Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 23.05.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 23.05.1933, Blaðsíða 3
Skæðadrífa. V V Er/end samúð. Þegar Novu-uppþotið braust bér út í vetur var Einar Olgeirsson staddur í Noregi. Rauk bann þá til og skrifaði í norskt kommúnista- blað frásögn um þessa hetjudáð hins »stéttvísa« verkalýðs, ásamt tilheyrandi lygum og svívirðingum iwn meginhluta verkalýðsins á ís- landi. Danskt kommúnistablað lapti þetta upp eftir norska blaðinu. — »Verkam.« er mjög hrifinn yfir þessari »samúð«, sem erlendar þjóðir hafi haft með hinni sigur- sælu baráttú verkalýðsins hér á Akureyri í áðurnefndu uppþoti, en gleymir að geta þess, hvernig »samúðin« er til komin, og líka þess, að þegar E. O. kom heim og fékk að vita alla málavexti, skipaði hann uppþotsmönnum hér að hætta þessari vitleysu, með þeim ummæl- um að málið væri »skítamál< og »il!a séð« af flestum. Skapvonska mikii virðist nú ríkjandi meðal rit- ara »Verkamannsins«. Hella þeir sér mjög út yfir Erling Friðjónsson og Verklýðsfélag Akureyrar. Er þetta að vonum af því félaginu og formanni þess hefir tekist að hækka fiskverkunarkaupið, sem »Eining« var komin með niður úr öliu veldi. Það er gamanlaust fyrir kommún- istaskepnurnar að sjá svona eyði- lagt fyrir sér margra ára starf í þjónustu auðvaldsins- Viðkvæmni. Útvarpsnotendafélagið hér hefir ekki verið mjög afkastamikið til gagns fyrir félagsmenn undanfarið, en nýlega hefir það vakið athygli á sér á alveg sérstakan hátt. Á síð- asta fundi félagsins samþykkti það að senda úívarpinu kvörtun yfir því að Sigurður Einarsson hefði — í útvarpserindi þar rétt áður — sagt nokkuð frá aðförum Nasista- skríisins í Þýskf.iandi. — Sýnist mörgum landsmönnum svo, sem skaðlaust hafi verið þó útvarps hlustendum sé sagt — svona einu sinni í már.uði — ofurlítið frá hinu ALÞtÐUMAÐURJNN raunverulega ástandi í Þýskalandj, þegar útvarpið flytur athugasenida- laust — tvisvar á degi hverjum — tilbúið hól um verklýðsböðlana þýsku og litaðar frásagnir um dag- lega viðburði þar í landi. Virðist mörgum sem sérstaka viðkvæmni þurfi til að geta ekki heyrt sann- leika svo sem einu sinni í mánuði. Glsla-glamur. Hingað komu með Dettifossi Oíslar tveir frá Reykjavík, til að flytja gleði- boðskap hinnar nýju »þjóðernishreyf- ingar* á »guðsríkisbrautinni*. Héldu þeir útifund á Snnnudaginn og töluðu af tröppunum hjá Júlíusi Sigurðssyni fyrv. bankastjóra. Hefir etiginn ræðu- maður fengið áður að tala frd þeim veglega stað, nema Runki prédikari.— Mun mörgum, sem hlýddu á Runka og þá nafnana nú, hafa fundist, að lengi geti vont versnað. Fluttu þeir nafnarnir sömu ræðurnar og þeir hafa flutt í Reykjavík, á ísafirði og Siglu- firði, en hvergi þorað að rökræða málið á eftir. Á ísafirði og Siglu- firði komu engir nema örfáar íhalds- sálir til að hlusta á þá, en hér voru áheyrendur margir, og mun nöfnun- um hafa þótt bera vel í veiði. Ræð- urnar voru ekkert annað en órökstudd- ar skammir og svívirðingar um alla, og glamuryrði um umbætur, sem þyrftu að verða á ástandinu, en auð- vitað ekki bent á eitt einasta ráð i því efni, enda mun ríkja hin megn- asta fæð á siíkum blómjurtum í and- ans aldingörðum þeirra nafna. Vísaði Glsli í Ási áheyrendum í blað, sem ætti að koma út í Rvík næsta dag — í 10 þús eintökum — en gat ekki um hvað mörg þýsk mörk útgáfan kostaði. Áberandi var þaó hve ræður þeirra uafna mintu á ræður kommúnista. — Sama ílskan á bak við, sama ósvífnin og lygahneygðin, — sama glamrið og gífuryrðin. Mun fundurinn hafa haft þau ein áhrif að sýna mönnum og sanna, að til eru fleiri fífl á íslandi en kommúnistarnir. — Gunnar Bene- diktsson frá Saurbæ ætlaði að tala á eftir, en þá hóf Gísli frá Ási og nokkiir strákar með honum óhljóð mikil, tii að sýna að fleiri gætu galað en kommúnistar. R Q (1 -bi/ar besíir. ■OAy' Sími 260 Handan yfir hðfin. Bandaríkin og Cana’da eru síðustu ríkin, er horfið hafa ftá gull-itinlausn. Þóttu þaö íréttir á sínum tíma, er hlð volduga ríkjasamband, Bandarík- in, þurftu að taka til þessara örvggis- ráðstafana. Atvínuuleysið minkar ekkt þar vestra og ekki bólar á að nýi forsetínn ætli að geta íramkvæmt mikið af því er hann lofaði Jyrir forsetakjörið, Skýrt er frá því, sem dæmi upp á alla þá hringavitleysu og skriðdýrs- hátt, sem þróast kringum nýju ias- istastjórnina í Þýzkalandi, að á af- mæli Hitlers nú fyrir nokkru, var hann hyltur eins og guð og jafnvel færðar fórnir. Fékk hann svo mikl- ar afmælisgjafir, að slíks finnast engin dæmi. Þar á meðal bugarða, skip, flugvélar, hesta, og svo mikið ■ af húsgögnum, að nægilegt var til- að »mublera upp« mörg stórhýsi,— En sú gjöfin, stm mesta »hrifningu« vakti meðal flokksins var mynd af Hindenburg, sem' gamli maðurinn skrifaöi nafnið sitt á »með eigin hendi« og færðiHitler. Skýrði þýzka útvarpið oftar en einu sinni frá þess- um stórfenglega og gleðiríka við- burði í viðreisnarsögu Þýskalands. Fyrir nokkru dó betlari á Spáni, sem ekki var snauðari en það, að han lét eítir sig U/g millj. peseta. Betlið getur líka gefiö góðar tekjur, sé að því unnið með »atorku« og ‘»fyrirhyggju«, og svo lifað sparlega í ofanálag. Þann 16. þ. m. lézt hér í bænum Ágúst Sigvaldason skósmiður, 67 árs að aldri. Ágúst var sæmdarmaður á flesta grein og prýðisvel látinn af öllum. — Á Fimtudaginn kom upp eldur í neðstu hæð hússins, Brekkugata 1, hér í bænum og brann allt húsið innan á skammri stundu. Húsið og innan- stokksmunir íbúanna var vátryggt.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.