Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 26.09.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 26.09.1931, Blaðsíða 1
ALÞÝOUM AÐÐ RINN I. árg. Akureyri, Laugardaginn 26. Sept. 1931. 54. tbl. A tvinnobæturnar. Ætlar Ihaldið að nota styrk- inn, sem veittur er til at- vinnubóta, til þess að neyða verkamennina til að vinna fyrir lægra kaup en taxti verklýðsfélaganna ákveður. Atvinnubótanefnd bæjarstjórnar Ak- ureyrar skýrði frá því á sfðasta bæjar- •stjórnarfundi, að formaður atvinnu- bólanefndar ríkisins hafði gengið hart eftir því, að bæjarstjórnin hér léti uppi hvaða kaupgjaid hún teldi að ætti að greiða við atvinnubótavinnuna, sem ¦unnin yrði. Hélt Erlingur Friðjónsson því fram 4 fundi bæjarstjórnarinnar, að þessi krafa formanns atvinnubótanefndarinn- ar um að bæjarstjórnin gæfi upp á- lit sitt um kaupgjaldið, gæti ekki þýtt annað, en að ætlast væri tii að kaup við atvinnubæturnar ætti að verða lægra en taxti verklýðsfélaganna á- kvæði. í alla staði væri ástæðulaust að spyrjast fyrir um hvaða kaup ætti að greiða, ef tiigangurinn væri að greiða taxtakaup. Engin mótmæii komu frá neinum bæjarfulltrúa gegn því að þetta myndi vera tilgangurinn, sem E. F. hélt fram, svo sýnilegt var að bæjarfulitrúarnir sáu hvar fiskur lá undir steini í þess- um efnum, enda stóð ekki á íhaldi bæjarstjórnarinnar að láta hug sinn uppi í þessu máli, því Ólafur í Gróðr- arstöðinni flutti á fundinum áskorun f tiilöguformi til atvinnubótanefndar og fjárhagsnefndar, um að þessar nefndir iegðu fyrir næsta fund bæjarstjórnar tiilögur um hvaða kaup eigi að greiða við atvinnubæturnar. E. F. greiddi einn atkvæði á móti tillögu Ólafs, en allir aðrir bæjarfull- trúar greiddu atkvæði með benni. Karl Mágnússo var farinn af fundi, eu Elfsabet fylgdi íhaldinu dyggilega að máíurn í því að óska eftir tillögum um kaupgjaldið, sem auðsjáanlega þýðir ekkert annað en tillögur um lækkun á kaupi. Það er ðllum Ijóst, að íhaldið í landinu, sem aðallega er bygt upp af atvinnurekendum, hefir vakað yfir því við hvert tækifæii, að koma á kauplækkun hjá verkafólki. Nú sér það sér leik á borði að lækka kaupið. Pað á að telja verkamönnum trú um það, að hér sé um einhverja náð að ræða af hendi þess opinbera, að það leggur fram ðrlítinn, óverulegan styrk, borið saman við þörfina, til þess að verkamennirnir, sem litla eða enga atvinnu hafa haft í sutnar, fái eitthvað ðrlítið að gera í vetur. Svo á að segja við verkamennina: Þið fáið enga vinnu nema þið lækkið kaupið. Náðarbrauðið, sem veitt er í at- vinnubótunum, á að greiðast atvinnu- rekendum með því að þeir í framtfð- inni fái verkafólkið til lands og sjávar fyrir lægra kaup, en verið hefir. Að sjálfsðgðu beita verklýðsfélögin sér á móti þeirri svívirðingu, að verið sé að lækka kaup fólksins, með því að greiða lægra kaup við atvinnubæt- urnar en við aðra vinnu. Það er vitanlegt, að aldrei verður það nema örlítið brot af öllum verka- mönnum landsins, sem njóta atvinnu- bótavinnunnar. Allir hinir, sem enga vinnu fá við atvinnubæturnar, hafa því engan beinan hag af þessu. Og ef lægra kaup yrði greitt við atvinnu- bæturnar en kauptaxti verklýðsfélag- anna ákveður, yrði það tvímælalaust til þess að lækka kaup alment. Yrði þá beinn skaði að því fyrir þá, sem enga vinnu fá við atvinnubæturnar, að þær yrðu framkvæmdar. FUNDUR Ifili verður haldinn í Alþýðuhúsinu Sunnudaginn 27. þ. m. og hefst kh 4Vg síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Útbreiðslustarfsemi. 3. Kaupgjald við atvinnubætur. 4. Laugarnar í Olerárgili og sundstæði bæjarins. Félagar, mætið stundvíslega, þv fundurinn verður stuttur. Utanfélagsmenn hafa ekki aðgang að fundinum, nema með sérstöku leyfi. — Akureyri 25. Sept. 1931. Félagsstjórnin. Mjólkurverðið, Ég átti tal við bónda úr nágrenn- inu hér um daginn. Talið barst eins — og oftar — að örðugleikunum sera fólkið hefir við að sttíða, bæði trl sjávar og sveita. »Hvað fáið þíð bænd- urnir nú fyrir mjólkina í Samlaginuc, spurði ég. >Liklega 15—18 aura fyrir líterinn*. svaraði hann. Eftir á fór ég að hugsa nánar um þetta. Framleiðandinn (bóndinn) fær ekki nema 15 — 18 aura fyrir líter af mjólk. sem bann lætur i Mjólkursaralagið. Ég greiði 35 aura fyrir l. ef ég kaupt hann í mjólkurbílnum, 40 aura, ef ég kaupi hann í mjólkursölubúð, og fer með hann heim til min, 60 aura ef ég drekk hann úr flöskunni inni í búðinni, og 70 aura, ef ég drekk

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.