Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.08.1936, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 11.08.1936, Blaðsíða 4
4 alÞýðumaðurinn í tíma. Undanlarið hefir það reynst svo, að þegar atvinnuleysi verkamanna hér í bænum hefir verið sro áber- andi mikið að bæiarstjórnin hefir ekki getað horft á aðgerðalaus, hefir meiri hluta þess tíma, sem vinna þurfti að fara fram á, ef hún átti að koma verkamönnum að gagni, gengið í bollaleggingar um það hvað ætti að vinna og hvar. T. d. var það svo sl. haust, að meðan tíðin var góð, var ráðslagað aftur og íram um það hvar ætti að fram- kvæma atvinnubótavinnuna. þar til veðráttan spi’tist og ekkert var hægt að aðhafast. Nú í sumar gengur fjöldi verka- manna hér í bænum atvinnulaus að heita má. Um reytingsvinnu, stund og stund úr degi, er aðeins að ræða. Það er vitað að eitthvað verður að gera að gagni fyrir þessa menn og fl. nú í haust ef ekki á að farft illa. En hvað á að gera? Væri nokkuð úr vegi fyrir bæjarstjórnina að fara að athuga það nú þegar og ákveöa, svo haustið, sem vinnan verður að framkvæmast á, gangi ekki allt í undirbúning. Þessu er slegið hér fram til að minna á að tíminn líöur stanslaust, þótt bæjarstjórinn sofi og bæjar- stjórnin dotti. Máske verður þó betur ytt við þessum framkvæmdaöflum bæjarins í næsta blaði. Hitt og þetta. »Verka.ri.« var nýskeð að þakka kommmúnistum það, að Síldarsölt- un Verklýðsfélags Akureyrar greiðir 1 krónu fyrir verkun sattsíldartunnu í stað 95 aura, sem taxtinn ákveð- ur. Verkam. skal sagt það, að þessu er ekki þannig farið. Stjórn Verklýðsfélagsins ákvað, ótilkvödd og ósmituð af öllum kommúnistum eða klíkufélögum þeirra, þessa igreiðslu ofan við taxtann, bæði af þvf að þetta var vel séð af fé- lagskonunum og hægra í meðferð en ákvæði taxtans hér að lútandi. Verkam. og allir ritarar hans mega slá því föstu, í eitt skifti fyrir öll, að þeir og verk þeirra verða hvergi tekin til fyrirmyndar. Ritstjóri »ísl.« gengur í sínum fögru nasistadraumum annað slagið, og þá einkum þegar búið er að króa hann svo af á ritvellinum að hann má sig hvergi hræra, en þetta kemur ekki ósjaldan fyrir. Tekur hann þá til að tala upp úr draum- um sínum um þörfina til að gera andstæðingana >óskaðlega< taka þá •réttum tökum*. »mýla« þá, o. s. frv. — Allt eru þetta orðatiltæki úr skrifum þýsku nasistanna, þegar þeir voru að vinna sig upp, en við þá og sögu þeirra dvelur nú allur hugur íhaldsins, sem finnur að alltaf sópast utan af því fylgið með þjóðinni. Atvinnuleysi er nú mikið í Rvík, þrátt fyrir það að svo að segja allar fleytur eru á sjó. íhalds meiri hlutinn þumbast við að greiða úr vandræðum verkamanna, en ukis- stjórnin er þegar búin að leggja fram meira fé til verklegra fram- kvæmda en tiltekið er í fjárlögum, til þess að bæta úr atvinnuleysinu. Menn geta hugsað sér ástandið, hvernig það væri, ef íhaldið réði einnig í ríkisstjórninni. Rækjuverksmiðjan á ísafirði eyk- ur framleiðslu sína hröðum skref- um, og þykja rækjur iar, hin besta vara. Er eftirspurnin eftir þeim vaxandi, bæði á innlendum og er- lendum markaði. Síldarafii hefir verið nokkur á Austfjörðum undanfarið. — Verk- smiðjan á Norðfivði hefir oft ekki haft undan að bræða þá síld, sem til hennar hefir borist. Talið er að varðskipið »Pór« hafði í sumar — á rannsóknarför sinni í leit eftir nýjum fiskimiðum — fund- ið góð karfamið fyrir Austurlandi. Sé [svo, sem vonandi er, mun þarna skapast ný atvinnugrein fyrir Austfirðinga og nægilegt verkefni fyrlr verksmiðjurnar á Norðfirði og Seyðisfirði, en verið er nú að byggja nýja verksmiðju á síðartalda staðnum og á hún að verða full- gerð í haust. Úr bæ og bygð. Útvarpið. í kvöld fiytur Þórhallur Porgilsson áframhald af erindi þvl er hann flutti í síðustu viku. Annað kvöld talar Pétur G. Guðmundssou um samgönguleið til Borgarfjaröar. Á Fimtudaginn talar Óskar garðyrkju- fræðingur Vilhjálmsson um jurtasjúk- dóma. Á Föstudaginn flytur Björn Sigfússon erindi um Sigurð slembi- djákn og Sverri prest. Og á Laug- ardagskvöldið verður lesið upp úr bréfum Tómasar Sæmundssonar, Alþj’ðumaðurinn vill enn skora á fólk að útvega sér alþýðutrygginga- lögin og kynna sér þau vel. Þau eru að koma út í Alþýðublaðinu og þaö fæst á afgreiðslu Alþýðumanns- ins. Um he'gina var síldveiðin orðin yfir 900 þús. hl. í bræðslu og 143,420 tunnur i salt, Á sama tíroa í fyrra var bræðslusíldin rösklega 500 þús. hl. og saltsíldin 29 þús. Litil sild hefir veiðst síðustu daga. Síldarútflutningsnefnd hefir upphafið takmarkanir á verkun matésíldar af hverju skipi og hækkað veiðileyfi þeirra með því skilyrði að þau mat- éssalti helming veiðinnar eða meira. Línuveiðarann »0rninn« frá Hafn- arfirði vantar. Eru menn hræddir um að skipið hafi farist á Laugar- daginn, en þá var hvasst og vond- ur sjór fyrir Norðurlandi Nýjar Kartöflur fást í Kaupfél. Verkamanna.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.