Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 31.10.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 31.10.1931, Blaðsíða 3
dugar.-* — sortering síldarinnar, er losar hana á mjög hagkvæman hátt við alt krafl há- og hæst-yfirsildar- matsmanna. I gamni. Ég hefi séð það í blöðunum, að Leikfél.ag Akureyrar er risið úr rotinu, og ætlar meira að segja að fara að skemta bæjarbúum með leiksýningu nú fyrir hátíðar í vetur. Þetta gleður mig. Ég var einn af þeim, sem í fyrra hélt því fram, svona í viðtali við menn, að félagið gæti ofurvel haldið uppi leiksýningum, þó fátækrastyrkurinn frá bænum minkaði. Nú býr félagið við sömu skilyrði og í fyrra og er hvergi beygt. Svona á það að vera, og ekki að vita nema bæjarbúar bæti það upp, sem á skortir frá bænum. Aftur finst mér það óþarfi að séi- stakir menn séu með drýldni yfir þessu, og tali niðrandi um ungling- ana, sem í fyrra björguðu heiðri leik- ara hér í bæ rneð myndarlegri sýn- ingu Gleiðgosans. I »íslendrngi« er e'nhver nuddari að sletta því, að í fyrra hafi enginn leikur verið sýndur hér í bænum, sem því nafni gæti heitið. »Gleiðgosinn« var einn best lukkaður gamanleikur, sem hér hefir verið sýndur, enda var hann ágætlega sóttur af bæjarbúum. Og það sem meira er: í Gleiðgosanum komu fram á sjónarsviðið leikarar, sem leikfélagið nú hefir tekið í sína þjónustu — 4 af 9 leikendum — í gamanleiknum, sem það nú er að æfa. Oosi• Úr bæ og bygö. Messað á Akureyri kl. 2 á morgun. Byrjað er að grafa fyrir leiðslu heitu lauganna í Glerárgili niður í sundlaug bæjarins. Fer dagsverkasöfn- un fram í bænum þessa daga. Hafa ýmsir unnendur þessa fyiirtækis gefið 5—10 dagsverk. Á morgun eru liðin fjögur ár síðan A Lf>ÝÐUMA£)URINN Kristneshæli var vígt. Dagsins veiður minst með skemtisamkomu í hælinu, til ágóða fyrir bókasafnssjóð sjúklinga. Til skemtunnr verður söngur, gaman- vísur upplestur og dans. Nýja bíla- stöðin gefur helming fargjalda í bóka- safnssjóðinn, og geta þeir, sem vilja styrkja safnið með meira en aðgangs- eyrinum gert það á þann hátt að aka með bílum þeirrar stöðvar. Bifreiðar- stöð Oddeyrar flytur fólk á ssmkom- una kl. 3 og eftir það. Lydersen skipstjóra á íslandi var haldið samsæti í gærkvöldi, í tilefni af þvi að hann hefir nú siglt 200 ferðir hingað til lands. 250 tunnur af millisíld fóru héðan með Islandi. Reknetabátarnir fengu 10 — 30 tunnur hver í gær. Síldin veiðist utarlega i firðinum. ísafjarðarkoupstaður hefr ákveðið að verja 36 þús. krónum til atvinnu- bóta í vetur. Eyrarbakkakaupstaður hefir sótt um atvinnubótastyrk til rík- isins. Ætlar kaupstaðurinn að vinna að vegagerð, 20. þ. m. voru skráðir atvinnulausir 63 menn þar. Um kaup- lækkun við atvinnubótavinnuna er ekki talað. Pegar »Brúarfoss« kom til Reykja- víkur síðast fanst í honum ólöglegt áfengi. Rjónn á skipinu játaði að eiga sopann. Var hann dæmdur í 1600 króna sekt og tveggja daga fangelsí. Stórkaupmenn í Reykjavík hafa mót- mælt innflutningsbanninu. Sl. ár voru 20 millj, króna skatt- skyldar tekjur í Reykjavík og skatt- skyldar eignir bæjarbúa 56 milljónir. Höfðu þær vax'ð um 4 milljónir frá því árið áður. Samkomur í Hjálpræðishernum á morgun kl. 10 árd. og kl. 8 síðd. Sunnudagaskóli kl. 2. Ungfrú Jóhanna Jóhannsdóttir hefir sungið í Rvík undanfarið við bestu viðtökur. Hún syngur í útvarpið kl. 9 í kvöld. Atvinnubótanefnd ríkisins hefir — til bráðabyrgða — úthlutað ísafjarðar- 3 kaupstað 12 þúsund krónum af at- vinnubótastyrk ríklsin?, Er þtgar byrj- áð á að brjófa land kúabúsins og starfa að vegalagningu. Ekki er farið fram á neina kauplækkun hjá verka- mönnum. Fyrir skömmu hafði lögreglan í Rvík hendur í hári nokkurra manna, er stunduðu vínbruggun og vínsölu. Snemma í þ. m. voru tveir karlar og ein kona sektuð fyrir vínbruggun. Námu sektirnar 600—1000 krónum á hvert þeirra, eða 30—40 daga einfalt fangelsi. Pá var kona sektuð um 500 kr. fyrir vínsölu, og auk hennar karl og kona, er Iifðu saman óvígð, en samstarfandi í vínsölu. Slapp karlmað- urinn með 600 króna sekt, en konan fór öllu ver út úr því, því hún hafði áður verið sektuð fyrir vínsölu. Fékk hún 1000 króna sekt og þriggja mán- aða fangelsi við veriju'egt fangaviður- væri. Og greiði hún ekki sektina á hún að fá 45 daga einfalt fangelsi í ofanálag á þrjá mánuðina. Við komu Botníu til Reykjavíkur í siðusu ferð, fann lögregian 7 flöskur af \’Í3ky, sem ekki hafði verið sagt til. játaði þerna á 1. farrými að eiga áfengið. Var hún sektuð um 200 kr. Á Sunnudagskvöldið gerði lögreg'an í Reykjavík húsrannsókn á gistihúsinu Skjaldbreið, vegna grunsemdar, sem á húsinu lá um að það veitti vín. Við rannsóknina fannst lítilsháttar af srnygl- uðu víni, og- gistihúshaldarinn og þjónn hans hafa nú játað að hafa veitt Spánarvín. Kaupfélag Pingeyinga á Húsavík er nýlega búið að Ijúka við byggingu á frysti- og sláturhúsi, sem það hef'r haft í smíðum í U/a ár. Er húsið talið eitt hið besta og vandaðasla sláturhús hér á landi. Reykvíkingar gefa sig mjög að kaup- félagsskapnum um þessar mundir. Um daginn var Kaupfélag Aiþýðu Reykja- víkur stofnað af alþýðuflokksmönnum. Nú hefir Framsóknarflokkurinn stofnað kaupfélag Reykvíkinga. Er skattstjórinn í Reykjavík stjórnarformaður þess. Pórbergur Pórðarson rithöfundur fór

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.