Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 12.09.1933, Page 1

Alþýðumaðurinn - 12.09.1933, Page 1
49 tbl. III. arg. Akureyri, hriðjudaginn 12. Septeniber 1933. Samvinna verkainanna oy kwk Eftir kosningarnar 16. Júlí s. i., þegar það virtist koma í ljós, að íhaidið myndi verða helst til sterkt í þinginu, fóru ýmsir að litast um eftir því afli, sem beití yrði gegn því í framtíðinni. Varð þá mörg- um litið til nágrannaþjóðanna, þar sem útlit er fyrir að íhaldið — í þeirri mynd, sem það hefir birst þjóðunum undanfarið — sé að missa völdin yfir til hins vinnandi lýðs til sjávar og sveita. í Danmörku og Svíþjóð fara jafnaðarmenn með völdin. Eins og annarstaðar liggur það fyrir stjórn- um þessara flokka að berjast gegn kreppunni, eða réttara sagt: hjálpa almenningi að berjast gegn krepp- unni. í hvorugu landinu eru jafn- aðarmennirnir í hreinum meiri hluía. Peir þurfa því að njóta stuðnings eins eða fleiri annara flokka, til þess að koma hinum stórfelldu kreppuráðstöfunum gegnum þing- in. — Og í báðum þessum löndum hafa það orðið bændurnir — fuil- trúar þeirra í þingunum — sem hafa stutt stjórnirnar að þessu. í fyrstu virtist svo sem fulltrúar bændanna væru hikandi. Gátu ekki strax losað sig við þann rótgróna hugsunarhátt, að bændurnir ættu að vera íhaldssamir og ættu sam- leið með íhaldinu. En feimnin og hikið er alveg farið af þeim. Frá hlutleysi til skilyrðisbundins stuðnings, eru bændurnir nú komn- ir yfir í fulla samvinnu við fulltrúa verkamannanna — jafnaðaðarmenn- ina - um að koma í framkvæmd þeim ráðstöfunum, sem stjórnirnar hafa með höndum, og sambúðin batnar með degi hverjum. Hvað er það nú, sem heíir vald- ið því, að íulltrúar bændanna í þessum löndum hafa gengið til samvinnu við fulltrúa verkalýðsins? Það er það, að þeir hafa fundið að jafnaðarmennirnir bera hag bænda fyrir br/osti eins og annars vinnandi lýðs, og hafa fram að flytja tnikilvœgar úrlausnir á vanda- málum bœndastéttarinnar. íhaldið reynir að halda fólki í þeirri trú, að bændur landsins eigi að vera afturhaldssamir og eigi enga samleið með verkalýð í bæj- um og þorpum. Bændurnir í Sví- þjóð og Danmörku eru komnir á allt aðra skoðun. Og ekki er ólík- legt að það dragi að hinu sama hér á landi. Eitt er víst, að eina aflið, sem fært er um að brjóta á bak aftur vaid auðvalds og íhaíds á þingi þjóðarinnar, er sameinað afl hins vinnandi lýðs tii sjávar og sveita — verkamanna og bænda. Ekki hættir við Einar. í síðasta »Verkam.« segir Gunn- ar Jóhannsson á Siglufirði, að aðal- orsök þess, hve sjómenn hafi haft lítið upp úr sumrinu, sé hlutarráðn- ingin — sem Einar Olgeirsson barð- ist fyrir og kom á fyrir nokkrum árum. — Óþarflega hvepsinn, Gunnar! NYJA BIO Þribjudagskvöld kl. 9; Iðrandi sonur Talmynd í 8 páttum. Aðal- hlutverkin leika: Philip tíoimes, Nancy- Carrol, Lionel Barry- more. Miðviktidagskvöld kl. 9. Barnfdstran. Tal- og hljómmynd í 8 þátturn. Aðalhlutverkin leika: ClaudetteCoibert og Gary Cooper. Myndin er hrífandi fögur, bráð- I skemmtihg og afar I Kristján Kristjánsson söngvari er að koma til bæjarins Ætlar bann að syngja í Nj'ja-Bíó kl. 9 á Fimtu- dagskvöldið. Syngur aðallega íslensk og ítölsk lög. Gunnar Sigurgeirs- son aðstoðar. Bjarni Björnsson gamanleikari hafði skemtikvöld á Föstudaginn og Sunnudaginn í Samkomuhúsinu. — Fyrra kvöldið voru áhe)-rendur fáir, en margir síðara kvöldið. Skemti fólkið sér vel, eins og vant er hjá Bjarna. Síðasta skemtikvöld sitt hefr Bjarni á Föstudaginn kemur, og leikur þá fyrir lækkað verð.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.