Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 05.12.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 05.12.1933, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn Hér með tilkynnist, að Kristján Guðmundsson bóksali, andaðist að heimili sínu, Glerárgötu 1., þ. 4 þ m. Jarðarförin ákveðin síðar. Akureyri, 5. Des. 1933. Aðstandendurnir. B. S. A. — Sími 9. olíuvaldsins, og þrjú ár sat Einar Olgeirsson upp á 12þús. króna laun á ári sem framkvæmdarstjóri Síldar- einkasölu íslands, eftir að hann gaf þá opinberu yfirlýsingu, að hann áliti Einkasöluna til stórbölvunar fyrir sjómenn og landverkalýð og eingöngu stórgróðafyrirtœki atvinnu- rekenda, og þegar honum að síð- ustu var gefinn burtfararpassi, stóð hann svo árum skifti vælandi fram- an í almenning yfir því að hann hefði ekki fengið lengur að njóta hagsældanna og 12 þús- krónu laun- anna í þjónustu auðvaldsins að hans sjálfs áliti til bölvunar sfó- mönnum og landverkafólki. Einar mun orðinn vonlítill um að komast af eigin ramleik upp í þingsætið hér, með glamrið og götuóeirðir kommúnistanna sem aðalkosningabeitu og félagsskapinn við Kveldúlf og Mjólkurfélagið sem medalíur á baki og brjósti, og þá er eina úrræðið að fiaðra upp um þá menn, sem hann í ræðu og riti hefir kallað »verk!ýðssvikara«, »Jú- dasa«, »níðinga«, >glæpamenn«, »klofningsmenn«, »banditta« og öðr- um álíka nöfnum, og biðja þá að hjálpa sér inn á Alþing. Að sjálfsögðu ætlar þetta skítuga úrþvætti, sem Kveldúlfur og Mjólk- prfélagið hafa velt á milli handa sér á undanförnum árum, og þurkað á af gómum sér slorið og farðann — að lofa einhverju um bætt líferni, fyrst honum kemur til hugar að hlustað verði á bónorð hans til Al- þýðuflokksins um stuðning við kosningar hér, en þeir menn, sem kynnst hafa innræti Einars, vita að öll loforð á því sviði eru fyrirfram ákveðin svik. Maður þessi kom hér inn í verk- lýðshrey.inguna 1925 eða 26— og þóttist þá vera Alþýðuflokksmaður. Honum var tekið tveim höndum og falin ýms trúnaðarstörf innan flokksins, svo sem framkvæmdar- stjórastaðan við Síldareinkasöluna, formenska í Verkamannafélagi Ak- ureyrar um skeið og fulltrúastaða verkalýðsins í bæjarstjórn Akureyr- ar, en 1930 er hann snúinn á móti þeim mönnum með heift og fjand- skap, sem sýnt höfðu honum traust og lyft honum mest til vegs og valda innan Alþýðuflokksins, og hefir hann aldrei síðan getað sví- virt þá svo mikið í orði og verki, að lund hans og eðli væri full- nægt- - Nú hefir Einar Olgeirsson verið þrjú ár í Kommúnistaflokki íslands. Sagan frá norðlensku verklýðsfélög- unum endurtekur sig þar: Svik á stefnu flokksins. Af því að kommúnistavesaling- arnir eru ekki menn til að koma Einari inn á þing á að svík/a þá í trygðum. Stefnuskrá kommúnist- anna á að legg/ast á hilluna vegna löngunar Einars til þess að kom- ast á þing. Pess munu engin dæmi hér á landi, að á tæpum þremur árum hafi sama manni tekist að svíkja tvo pólitíska flokka. Hefir því Ein- ar Olgeirsson sett þar met í flokka- svikum, sem áður var óþekkt, og engirm verður sennilega til að taka það af honum í framtíðinni. Fundur í »Verklýðsfélagi 61erárþorps«. »Verkamaðurinn* 82. tölubl. segir frá því að fundur hafi verið haldinn í Verklýðsfélagi Glerárþorps, þar sem mættir hafi verið »ca 40 manns«. Ég, sem var á fundinum varð aldrei var við fleiri en 31 mann, og er varla hægt að gorta af slíkri fundar- sókn. Kom tala fundarmanna best í ljós þegar kommúninstarnir voru að rýja félagssjóðinn handa »Verka- manninum«, því við atkvæðagreiðsl- una um 50 kr. styrk handa blaðinu komu ekki nema 13 atkvæði með og 13 á móti, svo tillagan var feld með jöfnum atkvæðum, en af því 2 fundarmenn greiddu ekki atkvæði, heimtaði formaður félagsins atkvæöi aftur, og þóttist þá hafa fengið 14 atkv. með till., en 12 á móti, en þeirri atkvæðagreiðslu var mótmælt af þeim, sem greiddu tillögunni móu atkvæði, því þeir voru 13 og sögðu þeir að meðatkvæðin gætu ekki ver- ið nema 13, þar sem ekki hefðu nema 26 greitt atkvæði, og væri því tillagan um sjóðsránið íallin í annað sinn. En í þeim svifunum komu inn í fundarsalinn 3 ungling- ar, svo tillagan var borin upp í þriðja sinn og fékk þá 16 atkvæði með, en 13 á móti, og 2 greiddu ekki atkv. eins og áður hafði verið. Okkur eldri mönnunum í Verk- lýðsfélagi Glerárþorps, er nú nóg boðið, þegar farið er að reita af okkar litla sjóði handa málgagni kommúnista, sem notað er til að sundra samtökum verkalýðsins enda ryfjast þá líka upp meðferð komm- únistanna á gjafafénu, sem okkur í Glerárþorpinu var gefið í Krossa- nesverkfallinu um árið, en sem kommúnistarnir tóku að mestu o^ t'örðu til útgáfu þessa óþrifa blaðs síns. — Voru þeir mintir á það á fundinum. Verkamaður. ísafoldarfundur á Föstudagskv. Pétur Sigurðsson og fleiri tala. Pétur Sigurðsson flytur stutt erindi á samkomu, sem félagið »Voröld< boðar til í bæjarstjórnarsalnum, í kvöld kl 8,30. — Á Fimtudagskvöld- ið 7. Des. verður aftur Voraldar- samkoma á sama stað og tíma. Ut- anfélagsmenn, sem kynnu að vilja koma, eru velkomnir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.