því
að sarga bitið úr því vopni verka-
lýðsins, sem hann getur orðið
neyddur til að grípa til, þegar mik-
ið liggur við, og honum ríður á
að bíti, af því að þá þarf að beiia
því verkalýðnum ti! gagns og
verndar. Óvitium væri þetta fyrir-
gefandi, en ekki öðrum. ,
Hér er það alvörumá! á ferðinni,
sem hinn sanni verkalýður getur
ekki látið fram hjá sér fara, Pað
er verið að grafa grundvöllinn
undan framííðarstarfsemi verkalýðs-
ins og leiða svívirðingu yfir hann.
Hinn gætnari hluti verklýðsam-
takanna — og hann er svo langt
um stærri en ógæfuliðið — verður
að taka hér í taumana og ganga
ekki frá, fyr en aftur er unnið það
sem kommúnistarnir hafa verið að
ræna verkalýðinn undanfarið.
Undir því er framtíðarvelferð og
virðing verkalýðsins komin, að hér
sé tekið fast og feimulaust á málum.
Með illvígum athöfnum og ó-
heiðarleik er að verkalýðnum vegið.
Slíkir starfsmenn verðskulda ekki
undanhald eða miskun á nokkurn
hátt. -
Niður með ógæfuliðið, verður
að vera kjörorð verkalýðsins á
næstunni.
Pví kjörorði ber að fylgja með
festu og ákveðnum athöfnum.
Frá Alþingi.
Á Alþingi heldur frumvörpunum
áfram að rigna niður með óstöðv-
andi krafti. Er þegar sjáanlagt að
þinginu endist ekki tími til að at-
huga eða fjalla um nema tiltölulega
fá þeirra. Merkasta frumvarpið, er
komið hefir fram á þinginu, var
lagt fram nú um helgina af jafnað-
armönnunum i Nd. Fjallar það um.
tryggingar þess opinbera gegn at--
vinnukreppunni og ráð til að draga
úr henni Er þetta stór lagabálkur
með langri greinargerð. Aðalefni
frumv. er um öflun tekna í þessu
skyni og skal hér getið þess helsta.
— Leggja skal alt að \QQ% álag á.
háan tekjuskatt og alt að 200X á
háan eignaskatt. — Skattleggja skaL
stórar og íburðarmiklar íbúðir og
háa húsaleigu. Hátt álag skal
leggja á áfengistoll og tolla af
glingri allskonar og skrautvörum.—
Taka skal allan skemtanaskatt og
tekjur af væntanlegri Tóbakseinka-
söiu til þessara þarfa ásamt fleiru,,
sem hér yrði of langt að telja. —
Höfuðstefnan er sú, að tolla eyðslu
þjóðarinnar og Trerja tekjunum til
bjargar þfóðinni. Draga skal úr
dýrtíðinni með því að setja hámark
á húsaleigu, álagning heildsala og
annara á h'fsnauðsynjar manna. —
Einnig með því að það opinbera
taki einkasölu á nauðsynjavörum
almennings og selji þær við kostn-
aðarverði. Styðja skal sjálfsbjargar-
starf verkamanna, smábænda og
sjómanna, með ódýrum rekstrarlán-.
um. Einnig skal styrkja ríflega
fóðurkaup bænda, ef grasbrest ber
að höndum, og smábýlabyggingar
og ræktun í sambandi við þau.
Setja skal á stofn atvinnuleysis-
skrifstofur undir stjórn. Alþýðusam-
bands íslands, er letöbeini atvinnu-
lausum mönnum í vinnuleit. Verka-
fólk, sem ferðast um í atvinnuleit,...
fái frítt far með ríkisskipunum. At-
vinnuleysisstyrkir skulu greiddir
eftir líkum reglum og slysastyrkh
o. s. frv. — Til að auka atvinnu í
landinu skal hækka stórkostlega
framlag ríkisins til vegabygginga og
annarra opinberra framkvæmda og