Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 20.06.1933, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 20.06.1933, Blaðsíða 4
4 alÞýðumaðurinn Dráttarvextir falla á fyrri hluta útsvara f Akureyrarkaupstaö, ef ekki er greitt fyrir l'. Júlí n, k. — Vextirnir eru \% á mánuði, og reiknast frá 1. Maí s. 1. Bæjargjaldkerirm. ÍJTVARPIÐ Þriöjudaginn 20. Júní: KI. 20,30 Upplestur,Jón Bergmann — 21,50 Hljómleikar. Miðvikudaginn 21. Júní: Kl. 20,30 Frá útlöndum, S. E. — 21,30 Hljómleikar. I'iintudaginn 22. Júní: Kl. 13 Setning prestastefnunar. — Ræða í Dómkirkjunni. — 21,30 Hljómleikar. Föstudaginn 23. Júní: Kl. 20 Ræða í ‘Dómkirkjunni. — 21,30 Grammofónhljómleikar. .Laugardaginn 24. Júní: Kl. 20,30 Erindi, Margeir Jónsson — 21,30 Hljómleikar og síðan danslög til 24. Ungírú lóhanna Jóhannsdóttir hef- ir sungið hér tvisvar undanfarið við dágóða aðsóku og ágætán orðstýr, Fara vinsældir þessarar ungu söng- konu vaxandi ' því oftar sem hún lætur til sfn heyra, og það að verð- leikum. Bæjarbúar eiga von á alveg sér- stæðri hliómleika- og söngskemtun á Fimtudagskvöldið kemur. Sigfús ' Einarsson tóirskáld kemur hingað með fjölskyldu sína og efnir til þessarar fágætu skemtunar. Sonur Sigfúsar og unnusta hans leika á fiðlu, dóttir Sigfusar syngur einsöng og kona Sigfúsar aðstoðar við hvorutveggja. Mun mörgum leika hugur á að sækja þetta réttnefnda Sigfúsar-kvöld. Á íþróttamóti K. A. á Sunnudag- inn þreyttu þessi félög: K. A., UMF »Efling« Reykjadal, UMF »Geisli« Aðaldal, UMF Mývetninga og knatt- syrnufélagið »Völsungur«, Húsavík. Sigurvegarar í hinum ýmsu íþrótt-' um urðu sem hér segir: —- 100 m. hluup Tómas Steingrímsson, K, A. Rann hann skeiðið á 119/io sek- — Kringlukast samanl.: Helgi Schiöth, KA, 55,90 m. — Langstökk: Tómas Steingrímss,, KA, 5,79 m. — Spjót- kast: (betri hendi) Illugi Jónsson, UMF Mývetninga, 43,94 m. — Stang- arstökk: Tómas Steingrímsson, 'KA, 2,71 m. - 800 m. hlaup: Karl Bene- diktsson, KA. Rann hann skeiðið á 2,33 mín. — Hástökk: Tómas Stein- grímsson, KA, 1,56 m. — Kújuvarp samanl.: Helge Torvö, KA, 23,52 m, íslandsmetið var áður 21,95 m. —• Þristökk: Haraldur Jónsson, UMF »Efling« og Helge Torvö, KA, jafn- ir, 12,10 m. Aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga hefir staðið hér i bæn- um undanfarið og var lokið í gær. Sátu hann fulltrúar víðsvegar af landinu. í nótt andaðist að heimtli sínu hér í bænum, Jón Ó. Finnbogason banka- ritari, 72 ára að aldri, sérstakur reglu- og heiðursmaður, vel kyntur af öllum. Skæðadrífa. Framboð kommúnistai. Kommúnistaflokkurinn býður f'ram í flestum kjördæmum landsins. Sum- staðar hefir »samfyikingin«, »sellurnar«, »A. S. V.« og »baráttuliðið«, saman- lagt ekki verið nógu fjölmennt til að skaffa nógu marga meðmælendur. — En þetta hefir ekkert gert til. fhaldið hefir lagt það til, sem á hefir vantað á hverjum stað. Samvinnan er *hin sama og jafn góð um allt land. Ónýtisverk. rað kom heldur en ekki á kom- múnistana og aftaníossa þeirra, þegar það fréltist, að Stefán Jóhann yrði hér í kjöri af hálfu Alþýðuflokksins, en ekki Erlíngur Friðjónsson. »Samfy!k- ingin* hafði verið að búa sig undir baráttuna gegn Erlingi frá því vetur og var farin að bera út allskonar lyga- og svívirðingasögur um hann, sem »sellan« hafði búið til, endurbættar voru af »ráðinu« og búið var að kenna >baráíluliðinu« utan að, svo öllum bæri sem best saman. En svo kemur framboð Stefáns Jóhanns ofan í allt saman. Hið »fagra« og »göfuga« starf »verklýðsvinanna« er allt ónýtt. Hvílíkt ástand! Utan veitubesefar Við kosningarnar núna hafa komið fram ýmsir menn, sem enginn flokkur vill kannast við. Vestur í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu er nú á ferðinni Framsóknarmaður, sem Framsókn sver fyrir, en hann lætur því meir yfir sér sem meir er við honum amast. — í Suður-Pingeyjarsýslu rær Jón H. Þor- bergsson einu á báti í óþökk allra flokka, og í Norður-Pingeyjarsýslu hef- ir skotið upp þingmannsefni, sem enginn veit deili á. Samt hefir frést, að »hreyfingin« sé að gangast við þessum utanveltubesefum síðustu dag- ana. Kemur það vel heim við þá yfir- lýsingu Gíslanna, að i »hreyfingunni« sé »pláss fyrir a 1 I a .« Nasistaflokkurinn í Austurríki hef- ir verið bannaður, blöð hans og tímarit bönnuð; foringjar flokksins út um land handteknir og fiuttir til Wien. Aðal áhrifamaður Nasista við þýsku sendisveitina í Wien rekin heim til Pýskalands. Hefir austurríska stjórnin tilkynt að hún inuni bæla nasismann niður með öllum hugsanlegum ráðum. Aust- urrísku blöðin eru ánægð með þessa ákvörðun stjórnarinnar, og segja þjóðverja mega eiga nasism- ann eina, Austurríki hafl hans enga þörf. — (Frétt frá Berlín .í dag.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.