Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 23.05.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 23.05.1933, Blaðsíða 2
5 alÞýðumaðurink B. S. A. — Sími 9. sig með því að láta kommúnistana ekki hafa neinn til að fljúgast á við — hundsa þá. Með þessu hafa þeir verið slegnir af laginu víða í verklýðsfélögunum — og gefist vel* Var hið besta útlit fyrir að þessi aðferð þjóðarinnar ætlaði að bíta bakfiskinn úr kommúnistunum á skammri stundu. En nú kemur fasistaflokkurinn nýi og gefur kom- múnistunum byr í seglin, sem þeir hafa aldrei haft af slíkum að segja áður. Nýi flokkurinn kemur því til að magna kommúnistana um allan helming, í stað þess að út- rýma þeim. Sést á þessu, sem hér befir verið sagt, hver vámeta- og óþrifakálfur þessi nýi flokkur er. Pessari gæsalappa-þjóðernis end urreisnarhreyfingu hefir verið mis- jafnlega tekið hjá þjóðinni. — Eins og vonlegt er, hefir Alþýðuflokk- urinn tekið henni iila, eins og allri yfirgangsstefnu og fjandsamlegri alþýðu manna. Framsóknarflokkur- inn hefir heldur ekkert gott um hana að segja- Kommúnistar hlakka yfir að fá þarna pólitískt lífsviður- væri sitt, og mana þennan nýgræð- ing á sig eftir mætti. Kemur þar fram sama artin og hjá slagsmála- hundinum, sem sér áflogaseppann álengdar og langar »í slag«. Sjálf- stæðisflokkurinn karar þennan nýja kálf með bestu lyst og gerir við hann gælur. Kemur hér fram stefnu- leysi og marglætisþrá þessa flokks- viðrinis, sem búið er að umskýra sjálft sig hvað eftir annað, og sigi- ir æfinlega undir fölsku flaggi. — Er harla merkilegt að »Sjálfstæðis- flokkurinn« skuli ekki sjá að stofn- un hins nýja flokks er blábert van- traust á hann sjálfan. Að flokkur- inn, sem hefir þóst vera flokkur þjóðrækninnar, endurreisnar í at- vinnu- og þjóðmálum, — flokkur- inn, sem berjist gegn »óþjóðlegum« stefnum, — flokkurinn, sem þrung- inn sé föðurlandsást og fórnfýsi, skuli eftirláta nýjum flokki öll þessi pólitísku flothylki með glöðu geði — og telja það nauðsynlegt, er hið stórkostlegasta pólitískt afhroð, er nokkur þjóðmálaflokkur hefir liðið. Einnig virðast foringjar »Sjálfstæð- isins* ekki koma auga á þau örlög, sem flokkáins bíða, en þau eru, að verða að mestu jetinn upp af þess- um nýja kálfi. Pað er engum vafa undirorpið, að hinn nýi flokkur dregur til sín stóran hluta »Sjálf- stæðisflokksins* — hinn rótlausa og hugsjónasnauða æskulýð hans, og ekkert annað liggur fyrir for- ingjunum »Sjálfstæðisins« en að standa eftir með tiltölulega fámenua sveit. Eru þessi örlög »Sjálfstæð- isins* harla kátleg, eftir allt grobb- ið og masið um hið göfuga hlut- verk flokksins með hinni íslensku þjóð. — Pað þarf ekki að gera ráð fyrir að alþýðufólk glæpist á þessum nýja flokki. Hann er stofnaður fyrst og fremst til þess að berjast á móti öllurn jafnréttis- og hags- munakröfum alþýðunnar. Til þess að ræna hana réttindum og eign- um, og kúga hana á allan hátt. — Baráttan gegn ólátastefnu kommún- ista, er aðeins fyrirsláttur. Báðir eru flokkarnir óláta- og yfirtroðslu fiokkar. Báðir sniðnir eftir erlend- um fyrirmyndum, og báðir jafn ó- líklegir til að ynna af hendi þjóð- nýtt starf. Alþýðu manna til sjáv- ar og sveita ber því að varast báða flokka jafnt, til að varna því að þeir, í sameiningu, steypi þjóðinn í glötun. Aldrei fór það svo að Alþingi, það er nú situr, léti síldarútvegs- málin ekki til sín taka- Sjávarút- vegsnefnd n. d. fæddi af sér frum- varp til laga um bann gegn því að afvatna síid, er áður hefði verið söltuð, og um það að merkja skyldi nafnið Island á hverja tunnu síld- ar er hér eftir yrði flutt út. Morg- unblaðið kallar þetta mikilvæga ráðstöfun til gagris fyrir íslenskan síldarútveg, og finst þetta víst vega fyllilega upp á moti norsku samn- ingunum. Við meðferð málsins í deildinni, var bannið þó miðað við útflutn- ingssíld. Pótti ekki rétt að banna fólki hér á landi að afvatna þá síld, sem það borðar, ef það vili, en það gerði frv. eins og það kom frá hinni stórvitru sjávarútvegsnefnd. — Annars er hér um afar smá- vægilegt atriði að ræða, og er aug- fjós vottur um vilja- og áhugaleysi þingsins á sfldarmálunum. Á með- an flutt er út tveggja ára gömul síld, þrá og saltbrunnin; meðan flytja má út hvaða sfldarvellu sem er, óátalið af þvl opinbera, virðist lítil ástæða til að banna útvötnun síidar til útflutnings. Síldareinka- salan, og sfðan skilanefnd hennar, verkaði töluvert af síld á þennan hátt og flutti út með góðum á- rangri. Fékk síldin besta orð og markaður virtist nægur fyrir hana. Petta bann kemur heldur ekki ís- lenskum síldarútveg að gagni, því Norðmenn eru byrjaðir að afvatna síld og selja til Pýskalands, Dan- zig og Póliands. Þá er íslands-merkiö á síldar- tunnunum, sem nú fyrst er lög- boðið, þegar búið er að gefa Norð- mönnum einveldi í síldarútgerðinni. Verður ekki öðru vísi á þetta litið en sem hlunnindi fyrir Norðmenn, þegar þeir fara að flytja út alls- kyns síldaróhroða, þá skuli skömm- in skella á íslendingum en ekki þeim. Má reikna þetta sem eitt atriðið í frændsemis-bræðralags-íviln- unum.sem forsætisráðherra ogsamn- ingamenn vorir voru svo ákafir að troða upp á Norðmenn. Fasistaflokkurinn í Reykjavík, er kallar sig Pjóðernissinna, hefir hafið útgáfu blaðs, sem nefnist »íslensk endurreisn*, Ritstjóri er Eiður S. Kvaran. Verður ekki sagt að blað- ið fari verulega hóflega af stað. — Hótar það öUu og öllum, sem ekki gangi skilyrðislaust undir merki þessarar nýju hrej'fingar, niöurbroti og áfnámi af jörðunni. Kallar blaðið þetta að »þroskast á guðsríkisbraut*. Kvenskátarnir hér hafa undan- farið innt af hendi þegnskylduvinnu í blóma- og matjurtagörðum hér óg þar í bænum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.