Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 20.06.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 20.06.1933, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUMABDRINN III. arg. Akureyri, Þriðjudaginn 20. Júní 1933. 33. tbl. III ð I i r • r» Þótí Alþýðumaðurinn ætli sér ekki að ræða mikið um framboðin til þings í þetta sinn, þykir ekki annað hlýða en að minnast á það sem næst er, og það eru framboð flokkanna hér á Akureyri og í Eyja- fjarðarsýslu; ekki síst af því nokkr- ir nýir menn hafa komið þar fram á vígvöllinn. Hér á Akureyri bjóða samherj- arnir, »Sjálfstæðið« og »kommar«, fram sömu menn og við siðustu kosningar. Pað myndi nokkurnveg- inn einu gilda fyrir auðvaldið í Iandinu hver þeirra kæmist á þing. Báðii mundu þar jafn áhrifalausir og trúir málstað burgeisanna. Báðir jafn fjandsamlegir heilbrigðum al- þýðusamtökum. Báðir jafnmikið úti á þekju í íslenskum stjórnmál- um. Báðum eiga því kjósendur bæjarins að hafna. Frambjóðandi Framsóknar mun hafa svo lítil ítök í kjósendum, að hann mun ekki taká stórt rúm á baráttuvellinum. Hann mun hallast að hægri armi Framsóknar, sem er allí of sterkur á þingi og því síst á bætandi þar. Frambjóðandi r; Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, er langt ¦fyrir öllum hinum frambjóðendun- 4im'um flesta-hluti. Vegna ment- iinar og margþættra starfa undan- farin ár, er hann þaulkunnugur ís- lenskum atvinnumálum og þjóð- itnálum yfirleitt, og hefir r^ynst ó- trauður fulltrúi hins vinnandi lýðs til sjávar og sveita, en gætinn og verkbygginn að sama skapi. Hann e'r því það þingmannsefnið, sem verkalýð og miðstéttarmönnum ber að veita fylgi inn á þingið, svo fremi sem þeir vilja hlúa að hag alþýðunnar, bæjarins og þjóðarinnar í heild. í sýslunni fara fram sömu menn frá Framsókn og »Sjálfstæðinu« og við síðustu kosningar. Frambjóð- endur Sjálfstæðisins eru jafn lítið kunnir að gagnlegum störfum fyrir þjóðina og fylgi þeirra er lítið með- al kjósenda í sýslunni. Hlutverk þeirra við þessar kosningar er ein- ungis það, að halda uppi vonlausri baráttu í þessu fyrrum magnaða íhaldskjördæmi, og sýna þverrandi fylgi flokksins. Framsóknarmenn- irnir koma heim af þingi, með norsku samningana sem gjöf til kjósenda. Er ekki ólíklegt að þeir verði þess einhversstaðar varir, að fólkið sé ekki þrungið af þakklæti við þá. Kommúnistarnir búa hér undir þeirri kaldhæðni örlaganna að bjóða fram þá menn, sem á vett- vangi verklýðssamtakanna ynna af hendi sama hlutverk og engisprett- ur og grasmaðkur á grænum grund- um. Hvar serfi spor þeirra Iiggja, gefur að líta sviðna slóð ógæfu- mannanna í verklýðsmálum. Stein- grímur Aðalsteinsson er þegar orð- inn landskunnur fyrir verklýðsfé- lagadráp og alla hugsanlega óáran á því sviði. Og Gunnar Jóhanns- son, sem í vetur tók við einu allra öflugasta verklýðsfélagi Iandsins, Verkamannafélagi Siglufjarðar, er, eftir fjögra mánaða stjórn, kominn það langt niður á við með félagið, að í stað þess að áður voru fundir þess sóttir af 200-300 manns, NYJA BIO Miðvikudagskvöld kl. 9. Kátur piltur Norsk tal- og hljómmynd í 8 þáttum. Tekin eftir hinni ágætu sögu Björnstjerne Björnsons. Aðalhlutverkin leika: Tore JFoss, Görre/ Egede Nisseh, Harald Stormoen A/S National Tonefilm í Oslo hefir í tilefni aí minningarhá- tíðarhöldum \ um BJÖRNSON í fyrra tekið á kvikmynd eina af vinsælustu sögum skáldsins, Og er ekkert sparað til að gera hana sem best úr garði. hefir hann verið að dingla með 30 til. 50 menn á fundi, og hefir þurft að gera margar tilraunir til að fá kauptaxta kláraðann og yfirleitt framkvæmd vanaleg störf, sem ekki hefir verið hægt að komasí undan. Ekkert hefir verið gert, sem bent gæti á gróandi líf eða atorku undir hinni vesælu stjðrn Ounnars. Er ekkí annað sýnilegt en alger upp- lausn félagsins standi fyrir dyrum, nema menn þeir, sem áður fóru með völd í félaginu, Alþýðuflokks- menmrnir, taki við stjórninni aftur — og það helst strax á þessu árl. Pað geta víst allir velunnar íslenskr- af alþýðu verið sammála um það, að slíkir menn séu dlíklegastir allra til þingsetu, enda er hlutverk þeirra ekkert annað í kosningunum, en að

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.