Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 20.06.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 20.06.1933, Blaðsíða 2
2 alÞýðu m aðurinn | B. S. A. — Simi 9. rægja alþýðusamtökin f landinu og ausa svívirðingum yfir Alþýðuflokk- inn á framboðsfundunum* Frambjóðendur Alþýðuflokksins munu vera kjósendum hér um slóðir lftið kunnir ennþá. — Felix Guð- mundsson verkstjóri f Reykjavík er gamall og þrautreyndur verklýðs- málajárnkarl í höfuðstaðnum og ein- lægur alþýðuvinur. Hann er heill og óskiftur í öllum málum, drengur hinn besti og hrein mótsetning við verklýðsgasprara eins og Einar Olgeirsson og slíka pilta. Jóhann F. Guðmundsson er einn af fremstu mönnum Alþýðuflokksins á Siglu- firði, síðan Guðmundar heitins Skarphéðinssonar misti við. Hann er greindur vel og gætinn og at- hugar málin vel áður en hann tek- ur afstöðu til þeirra. Hann hefir einlægan áhuga fyrir málefnum verkalýðs og sjómanna og er einn þeirra notinvirku manna, sem ekki er ánægður nema hann sjái árangur verka sinna, verkalýðnum í hag, jafnóðum og hann ynnir þau af hendi. Er hvert það sæti, er Jó- hann skipar, vel setið. Af því sem hér hefir verið sagt, er það auðsætt að alþýðufólki er hollast að fylkja sér um frambjóð- endur Alþýðuflokksins. Peir eru allir framtíðarmenn, starfandi í flokk' sem stendur föstum fótum í nútíð og framtíð. Flokki, sem best allra landsmálaflokka berst fyrir bættum kjörum aiþýðunnar í landinu. Muni það hver og einn kjósandi, er hann gengur að kjörborðinu 16. Júlí n. k. Fimleikaflokkur pilta úr Lauga- skóla, undir stjórn Þorgeirs Svein- bjarnarsonar leikfimiskennara, er væntanlegur hingaö til bæjarins í dag og mun hafa sýningu í Sam- komuhdsinu í kvöld. — Er flokkur þessí á leið til Reykjavfkur. — f*eir, sem séð hafa flokkinn, segja hann mjög efnilegan og að hann hafi mörgum úrvals-kröftum á að skipa. PríhBfSaða skrímslið. Eins og kunuugt er, hefir íslenska auðvaldið lagt sér til nýtt baráttu-tæki, þar sem er .þjóðernishreyfingin* eða *hreyfingin« eins og hún er nefnd i daglegu tali. Áður stólaði auðvaldið á það, að nýjasta baráttutæki þess á undan >hreyfingunni«, Kommúnistafl. íslands, myndi verða sér nægilegt til að veikja með samtakamátt alþýðunn- ar, að það áfram fengi að drotna í friði. En er það sá, að verkalýður- inn vildi ekki hallast að K. í. og treysti samtök sín að sama skapi og kommúnistarnir hömuðust meira fyrir auðvaldið, varð að finna eitt vopnið enn og var þá »hreyfingin« stofnsett. — Auðvaldsskrfmslið íslenska gengur því þríhöfðað til kosninganna núna. Prátt fyrir stór orð og illmælgi annað slagið hjá »deildunum« í garð hinna er allt í faðmlögum bak við tjöldin. — Pótt kommúnistar geti hvergi átt von f manni, sendir auðvaldið þá fram f flestum kjördæmum landsins — hefir jafnvel lagt þeim til stuðningsmenn sumstaðar — til að reyna að dreyfa atkvæðum alþýðunnar og styrkja með því auðvaldið, Pegar blöð kommún- ista f Reykjavik rak upp á sker fjár- hagslega og áttu sér engan sama stað, tók auðvaldið þau í fang sér og prentar þau »upp á krít«. Til að fela þetta eru kommúnistarnir látnir skamma »burgeisana« að Yio þegar 9/io af rúmi blaðanna eru lygar og skammir um Alþýðuflokkinn og for- göngumenn hans. Svo kallar »hreyf- ingin« og ýmsir aðrir af framherjum auðvaldsins, helstu kommúnistaspraut- urnar »hugsiónamenn«, »ósérplæga verklýösvini« og öðrum gælunöfnum, til að klappa »litla bróður* á vang- ann fyrir dugnaðinn. — »Hreyfingin« var mikil á lofti til að byrja með. Nú er hún allstaðar geng- in í þjónustu »gömlu mömmu* — Sjálfstæðisins, og berst, við hlið kom- múnistanna, fyrir framgangi þess, — Og »gamla mamma< er ánægð með þessi tvö aukahöfuð sín og lyftist í sæti við tilhugsunina um völd og virð- ing í framtfðinni. Skyldi nokkur efast um skyldleika þessarar þrenningar, ætti hann að at- huga orðalagið hjá hinum ýmsu »spá- mönnum* bandalagsins. »Við erun frelsarar verkalýðsins,* segir Brynjólfur Bjarnason. »Frelsun þjóðarinnar er í okkar hendi,« segir Gfsli Bjarnason. »Við erum að byggja upp paradís socialismans þar austur i Rússlandi,* segir Einar Olgeirsson. »Hver er það, sem ekki trúir á mig ?« segir Gisli frá Ási. »Undir stjórn Kommúnistaflokks íslands skal hin íslenska þjóð líta dag frelsisins,* segir Jón Rafnsson. »Pjóð- in hlustar gapandi á orð okkar nafna og breiðir út faðminn móti frelsi sínu,« segir Stóri-Gísli. »Fullkomið athafna- frelsi einstaklingsins gerir þjóðirnar frjálsar,« segir >Sjálfstæðið«. Margir hafa tekið það svo, að stóiu orðin, sem hin ýmsu höfuð auðvalds- skrfmslisins hafa hvert nm annað sagt, tákni óvináttu milli þeirra, Þetta er misskilningur. Pegar »hreyfingin« tal- ar um að »afmá kommúnista,< og koramúnistar hjala um að jafna »hreyf- inguna* við jörðu, og »Sjálfstæðið« fordæmir alia öfgaflokka, þá er ein og sama framtfðarhugsjón bak við allt þetta, sem er opinber samruni allra þessara þríeinu afla. Afnám kom- múnistanna, jöfnun »hreyfmgarinnar« við jörðu og valdaslit »Sjálfslæðisins«, allt er þetta sameiginlega ákveðið fyrirfram af hinum þríeinu. Þegar allar hugsjónirnar eru komnar í framkvcemd á að vera ein hjörð og einn hirðir. Pá á ekki að þurfa á þessum ýmsu nöfnum að halda, og höfuðið á að vera eitt á einum búk. — Um það er enginn meiningamunur hjá þeim þríeinu. Hér á Akureyri leikur það þríeina aðalþáttinn f kosningunum núna. — Kommúnistar eru látnir bjóða fram vikapilt Kveldúlfs og Mjólkurfélagsins í Reykjavfk. Látin er koma upp ó- ánægja milli »hreyfingarinnar< og »Sjálfstæðisins« um fulltrúaval. Svo eiga þeir óánægðu að fara yfir á kommúnisfann og reyna að koma honum inn, því hann er engu sfður tryggur auðvaldinu en frambjóðandi >Sjálfstæðisins«. En ef kommúnistar vinna hvergi sæti við þessar kosning- ar, eru þeir sama sem útilokaðir frá kosningaþátttöku i framtíðinni, samkv.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.