Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 14.11.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 14.11.1931, Blaðsíða 3
A lÞýðumaðurinn 3 son benti á að veittur væri árlega mikill styrkur af því opinbera til jarðræktar, þá reis Ólafur í Oróðr- arstöðinni upp og sagði að það væri ekki veittur styrkur til sömu jarðræktarinnar nema einu sinni. — Hann hélt sem sé, að ef veittur væri styrkur til tunnugerðar oftar en einu sinni hér í bæ, þá væri verið að veita styrk til þess að smíða sömu tunnurnar ár frá ári. — Þeir eru vel að sár í ýmsu bæjar- fulltrúar íhaldsins hérna í bænum. Tryggví, Jónas os Ásgeir svipaðir Jóni Þorlákssyni og Magnúsi. »Tíminn« kom út á Laugardag- inn. En þó meira en helmingur af lesmáli blaðsins sé um innflutn- höftin, þessa sfðustu. stjórnarráð- stöfun Framsóknarstjórnarinnar, er í öllu þessu langa máii ekki einn staf að finna um þörfina fyrir að setja innfiutningshöft, og ekki heldur einn stafur um hverja breytingu til batnaðar þeir Tryggvi, Jónas og Ásgeii búast við að leiði af þeim. Er það frekara gengisfall, sem Framsóknarstjórnin óttast? Ef svo er, hvenær fór hún þá að vera á móti gengisfalli? Eins og kunn- ugt er, feldi hún krónuna í einum rykk um nær fjórða htuta, svo ekki skyldi maður ætla að henni væri mjög sárt um þó hún félli eitthvað frekar. Annars má segja að margt bendi á, að innflutningshöftin geti alveg eins haft áhrif í þá átt að lækka krónuna eins og hitt, því þau hljóta á margan hátt að hafa lántrausts- spillandi áhrif erlendis. En það er síst von að »Tíminn* geti gefið viðunandi skýringu á hvers vegna innflutningshöftin voru sett á. »Tíminn« getur ekki gefið þá skýringu að þetta hafi verið gert 'til þess að láta minna bera á því, að mörg kaupfélögin h'afa orð- ið að hætta við að flytja inn ann- an varning en brýnustu lífsnauð- synjar, vegna fjárþrots, sem þau eru komin í vegna taumlausrar lánsverslunar. Ekki getur »Tíminn« heldur vel sagt frá því, að þetta hafi í og með verið gert til þess að gera eitthvað, þ. e. að það hafi verið ráðlaust fálm út í loftið. En »Tíminn« þarf hér engar skýr- ingar að gefa. Hann hefir áður skýrt frá innflutningstakmörkun kaupfélaganna (og reynt að skýra nauðsyn sem dygð), en um ráðþrot Framsóknarstjórnarinnar til þess að ráða fram úr vandamálunum gefur hann með þögn sinni fullgóða skýrslu, og efast nú enginn lengur um, að Tryggvi, Jónas og Ásgeir standa jafn ráðþrota uppi eins og Jón Porláksson og Magnús Guð- mundsson forðum. (»Alþ.bl. V11)- Úr bæ og bygð. Messað verður í Lögmannshlíð kl. 12 á hádegi á morgun. »Dronning A'exandrine* kom hing- að á Fimiudagskvöldið og fór aftur í morgun. Davíð skáld Stefánsson kom með skipinu frá útlöndum. Pétur Sigurðsson, hinn góðkunni fyrirlesari frá Reykjavík, kom hingað með Drotningunni. Ferðast hann, á vegum Umdæmisstúkunnar nr. 5, um Norðurland fram undir hátíðar og flytur fyrirlestra um bindindismál. Nýdáin er í Melgerði í Eyjafirði, húsfreyjan Margrét Jónsdóttir, kona Stefáns Jóhannessonar bónda þar. Bjuggu þau hjón lengi f Stóradal f Eyjafirði og voru flutt að Melgerði fyrir ári sífian. Margrét var rausnar- og sæmdarkona. 340 tunnur af millisíld voru sendar til útlanda með Drotningunni. Var síldin nær því öll veidd f reknet. Síldarvart hefir aftur orðið f lagnet hér innra, Samkvæmt síðustu skýrslum voru 706 atvinnuleysingjar skrssettir í Reykja- vík um sl. mánaðamót. Höfðu þeir fyrir samtals 975 ómögum að sjá. Til jafnaðar hafði hver maður haft 43 vinnudaga þrjá síðustu mánuðina á undan skráningu. 90 atvinnuleysingj- ar voru skrásettir í Reykjavík á sama tíma í fyrra. Skrásetning atvinnulausra á Stokks- eyri er nýafstaðin. Skrásettir voru 59 menn. Til jafnaðar höfðu þeir haft atvinnu annanhvern dag á tímabilinu frá 1. Maí til 1. Nóv. og sumarkaup- ið var um 300 krónur. Dómsmálaráðuneytið hefir veitt hin- um nýja ráðsmanni á Hótel Borg vín- veitingaleyfi, og byrjuðu vínveitingarn- ar á Fimtudaginn. Jóhann Sveinsson frá Flögu kveður rímur í útvarpið eftir kl. 9 í kvöld. Reglugerð um meðíerð Spánarvín- anna hefir ráðuneytið gefið út nýlega. Verður hennar nánar getið í næsta blaði. — »Hrafnhildur« heitir saga eftir Jón heitnn Björnsson, sem nýkomin er á bókamarkaðinn. Var saga þessi í hand- riti er hann lést. Telja ýmsir Hrafn- hildi bestu sögu Jóns. ^»Háyfirsíldarmatsmennirnir« hafa nú skoðað síldina hér í bænum og á jðtunheimum. Er þ á Svalbarðseyriog Hrísey eftir, eða um viku verk. Kem- ur þá þessi þýðingarlausa rannsókn til að standa yfir á annan . mánuð og baka síldareigendum ærinn kostnað. Striðið í austri. Litlar fregnir berast af stríðinu milli Japana og Kínverja. Þó herma fregnir, að Kínverjar dragi her sam- an og stefni honum til vígvallanna. Tikynnt er að fulltrúar frá Japönum mæti á ráðstefnu Þjóðabandalagsins 16- þ. m. til að ræða um þessi mál. F ord-bátamótor til sölu, við góðu verði. Upp- lýsingar hjá Sveini Tómassyni bílstjóra. Sími 15.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.