Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 07.11.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðumað urinn Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að ekkjan Kristín Sólveig Einarsdóttir andaðist 3. þ. m. Jarðarförin fer fram næstkomandi í’riðjudag frá heimili hinnar látnu, Hafnarstræti 94, (Hamborg) og hefst kl. 1 e. h. Aðstandendur. tii kom að málið var tekið fyrir í bæjarstjórninni, af því að sýnilegt var, að Verkamannafélag Akureyrai yrði ekki beygt í kau'pdeilunni. F’að er nokkuð skoplegt að bæjar- stjórnin skuli vera að tala um kaup við atvinnubætur, sem sýnilega 3tt\ar að steindrepa það að nokkrar atvinnu- bætur verði. Annars mun Verkamannafélagið geta talað við bæjarstjórnina um kaupið þegar að þyí kemur að hún hefur upp á einhverjar at/innubætur að bjóða. Afengið og kreppan. Nú þegar svo mikið er ritað og rætt um atvinnukreppu, og þröng á flestum sviðum, er harla einkenni- legt live sjaldan heyrist minst á það, að þjóðinni beri að spara versta ó- þarfann, sem til landsins er fluttur, áfengið, Blöðin steinþegja um þetta mál, eins og öll heiil þjóðarinnar sé undir því komin, að áfengi sé flutt inn í landið og drukkið þar, fyrir mörg hundruð þúsund króna um árið. Dómsmálaráðherra lætur fly.tja áfengi um landið eins og nauðsynja- varningur væri, og vill »kenna« mönnum að neyta þess. Og margur er sá — því miður — sem fer með síðustu krónurnar í áfengisbúðirnar, Ríkisstjórnin bannar innflutning á jafn þörfum vörum og smfðaáböid- um, fatnaði. flutningjatækjum og afl- vélum, og stimplar alt þetta óþarfa- varning, en áfengi má flytja inn, eins og mest er hægt að koma ofan í þjóðina. Slík eru bjargráðin, sem koma frá hinum hærri stöðum, Kreppan, atvinnuleysið, peniega- skorturinn skapar sparnað hjá þjóð- inni, en þó sparnaðurinn sé góður á mörgum sviðum, þarf að haga hon- um á heppilegan “hátt, eins og öðru. Þjóðin verður að lærast að velja á milli þess farfn og óþarfa. Mesti óþarfinn er áfengið. Því á því fyrst og fremst að hafna. Efna til almennra samtaka um að leggja þegjandi og algert viðskiftabann á áfengisbúðirnar. Fyrir peningana sem heimilisfað- irinn, eða sonurinn kastar út fyrir eina flösku af lélegustu tegund Spán- ar-vína, er hægt að fæða 10 manna fjölskyldu í tvo daga, án þess hún hafi af skorti að segja. Minnist þessa og látið spor ykkar aldrei liggja til áfengisbúðarinnar. Látið kreppuna kenna ykkur að hafna mesta óþarf- anum — og þeim skaðlegasta. B, Hótel Borg var opnað í gær, undir stjórn Björns Björnssonar bakarameistara, og Hótel Skjaldbreið, undir stjórn Friðgeirs Sigurgeirssonar, sem leigt hefir hót- elið til vors. Björn hefir veitinga- leyfi og hefir sótt um gistihúsrekst- rarleyfi. Á fundi í bæjarstjórn Reykja- víkur í fyrradag bar Sigurjón Ólafs- son fram tillögu um að bæjarstjórn- in skoraði á dómsmálaráðherra að veita hvorkt Hótel Borg, eða öðru veitingahúsi í borginni, vínveitinga- lejdi, Var tillagan feld með 4 atkv. gegn 4. Á Þriðjudaginn var voru kveðn- ir upp dóma»- í brotamálum hótel- haldaranna í Reykjavík, sem þjóð- inni heíir verið svo tíðrætt um undanfarið. »Borgar«-máIið hefir verið stærra og umfangsmeira og meir um tal- að. Það hófst með því að þrír fyrverandi þjónar og einn núver- andi þjónn á Hótel Borg, kærðu þau hjónin, Jóh. Jósefsson og Kar- olínu Jósefsson, fyrir ólöglega sölu áfengis. Báru kærendur það, að þau hjónin hefðu kvatt þá til að selja áfengi á öllum tímum sólar- hringsins eins og þeir framast gætu. Og að áfengi hefði verið selt í nót- elinu og út úr því eins og hver vildi hafa, og hvenær sem óskað var. Hjónin neituðu því harðlega, að hafa hvatt þjónana til að selja áfengi, en játuðu að öðru leyti þaðf. sem á þau var borið. Féll dómur þeirra á þá leið, að Jóhannes var dæmdur til að greiða 5 þús, kr. sekt til ríkissjóðs og allan kostnað máisins, og var sviftur veitingaleyfi í 6 mánuði. Kona hans var dæmd til að greiða 1500 kr. sekt til ríkis- sjóðs, og bæði skulu þau hljóta einfalt fangelsi, ef sektirnar verða ekki greiddar á réttum tíma. Forstöðumaður Skjaldbreið varð, við húsrannsókn, uppvís að því að hafa undir höndum ólöglegt átengi. Ennfremur játaði hann og þjónn á hótelinu, að þeir hefðu selt Spánar- vín, og borið þau gestunum í öl- flöskum. Var hótelhaldarinn, Erik Olsen, danskur maður, dæmdur til að greiða ríkissjóði 2 þús. kr. í sekt eða sæía einíöldu fangelsi. Einnig var hann sviftur veitingaleyfi í 4 mánuði. Báðum hótelunum var lokað á Þriðjudag. Ekki verður sagt að lögreglan fari illa með þá brotlegu. Hótet Borg átti að vera fyrirmyndar-hóíel landsins. Allir sjá, hvernig farið hefir. Eigendurnir sleppa með til1 tölulega lága sekt. Hitt hótelið er rekið af útlendingi, sem brýtur landslögin sér til fjár. Hann siepp- ur með hlægilega lága sekt, og getur byrjað á sömu yðjunni eftir stuttan tíma- Reykjavík græðir þó-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.