Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 05.12.1933, Page 5

Alþýðumaðurinn - 05.12.1933, Page 5
Aukablað 5. Des. 1933. ALf»ÝÐUMAÐURINN 5 Skæðadrífa. Frá istefnunni<. Af ráðstefnu »kommanna« um fyrri helgi berast ýmsar góðar sög- ur. Hér er ein*' Björn Grímsson fulltrúi SjómarkHLjfélags Norðurlandsi bar fram kveinstafi mikla á »stefn- unni« yfir því, að sjómenn hér nyrðra vildu ekki þýðast fyrirsjá hans í dauða félaginu. Hefði hann eftir ítrekaða baráttu, komist það hæst, að ná saman 14 á fund. Hefðu þeir, sem mættu, verið þessir: Björn Grímsson, form. Sjómfél. Björn Grímsson, ritari Sjómfél- Björn Grímsson, gjaldk. Sjómfél. Björn Grímsson, fulltr. Sjómfél. Björn Grímsson, stjórnandi Söltunarfél. Björn Grímsson, ritari Verkamfél. Björn Ga'msson, varar. V. S. N. B örn Grímsson, fulltrúaráðsm. Björn Grímsson, kauptaxtanefnd Sjómfél. Björn Grímsson, fyrv- kaupm. Björn Grímsson, kennari Björn Grímsson, kosningasmaíi E.O. Björn Grímsson, samfylkingarm. Björn Grímsson, á opinberu fram- færi Sig'ufjarðar. Lét B.G. svo um mælt, að hann væri mjög að þreyt- ast við þetta strit. Hjalti Árnason er maður nefndur, Hann er frægur fyrir það, að fyrir nokkru mætti hann á alheirnsþingi sjómanna í Hamborg. sem fulltrúi íslenskra sjómanna, en hafði auð- vitað ekki umboð frá einum einasta íslenskum sjómanni. Á þingi þessu sagði Hjalti að kjör íslenskra sjó- manna væru svo góð, sem þau eru, af því að kommúnistar hefðu alltaf ráðið málum þeirra, og réðu enn!!. Hjalti þessi var staddur á stefnunni sem fulltrúi »Samfylkingar sjómanna í Reykjavík* en í þeirri samfylk- ingu eru engir siómenn. Er B. G hafði lokið ræðu sinni, reis upp Hjalti þessi og bað B. G. að ör- vænta ekki. Samfylkingin í Rvík væri e'nmitt mjög hliðstæð félagi þeirra Grímssonanna, og svoleiðis ættu sjómannafélög að vera. »Sjó- mannafélag Reykjavíkur* væri ekkert sjómannafélag, því í því væru yfir 1300 sjómenn, en svoleiðis ættu sjó- mannafélög ekki að vera. Var ræðu Hjalta tekið með ódæma fögnuði á »stefnunni«, og héltPorst. Þorsteins- son eina af sínum hjartnæmustu ræðum f tilefni af þessu og kvaðst vænta mikils í framtíðinni af þeim Björnunum og samfylkingu þeirra. Tók »stefnan« undir það með lófa- taki. — Snúa baki við Aiþýðusam bandinu. »Verkam « segir nýlega að nú séu verklýðsfélögin á norðurlandi »hvert af öðru« að snúa bakinu við Al- þýðusambandinu »vegna svika krata- broddanna«. Pví til sönnunnar segir blaðið frá því að félagið á Blöndu- ósi hafi sótt um inngöngu i V.S.N. Pað eru engir smáræðis »sigrar« sem V.S.N. hefir unnið hér vestur undan undanfarið, og verða sjálf- sagt að sama skapi langgæðir. Á Hvammstanga náðu »kommar« stjórninni í félaginu, en höfðu ekki bolmagn til að sprengja félagið út úr Alþýðusambandinu, eða koma fulltrúum á »Stefnuna hér á Akur- eyri«. Á fámennum fundi á Blöndu- ósi fengu »kommar« samþykkta inngöngubeiðni í V.S.N. með 15 atkv. gegn 14. Á Sauðárkróki — þar eru yfir 100 manns í félaginu — var samþykkt með 10 atkv. gegn 9 að senda menn á »stefnuna«. Það er von að »Verkam.« sé boru- brattur yfir »sigrunum«, Verðlaunitt. Verkamaðurinn segir frá því, að styrkur bæjarins til félaganna hér sé »verðfaun fyrir að svlkja í stétta- baráttunni og sundra samtökum verkamanna.* — Porsteinn, fulltrúi sprengingakommúnistanna í bæjar- stjórn, virðist hafa sama skilning á þessu og Verkam., því hann heimt- aði 600 króna slyrk af bænum handa sínu verkamannafélagi og 500 kr. handa félagi Elísabetar, en greiddi einn allra bæjarfulltiúa atkv. á móti styrk til Verklýðsfélags Ak- ureyrar. yHávaði og áflog í Verklýðs- húsinu.« f Einhver B..... segir frá því í Verkam, að það sé *hávaði ogáflog í Verklýðshúsinu« á böllum þeim, sem Elísabet og Porsteinn standa fyrir þar. Miklar Ijómandi samkom- ur eru það, sem B ið er þarna að lýsa þar, sem >hávaði og áflog* er aðal skemtunin. Það er einnig kunnugt að lögreglustjóri hefirgert sérstakar ráðstafanir í sambandi við »hávaðann og áflogin« á þessum skemmtisamkomum Elísabetar og Þorsteins, og hafa stundum þrír lögreglubjónar í einu haft eftitlit með þessum nýmóðins skemti- atriðum, sem B ið skýrir frá. Pótt öll lögreela bæjarins hafi á þennan hátt verið kvödd til starfa, hafa lausir munir í námunda við húsið verið brotnir, svo sem stigar, og rúðubrot framin þar sem við hefir þótt eiga, flöskur og glös, heilt og brotið, legið kringum samkomu- staðinn, og ælur úr þátttakendum prýtt vettvang eftir skemtinæturnar. Tilhæfulaus lýgi er það, sem saursnepill kommúnista segir að Edingur Friðjónsson hafi greitt atkvæði á móti því á síðasta bæjarstjórnarfundi, að *farið yrði ftam á hœkkaðan atvinnubótastyrk «. Engin tillaga lá fyrir fundinum um slíkt, og gat því hvorki komið þar til greina með eða mótatkvæði. - En hins má geta, að Þorsteinn Porsteinsson, málpípa kommúnista, hagaði sér svo bjánalega á fundin- um, að ætla að koma inn á fjár- hagsáætlun bæjarins ímynduðum tekjum, sem hann kallaði styrk til atvinnubóta, og kemst hann þar jafn langt og þeir allra sparsöm- ustu í aftuihaldsliði bæjarins, sem mjög eru þekktir að því að búa til tekjur á pappírnum, sem aldrei koma í bæjarkassann, til þess eins að losna við að leggja útsvör á gialdþegnana og hlífa eigin pyngju. — En bæjarfulltrúunum ofbauð svo þessi íhaldsvitleysa Þorsteins, að allir greiddu atkvæði á móti henni

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.