Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 20.06.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 20.06.1933, Blaðsíða 2
ALf»ÝÐUMADURlNK 1B. s. a. - simi 9. | príhsfðaDa sliríiiislii). rægja alþýðusamtökin f landinu og ausa svfvirðingum yfir Alþýðuflokk- inn á framboðsfundunum. Frambjóðendur Alþýðuflokksins munu vera kjósendum hér um slóðir lftið kunnir ennþá. — Felix Ouð- mundsson verkstjóri { Reykjavík er gamall og þrautreyndur verklýðs- málajárnkarl í höfuðstaðnum og ein- lægur alþýðuvinur. Hann er htill og óskiftur í öllum málum, drengur hinn besti og hrein mótsetning við verklýðsgasprara eins og Einar Olgeirsson og slíka pilta. Jóhann F. Ouðmundsson er einn af fremstu mönnum Alþýðuflokksins á Siglu- firði, síðan Ouðmundar heilins Skarphéðinssonar misti við. Hann er greindur vel og gætinn og at> hugar niálin vel áður en hann tek- ur afstöðu tii þeirra. Hann hefir einlægan áhuga fyrir málefnum verkalýðs og sjómanna og er einn þeirra notinvirku manna, sem ekkj er ánægður nema hann sjái árangur verka sinna, verkalýðnum í hag, jafnóðum og hann ynnir þau af hendi. Er hvert það sæti, er Jó- hann skipar, vel setið. Af því sem hér hefir verið sagl, er það auðsætt að alþýðufólki er hollast að fylkja sér um frambjóð- endur Alþýðuflokksins. Þeir eru allir framtíðarmenn, starfandi í flokk' sem stendur föstum fótum í nútíð og framtíð. Flokki, sem best allra iandsmáiaflokka berst fyrir bættum kjörum aiþýðunnar í landinu- Muni það hver og einn kjósandi, er hann gengur að kjörborðinu 16. Júlí n. k. Fimleikaflokkur pilta úr Lauga- skóla, undir stjórn Porgeirs Svein- bjarnarsonar leikfimiskennara, er væntanlegur hingað til bæjarins f dag og mun hafa sýningu í Sam- komuhúsinu í kvöld. — Er flokkur þessi á leið til Reykjavíkur. — Þeir, sem eéð hafa flokkinn, segja hann mjög efnilegan og að hann hafi mörgum úrvalskröftum á að skipa. Eins og kunnugt er, hefir íslenska auðvaldiö lagt sér til nýtt baráttu-tæki, þar sem er »þjóðernishreyfingin« eða »hreyfingin» eins og hún er nefnd í daglegu tali. Áður stólaði auðvaldið á það, að nýjasta baráttutæki þess á undan »hreyfingunni«, Kommúnistafl. íslands, myndi verða sér nægilegt til að veikja með samtakamátt alþýðunn- ar, að það áfratn fengi að drotna í friði. En er það sá, að verkalýður- inn vildi ekki hallast að K. f. og treysti samtök sín að sama skapi og kommúnistarnir hömuðust meira fyrir auðvaldið, varð að finna eitt vopnið enn og var þá >hreyfingin« stofnsett. — Auðvaldsskrímslið íslenska gengur því þríhöfðað til kosninganna núna. Þrátt fyrir stór orð og illmælgi annað slagið hjá »deildunum< ígarð hinna er allt í faðmlðgum bak við tjöldin. — Pótt kommúnistar geti hvergi átt von f maniii, sendir auðvaldið þá frani f flestum kjördæmum landsins — hefir jafnvel lagt þeim til stuðningsmenn sumstaðar — til að reyna að dreyfa atkvæðum alþýðunnar og styrkja með því auðvaldið. Pegar blöð kommúti- ista f Reykjavik rak upp á sker fjár- hagslega og áttu sér engan sama stað, tók auðvaldið þau í fang sér og prentar þau »upp á krít«. Til að fela þetta eru kommúnistarnir látnir skamma >burgeisana« að J/io hegar 9/i0. af rúmi blaðanna eru lygar og skammir um Alþýðuflokkinn og for- göngumenn hans. Svo kallar >hreyf- ingin* og ýmsir aðrir af framherjum auðvaldsins, helstu kommúnistaspraut- urnar • hugsjónamenn*, >ósérplæga verklýðsvini* og ððrum gælunöfnum, til að klappa >litla bróður. á vang- ann fyrir dugnaðinn. — »Hreyfingin« var mikil á lofti til að byrja með. Nú er hún allstaðar geng- in í þjónustu »gömlu mömmu< — Sjálfstæðisins, og berst, við hlið kom- múnistanna, fyrir framgangi þess. — Og >gamla mamma< er ánægð með þessi tvð aukahöfuð sín og lyftist í sæti við tilhugsunina um völd og virð- ing f framtíðinni. Skyldi nokkur efast um skyldleika þessarar þrenningar, ætti hann að at- huga orðalagið hjá hinum ýmsu »spá- mðnnunu bandalagsins. >Við erum frelsarar verkalýðsins,* segir Brynjólfur Bjarnason. »Frelsun þjóðarinnar er í okkar hendi,« segir Qfsli Bjarnason. >Við erum að byggja upp paradfs socialismans þar austur i Rússlandi,* segir Einar Olgeirsson. >Hver er það, sem ekki trúir á mig?« segir Gísli frá Ási. »Undir stjórn Kommúnistaflokks íslands skal hin íslenska þjóð lita dag frelsisins,« segir Jón Rafnsson. >Þjóð- in hlustar gapandi á orð okkar nafna og breiðir út faðminn móti frelsi sfnu,« segir Stóri-Gísli. »Fullkomið athafna- frelsi einstaklingsins gerir þjóðirnar frjálsar,« segir >Sjálfstæðið«. Margir hafa tekið það svo, að stóiu orðin, sem hin ýmsu höfuð auðvalds- skrfmslisins hafa hvert nm annað sagt, tákni óvináttu milli þeirra. Petta er misskilningur. Pegar >hreyfingin« tal- ar um að >afmá kommúnista,< og koramúnistar hjala um að jafna >hreyf- inguna« við jðrðu, og >Sjálfstæðið< fordæmir alla öfgaflokka, þá er ein og sama framtfðarhogsjón bak við allt þetta, setn er opinber samruni allra þessara þríeinu afla- Afnám kom- múnistanna, jöfnun ^hreyfingarinnarc við jörðu og valdaslit >Sjálfstæðisins«, allt er þetta sameiginlega ákveðið fyrirfram af hinum þríeinu. Þegar allar hugsjónirnar eru komnar f framkvœmd á að vera ein hjörð og einn hirðir. Pá á ekki að þurfa á þessum ýmsu nöfnum að halda, og höfuðið á að vera eitt & einum btík. — Um það er enginn meiningamunur hjá þeim þrfeinu. Hér á Akureyri leikur það þríeina aðalþáttinn f kosningunum núna. — Kommúnisfar eru látnir bjóða fram vikapilt Kveldúlfs og Mjólkurfélagsins í Reykjavfk. Látin er koma upp ó- ánægja milli >hreyfingarinnar« og >Sjálfstæðisins< um fulltrúaval. Svo eiga þeir óánægðu að fara yfir 4 kommúnistann og reyna að koma hontim inn, þvf hann er engu síður tryggur auðvaldinu en frambjððandi >Sjálfstæðisins«. En ef kommúnistar vinna hvergi sæti við þessar kosning- ar, eru þeir sama sem útilokaðir frá kosningaþátttðku í framtfðinni, sainkv,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.