Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 08.08.1933, Side 3

Alþýðumaðurinn - 08.08.1933, Side 3
Félagi fasistanna. Eins og kunnugt er, er Einar Olgeirsson heildsali í Reykjavík r félagsskap við Þorsfein Sigvaldason í París, Mjólkurfélagið í Reykjavík, Kveldúlf og fleiri fasista, og virðist Einar kunna mæta vel við sig í þessum félagsskap, en eins og vænta mátti, hafa kommúnistarnir hér í bæ sýnt það bæði í orði og verki, að þeir hafa mestu andstygð á öllum þessum félögum Einars Olgeirssonar, og hafa þeir sett við- skiftabann á verslun Porsteins í París og alla fasista sem Einar hefir blandað blóði með og gengiö í félagsskap við. Það má þá gera ráð fyrir að »sleikipinnarnir« fari að ganga út hjá Guðmanni og brjóst- sykurinn hjá Siggu, þegar allur hópurinn, sem hatar fasistana, fer að kaupa til heimilis síns hjá versl- unum kommúnistanna, En vesalings Einar fær heldur kaldar kveðjur hjá kommúnistunum hér, rétt eftir kosningarnar, þegar þeir tilkynna svona hátíðlega viðskiptabann á félaga hans, fasistana. En bót er í máli að helst lítur út fyrir að helstu forsprakkar kommúnistanna muni ekki vera með í þessu hættulega samsæri gegn fasistunum. Guð- mann kvað t. d. hafa keypt allt efni í höllina neðan við brekkuna af einum fasistanum, sem bannfærður er af þeim »stéttvfsu« og einnig fengið all verulega hjálp hjá einni fasistaversluninni. Elísabet Eiríks- dóttir, Ólafur bróðir hennar, Stein- grímur mágur þeirra systkina og annað fólk í þeirri familíu, tók efni í hús, sem það er að byggja hér uppi í brekkunni, hjá einni þeirri verslun, sem viðskiptabannið er sett á, og hefir þá þetta fólk allt fengið undanþágu frá viðskifta- banninu- Það er með í þessum síðaststofnuðu samtökum þeirra »stéttvísu*. Korinþuborg í Grikklandi brann til kaldra kola á Föstudaginn var. Þessi sama borg eyðilagðist að mestu í jarðskjálftum 1929, svo hún var að mestu nýbyggð upp. AL r vrrU'M A-D fJF.l .VNf 3 Deila nokkur yarð á Siglufirði, í vikunni sem leið, út af því að maður nokk- ur. Ármann Sveinsson að nafni, var í vinnu hjá Ingvari Guðjónssyni, en Ármann þessi hafði um tíma veríð í »hvíta hernum« í Reykjavík s.íl. vetur. Ármann mun hafa verið hú- ■Ý inn að vera í vinnu þarna hjá Ing- vari, um hálfs mánaðar tíma, en stjórn Verkamannafélagsins gerði Ingvari þá tvo kosti, annað hvort að láta manninn fara, eða að stöð hans yrði af verkamannafél., sett í bann. Ingvar neitaði að reka. mann- inn, og lýsti þá sfjórn verkamannafél. stöðina í verkbann. Vísaði Tngvar þá málinu til hins nýja atvinnurek- endafélags á Siglufirði, en það svar- aði bannfæringu verkamannafél. með því að lýsa verkbanni á öllum síld- arsöltunarstöðvum, sem fé|agsmenn réðu yfir, Á Föstudagsrþorguninn hóf Ingvar vinnu á stöð sinni í banni verkamannafél., en um hádegi kom stjórnin með mannsöfnuð þangað og stöðvaði vinnuna. Skipúðust þessi mál þá svo — svo allir ynnu deil- una, en enginn tapaði — að Ármann bað Ingvar að gefa sig lausan úr vinnunni, og veitti Ingvar honum lausnina góðfúslega !!!. Var þá öll- um bönnum aflétt og allir kváðu vera haiðánægðir með sitt hlutskiíti. Námskeið. Samkvæmt ráðstöfun síðasta fundar í »Félagi barnakennara við Eyjafjörð« hefir stjórn félagsins ákveðið að gang- ast fyrir námskeiði fyrir kennara í lestrarkenslu, ýmsri handiðju og töflu- teikningu á komandi hausti, ef nóg þátttaka fæst, og mun námskeiðið byrja um 20 Sept. og standa í 10— 12 daga. Þó að námskeið þetta sé aðallega fyrir kennara í Eyjafjarðar- sýslu, er þó kennurum í Skagafjarðar- sýslu og Þingeyjarsýslu velkomið að sækja það, ef þeir sjá sér það fært að öðru leyti. Kenslugjald mun verða kr. 10—15. Þeir kennarar, sem hafa í hyggju að sækja nefnt námskeið, sendi um- sóknir sínar Hannesi J. Magnússyni kennara Akureyri, eigi síðar en í lok ágústmánaðar. C (~) -bílar besíir. °Sími 260 Nýjar Kvöldvökur, 4.-6. hefti þ. á , er nýlega komið út. Þar er tyrst saga eftir Davíð Stefánsson »Vargur«. Næst kemur »Þegar sýringarnir blómgast', þýtt af Jakob Ó. Péturssyni. Svo er endir á sögunni »Og hann sveif yfir sæ«, þá framhald Fnjóskdæla- sögu Sigurðar Bjarnasonar. 'Mold- in ilmar«, kvæði eftir Helga Valtýs- son. Ritdómar eftir B. K. Framhald af sögu »Uglu spegils« og sfðast »MunaðarIausa slúlkan«, færð í let- ur af Baldvin Jónatanssyni. — Ritið er ágætt að vanda. Davíð Copperfield, 2. hefti, er nýkomið á bókamarkað- inn. Munu margir unnendur þess- arar ágætu barnasögu fagna hverju hefti hennar, er út kemur. Þetta hefti skýrir frá dvöl D. C- í drengja- skólanum, og ber þar margt til tíðinda. Næsta hefti kemur út 1. September. Skæðadrífa. >Heiðarlegt fólk.<s. Guðmann hneykslast mjög á því, að Alþm. skyldi kalla það heiðarlegt fólk, sem notar annatímann til að vinna fyrir sér og sínum. Kommún- istunum er allt af illa við iðjusemi og trúmennsku í störfum. Fyrir- myndir þeirra eru allir landsins Birnir Grímssynir og cigarettu- buxnavasa-hengilmænurnar, sem standa á torgum og gatnamótum og hrópa á vinnu og brauð, en taka þó aldrei ærlegt handarvik. Lýðræði Björns Grímssonar. Söltunarfélag verkalýðsins hefir lítilsháttar söltun niðri á Tanga, og er Björn Grímsson aðal stjórnandi þar. Maður, sem er í söltunarfe- laginu, ætlaði að fá vinnu hjá Birni hér um dáginn, en var neitað um hana, af þvi hann væri í Verklýð*- félagi Akureyrar !!! Þetta er nú

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.