Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 30.05.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 30.05.1933, Blaðsíða 2
alÞýðumaðurinn í B. S. A. — Sími 9. er úr úrgangsefninu, Sú vinna mun þvi harla lítil áhrii hafa á heildar- útkomuna, hvað sem líður vonum kommúnista í þeim efnum. Verður ekki farið nánar út í þetta mál hér fyr en smfðinu er lokið, og hreinir reikningar liggja fyrir, en þá verð- ur það gert, og um leið flett enn eínu sinni ofan af skemda- og skammarverkum kommúnista í sam- bandi við það. En að endingu skal það upplýst, að Erlingur Friðjóns- son hefir engin afskifti haft af því hvort unnið verður úr öllu tunnu- efnfnu, eða hvernig. — 011 skrif »Verkam.« í þá átt eru fullkomn- ustu ósannindi, auðsjáanlega sprottin af niðurlagi æsingafífla Verkamanna- félagsins í þessu tunnusmíðamáli. f’eim finnst hlutur sinn vera orðinn vondur n ú, en verri skal hann verða aö lokum. Gíslarnir eru farnir aftur til Reykjavíkur. Var af þeim mesti kúfurinn, er þeir stigu á skipsfjöl, enda undirtektir baejarbúa því daufri, sem þeir voru hér fleiri daga. — Dugði þeim ekkert að Ijúga því að bæjarmönnum, að *Þjóðernishreyf- ingin€ !!! væri að leggja undir sig landið, að 4000 manns væri gengið f flokkinn í Reykjavík, þar á meðal »allir verkamenp* borgarinnar, því fregnir hvaðanæfa af landinu vitn- uðu á móti þeim- — Nú ætla þeir umboðsmanni Nasistanna þýsku hér í bæ að halda bæjarbúum við efnið, en því er spáð, að líkt fari um það og heilbrigðiseftirlitið í bænum. í grein, sem Gfsli frá Ási skrifar f sfðasta ‘ísl.t er hann orðinn svo beygður, að hann segir þá nafna hafa komið hingað — ekki fyrir brennandi áhuga þeirra fyrir þjóð- málunum — heldur fyrir »þrábeiðni« manna, sem ekki hafi mátt »hreyfa legg eða lið.« fyrir Erlingi Friðjóns- syni og Steingrími í Lyngholti. — Játar >Alþm.« náttúrlega að ástand þessara »biðjenda€ hefir verið hið hörmulegasta, ef þeir hafa engar hræringar getað haft, hvorki nótt né dag, og ákaflega fallegt af þeim Gíslunum að koma hingað og end- unleysa þá, ef þetta væri nokkuð annað en »GísIa-sannleikur*. En hvað sem þessu öllu líður, munu bæði biðjendurnir og þeir nafnar hafa gengið frá með hnífjafnan hlut. Þeim fyrnefndu mun hafa þótt því minni slægur í þeim nöfn- um, sem þeir reyndu þá meira, og Gíslarnir munu hafa þótst fyrir finna mun færri fífl hér á Akureyri en þeir áætluðu i fyrstu. Fer vel á þessu öilu. í sömu grein gerir Gísli frá Ási grein fyrir því hvers vegna >Þjóð- ernisflokkurinn* var stofnaður. — Það hafi verið vegna þess, að hann og fleiri íhaldsljullur í höfuðstaðn- um hafi orðið fyrir árásum af hendi kommúnista, og orðið að »stofna varnarsveitir til þess að vernda líf og limi« sína. Með öðrum orðum að hinn nýi flokkur sé áflogaflokk- ur eins og kommúnisíaflokkurinn. Er ágætt að fá þessa yfirlýsingu frá höfuðpaur áflogaseppanna- Viðvíkjandi því er Gísli segir »Alþýðum.« hafa farið með ósann- indj um framferði áflogalýðs hans í höfuðstaðnum, skal það tekið fram, að þar er um staðreyndir og ekkert annað að ræða, er blaðið hefir getið um. Undanþágur. Kommúnistarnir segja fiá þvi í btaði sfnu og víðar, að 3 verkamenn, sem unnu við Glerárbrilna úr Verktýðs- félagi Akureyrar, hafi haft undanþágu stjórnar félagsins til þess að vinna þar, þó ekki væri greitt fullt taxta- kaup í brúarvinnunni. Kommúnistarnir kannast við undan- þágurnar. Elisabet getur farið að halda upp á nokkurra ára afmæli slikra und- anþága, þvf siðustu árin hefir taxta »Einingar» ekki verið fylgt í einu eða neinu af nokkurri félagskonu og sama sagan er að gerast með Verkamanna- félagið, sem kommúnistarnir eru nú einvaldir í. Við Dettifoss síðast ætL uðu þeir að halda 3 kr. kaupi í helgi- dagavinnu, þó þeir í fyrra væru búnir að heykjast á helgidagakaupinu við síldarsaltendpr, svo engin leið var til að halda því jafn háu og áður, enda gekk varaformaður Verkamannafélags- ins og fleiri úr liði kommúnistanna frá taxta þeirra umsvifalaust þegar hann vissi að ekki átti að gieiða hann við »Fossinn«. Sjálfsagt hefir ekki skort undanþágurnar þar, frekar en hjá Elfsabetar félaginu, því ekki hefir varaformaðurinn faríð að brjóta taxt- ann án leyfis samstjórnendanna. ■ .. ■ M ...... Þrtr Terkamenn yfirbuga samfylkingar-her kommúnista. »Verkamaðurinn* 23. Maí segir frá því að ekki hafi tekist að stöðva vinnu við Glerárbrúna af þvi menn úr Verklýðsfélagi Akureyrar hafi ekki viljað »leggja því lið«. — Þrír menn úr Verkfýðsfétaginu unnu þarna við brúna öðru hvoru, en úr félögum kommúnista hér og úr Bótinni var nálega tíföld tala við þá. En þessir 3 verkamenn úr Verklýðsfélaginu virð- ast vera meir en lftið fyrir sér, því það er ekki einasta að allir kommún- istar og vinir þeirra, sem í brúar- vinnunni voru, yrðu að lúta þeiira vilja, heldur og öll stjórn Verka- mannafélagsins, eftir sögusögn »Verka- mannsins*. — Það virðist því heldur en ekki vera dreginn mátturinn úr samfylkingarher kommúnistanna þegar hann hefir ekki við þremur verka- mönnum. Ofur einfalt var þó fyrir kommúnistana f brúarvinnunni og þeirra fylgdarlið, að leggja niður vinnu og sýna með þvf vilja sinn, og sjálfsagt þarf ekki að búast við að vinnunni hefði verið haldið áfram þarna með þremur mönnum. — En sannleikur þessa máls er sá, að komm- únistarnir og fylgdarlið þeirra byrjaði að bjóða sig í brúarvinnuna ■ neðan við taxta og leiddust þá fleiri til þess sama. Væri þvi Steingr. Aðalsteins- syni sæmst að þegja um taxtabrjóta- lið við brúarvinnuna, svo lið hans hafi ekki meiri sneypu af því en orð- ið er. —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.