Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 23.03.1937, Side 2

Alþýðumaðurinn - 23.03.1937, Side 2
2 ALPYrHMHfJUKlNN Við máishöfðun Útvegsbankans á hendur Kveldúlfi hefir skapast nýtt viðhorf í þessu máli, þannig, að þrátt fyiir augljósan vilja banka- stjórnar Lanksbankans til þess að láta skuldir Kveldúlfs drasla áfram, getur það nú ekki gengið lengur. Landsbankinn er sem kunnugt er langstærsti lánardrottinn Kveldúlfs. Vilji hann ekki láta hina smærri kröfuhafa, innlenda og erlenda, sefja Kveldúlf á höfuðið, verður hann að gera annað tveggja, að lána honum hátt á aðra miljón í viðbót við hinar fimm til að inn- leysa kröfurnar, eða beita kúgunar- valdi því, sem hann sem seðla- banki getur haft yfir Útvegsbank- anum, til þess að stöðva mála- ferlin. — Vegna þess að stjórn lands- bankans veit að Kveldúlfur þarf ný stórlán til þess að sukkið geti haldið áfram, hefir nú orðið sam- komulag milli hennar og Thors- bræðra um að leggja fram nýtt til- boð, sem þó er ekki annað en Korpúlfsstaðatiiboðiö* í nýrri mynd. Tilboðið er að vísu ekki komið fram skriflegt ennþá, en hefir verið lagt fyrir munnlega og er þannig: Landsbankinn sjái um það, að aðrir kröfuhafar gangi ekki að fyrir- tækinu og láti taka það til gjald- þrotameðferðar. Landsbankinn leggi vexti af skuldum Kveldúlfs fyrir árið 1936 við hinar eldri skuldir hans og krefji hann ekki fyrirfram um vexti af skuldunum fyrir árið 1937. Landsbankinn sjái Kveidúlfi fyrir nýjum reksturslánum á þessu ári, sem samkvæmt tapinu 1936 myndi verða ný skuldaaukning, er næmi minnst 400 til 500 þús. kr. Landsbankinn leggi fram nýtt lán til byggingar væntanlegrar sfldarverksmiðju á Hjalteyri, það sem þarf til að fullgera verksmiðj- una, minnst 100,000 til 200,000 krónur, eða annað það, sem hún kynni að fara fram úr áætlun. Landsbankinn leyfi að Hjalteyrar- elgnin, sem er að fasteignamati •Frá KorpóffsstaðatilboðiBu var sagt hér i blaðinu fyrir skðmmu. erl07 þús. kr., en Kveldúlfur telur sér 240 þús. kr. virði, verði tekin út úr eignum Kveldúlfs og veðsett erlendum banka. Landsbankinn leyfi að togarinn Egill Skallagrímsson, sem Kveld- úlfur mun telja sér yfir 250 þús. kr. virði, vetði einnig veðsettur hinum erlenda banka. Landsbankinn láti erlendan banka fá þriðja veðrétt í væntanlegri síld- arverksmiðju fyrir gömlum óveð- tryggðum skuldum Kveldúlfs við þennan banka, á eftir fyrsta veð- rétti sama banka fyrir nýju láni að upphæð 900 þús. kr. og öðrum veðrétti Landsbankans. Með þessu móti getur skulda- aukning Kveldúlfs við Landsbank- ann orðið sem hér segir: Skuld við Utvegsbankann, sem Landsbankinn yfirtekur með vöxtum 1 miljón, vextir af skuldum Kveldúlfs við Lands- bankann 1936 300 þús., vextir 1937 400 þús., nýtt rekstrar- tap samkvæmt tapinu 1936 400 þús. Alls tvær tniljónir og eitt hundrað þúsund kr. En það fylgir tilboði Kveld- úlfs að hann einn allra fyrir- tækja í landinu greiði aðeins 5 prósent pr. a. af skuldum sínum hvað svo sem forvextir bankans til annara verði á- kveðnir. Með þessari skuldaaukningu yrðu skuldir Kveldúlfs við Landsbankann einan orðnar sjö miljónir króna í árslokin 1937 þó ekki sé gert ráð fyrir nein- um óeðlilegum töpum á Kveld- úlfs vísu, né heldur fjárdrætti út úr félaginu. Til þess að tryggja alla þessa voðalegu skuldasúpu býður Kveld- úlfur fram sem veð eftirfarandi eignir Thor Jensen, sem eru sam- kvæmt núverandi fasteignamati taldar: Korpúlfsstaðir kr. 303.000 Haffjarðará og jarðir — 54.000 Melshús á Seltj.n. — 45.000 jarðir á Snæfellsn. — 30.000 Lóðir í Reykjavík og Hafnarfirði — 30.000 Samtals kr. 462.000 Petta eru tryggingarnar, sem síð- asti «íslendingur« kallar »hinar glæsilegustu tryggingar<!!!, en allir kunnugir vita að eru miklu minna virði en hér er áætlað, enda myndi Thor Jensen varla fara aó kasta þeim í gjaldþrota fyrirtæki, ef hann teldi þær mikils virði. En með þessu boði er gerð til- raun til að fleyta fyrirtækinu yfir þetta ár. Gefa bankasljórninni á- tyllu til að viðhaida sama svindlinu áfram, en bara í enn stærri stíl. — Tilgangur forstjóra Kveldúlfs og Sjálfstæðisflokksins — það er að segja miðstjórnar hans — er mark- viss og ákveöinn. — Á öndverðu næsta ári eiga að fara fram kosn- ingar. — Það er vitanlegt allri þjóðinni, að þeir ætla sér nú að komast til valda og munu ekki spara neitt fé, sem þeir kunna að komaat yfir úr þjóðbanka íslands, til að ná þvf áformi sínu og nota þau völd til að svifta meiri hluta þjóðarinnar frelsi og mannréttindum. Að þessu ætlar þjóðbankinn að styðja með því að veiía Kveldúlfi ný miljóna- lán og bæta hneyksli á hneyksli ofan. — Vinni Sjálfsfæðisflokkurinn næstu kosningar er allt í Iagi. Þá telja þeir Thorsararnir sér tryggt ein- ræði, jafnt í bankamálunum, sem öðru, en tapi þeir kosningunum, er ekkert erfiðara að yfirgefa fleyt- una, þó hún hafi sjö miljónir inn- anborðs, en nú með þær 5 miij.f sem eru í sukki í Landsbankanum. Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn geta sameinaðir komið í veg fyrir þenna pólitfska glæp, en næstu dagar munu leiða það í Ijós, hvort Framsóknarflokkurinn er svo langt leiddur af öflum innan hans, sem vilja svíkja hans yfir- lýstu stefnu og hugsjónir, að hann gangi f samábyrgð með svartasta

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.