Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 20.06.1933, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 20.06.1933, Blaðsíða 4
ALPÝÐUMAÐURINN íjtvarpib Dráttarvextir 'Þriðjudaginn 20. Júní: Kl. 20,30 UpplesturJóaBergmann — 21,50 Hljómleikar. Miðvikudaginn 21. Juní: Kl. 20,30 Frá útlöndum, S. E. — 21,30 Hljómleikar. • Fimtudaginn 22. Júní: Kl. 13 Setning prestastefnunar. — Ræða í Dómkirkjunni. — 21,30 Hljómleikar; Föstudaginn 23; Júní I , Kl. 20 Ræða í Dómkirkjunm. - — 21,30 Grammofónhljómleikar. Xaugardaginn 24. Júní: Kl. 20,30 Erindi, Margeir Jó'nsson — 21,30 Hljómleikar og síðan danslög til 24. falla á fyrri hluta útsvara í Akureyrarkaupstað, ef ekki er greitt fyrir l. Júlí n. k. — Vextirnir eru \% á mánuði, og reiknast frá l.'Maís. 1. Ungírú ]óhanna Jóhannsdóttir hef- ir sungið hér tvisvar undanfarið við dágóða aðsóku og ágætán orðstýr, Fara vinsætdir þessarar ungu söng- konu vaxandi ' því oftar sem hún . lætur til sín heyra, og það aö verð- le.ikum. Bæjarbúar eiga von á alveg sér- stæðri' hljómleika- og söngskemtun á Fimtudagskvöldið kemur. Sigfús " Einarsson tónskáld kemur hingað með íjölskyldu sína og efnir til þessarar fágætu skemtunar. Sonur Sigfúsar og unnusta hans leika á fíðíu, dóttir Sigfúsar syngur einsöng og kona Sigfúsar aðstoðar við hvorutveggja. Mun mörgum leika hugur á að sækja þetta réttnefnda Sigfúsar-kvöld. Á íþróttamóri K. A. á Sunnudag- inn þreyttu þessi félög: K. A., UMF >Efiing« Reykjadal, UMF »Geisli« Aðaldal, UMF Mývetninga og knatt- syrnufélagið »Völsungur«, Húsavik. Sigurvegarar í hinum ýmsu íþrótt-' um urðu sem hér segir: —: 100 m. hlauþ: Tómas Steingrímsson, K, A. Rann hann skeiðið á ll9/io sek. — Kringlukast samanl.: Helgi Schiöth, KA, 55,90 m.— Langstökk: Tómas Steingrímss,, KA, 5,79 m. — Spj'ót- Bæjargjaldkerinn. kast: (betri hendi) Illugi Jónsson, UMF Myvetninga, 43,94 m. — Stang- arstökk; Tómas Steingrímsson, -KA, 2,71 m. - 800m.hlaup: Karl Bene- diktsson, KA. Rann hann skeiðið á 2,33 mín. — Hástökk: Tómas Stein- grímsson, KA, 1,56 m. — Kúluvarp samanl.: Helge Torvö, KA, 23,52 m, fslandsmetið var áður 21,95 m. — Þristökk: Haraldur Jónsson, UMF >Efling« og Helge Torvö, KA, jafn- ir, 12,10 m. Aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga hefir staðið hér i bæn- um undanfarið og var lokið í gær. Sátu hann fulltrúar víðsvegar af landinu. í nótt andaðist að heimili sinu hér í bænum, Jón Ó. Finnbogason banka- ritari, 72 ára að aldri, sérstakur reglu- og heiðursmaður, vel kyntur af öllum. Skæðadrífa. Framboð kommúnista. Kotnmúnistaflokkurinn býður Frarh í flestum kjördæmum landsins. Sum- staðar hefir »samfylkingin«, »sellurnar«, >A. S. V.« og »baráttuliðið«, saman- lagt ekki verið nógu fjölmennt til að. skaffa nógu marga meðmælendur.. — En þetta hefir ekkert gert til. fhaldið hefir lagt það til, sem á hefir vantað á hverjum stað. Samvinnan er *hin sama og jafn góð um allt land. Ónýiisverk. Pað kom heldur en ekki á kom- múnistana og aftaníossa þeirra, þegar það fréttist, að Stefán Jóhann yrði hér í kjöri af hálfu Alþýðuflokksins, en ekki Erlingur Friðjónsson. »Samfylk- ingitu hafði verið að búa sig undir baráttuna gegn Erlingi frá því vetur og var farin að bera út allskonar lyga- og svívirðingasögur um hann, sem »sellan« hafði búið til, endurbættar voru af »ráðinu« og búið var að kenna »barátluliðinu« utan að, sve öllum bæri sem best saman. En svo kemur framboð Stefáns jóhanns ofah f allt saman. Hið »fagra« og »göfuga« starf »verklýðsvin«nna« er allt ónýtt. Hvílíkt ástand! Utanve/tubesefar. Við kosningarnar núna hafa komið fíam ýmsfr menn, sem enginn flokkur vill kannast við. Vestur i Snæfellsness- og Hnappadálssýslu er nú á ferðinni Framsóknarmaður, sem Framsókn sver fyrir, en hann lætur því meir yfir sér sem meir er við honum amast. — í Suður-Pingeyjarsýslu rær Jón H. Por- bergsson einit á báti í óþökk allra flokka, og í Norður-Pingeyjarsýslu hef- ir skotið upp þingmannsefni, sem enginn veit deili á. Samt hefir frést, að »hreyfingin« sé að gangast við þessum utanveltubesefum síðustu dag- ana. Kemur það vel heim við þá yfir- lýsingu Gíslanna, að i »hreyfingunni« sé »pláss fyrir a 11 a .« Nasistaflokkurinn í Austurríki hef- ir verið bannaður, blöð hans og tímarit bönnuð; foringjar flokksins út um land handteknir og fluttir tií Wien. Aðal áhrifamaður Nasista við þýsku sendisveitina í Wien rekin heim til Pýskalands. Hefir austurríska stjórnin tilkynt að hún muni bæla nasismann niður með öllum hugsanlegum ráðum. Aust- urrísku blöðin eru ánægð með þessa ákvörðun stjórnarinnar, og segja þjóðverja mega eiga nasism- ann eina, Austurríki hafi hans enga þörf. - (Frétt frá Berlín Á dag.) .

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.