Alþýðumaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumaðurinn - 23.03.1937, Qupperneq 3

Alþýðumaðurinn - 23.03.1937, Qupperneq 3
ALPYÐUMAÐURINN 3 íhaldinu í landinu um þann mesta pólitíska glæp og stærsta fjármála- hneyksli, sem framið hefir verið á íslandi. Og því miður virðist svo, sem hluti af Framsóknarflokknum standi nú í hinu furðulegasta makki við þá Thorsarana. — Sögur ganga um það að semja eigi upp á þær spítur, að Framsókn styðji Kveid- ú!f, en Sjálfstæðið lofi henni hiut- leysi til næsfu kosninga, eftir sam- vinnuslit milli Alþýðufl. og Fram- sóknar, og gangi ekki til næstu kosninga í bandalagi við Bænda- flokkinn. Pótt þetta sé ekki trúlegt, mun þetta hafa síast út úr her- búðum Sjálfstæðisins, en endaði þetta á þenna hátt, ynnu þeir Thorsarar ívöfaldan sigur ímálinu. Fengju áfram að vaða í sparifé al- mennings og nota það sér og Sjálfstæðisflokknum til pólitísks framdráttar, og drægju Framsóknar- flokkinn inn í hneykslismálið og gerðu hann ábyrgan fyrir þeim stærsta fjármálaglæp sem framinn hefir verið á íslandi, en það þýðir ósigur Framsóknarflokksins við nœstu kosningar, sem skapaði aftur sigur Sjálfstæðisflokksins; eða þann- ig reikna sjálfstæðismenn dæmið til enda. Megin þorri landsmanna til sjávar og sveita fylgir Alþýðuflokknum í þessu máli. Uppgjör svindilfyrir- tækja eins og Kveldúlfs var skýlaus krafa síðasta Alþýðusambandsþings. Pað mátti Hka heita að svo væri á Framsóknarflokksþinginu, sem ný- búið er að halda í Reykjavík, þó afturhaldsöflunum innan flokksins tækist að þagga hana niður, með lodinni ályktun í málinu, Á þing- málafundum út um allt land hafa Jafnaðarmenn, Framsóknarmenn og Sjálfstæðisflokksmenn í alþýðustétt, staðið hlið við hlið um þessar kröfur. Hvernig á það líka öðruvísi áð vera? Hví skyldu bændur og verka- menn, sem berjast um alla æfi fýrir einföldustu lífsframfærslu og stritast við til síðasta skildings að hver fái sitt, eins og heilbrigð viðskifti krefjast, láta það svo afskifta- Pað tilkynnist vinum og vandamönnum, að húsfrú Helga Halldórsdóttir frá Sandi andaðist að heimili sínu, Glerárgötu 3, í morgun, Jarðarförin verður auglýst síðar. AÐSTANDENUR. laust að farið sé með fé þjóðar- innar eins og Kveldúlfur hefir gert? Er nokkur skynsamleg ástæða til að ætla að fólkið, sem lifir við Iélegan húsakost og aldrei fær tæki- færi til að »Iétta sér upp«, telji það forsvaranlega meðferð á þjóðarfé, að búa í »villum«, sem reikna verð- ur að þurfi að skila 10 þús. króna leigu á ári, ef svara eiga bygging- arverði, og lifa í fagnaði annað- hvert ár á dýrustu. hótelum eriend- is? Hví skyldu mennirnir; sem neitað er um 100 króna víxil í banka, þó þeim liggi lífið á, telja það forsvaranlegt af valdhöfum sömu bankastofnana, að láta mestu eyðsluklær þjóðarinnar komast upp með það, að láta miljónaskuldir sínar liggjs í óreiðu í bönkunum og greiða ekki af þeim lögákveðna vexti? Hví skyldu smáútgerðar- mennirnir, sem neitað er um rekst- ursfé, telja það forsvaranlegt að láta stórútgerðarfélögin komast upp með það að grsiða ekki vexti af því fé, sem þeim hefir verið lánað, en myndu nægja smáútgerðinni til framdráttar í meðal ári? Og hví skyldi allur almenningur, sem undanfarin ár hefir stunið undir drápsklifjunum, sem íslands Banka- svindið á sínum tíma lagði á þjóð- ina, ekki krefjast þess að slfkt end- urtaki sig ekki framvegis? Jú, meg- inhlut' þjóðarinnar krefst þess með Alþýðuflokknum að óreiðufélögin verði geið upp, og fjárglæpamenn- irnir látnir sæta ábyrgð gjörða sinna. Hann tekur undir með formanni Framsóknarflokksins; •Æfintýri Jensenssona er orðið of dýrt fyrir almenning í landinu. Leikur þessara dýrmætustu Dana, seth komið hafa til íslands í 600 ár, eins og Bjarni Benediktsson segir, verður að enda eihs og hið Iijartans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við jarðarför stjúpmóð- ur miunar, HaUdóru Jónsdóttur. Einnig þakka ég öllum þeim, er sýndu henni samúð og hjálp, í hin- um löngu veikindurrt hennar. fakob StefdnssoHi Faðir minn, Sofonías Davíðsson, sem andaðist þann 19. þ. m. verð- ur jarðsunginn Triðjudaginn 30. Mars. Jarðarförin hefst frá heimili okkar, Brekkugötu 7 kl. 1 með bæn og söng. I.íkræða verður í kirkjunni. Kransar afbeðnir. Soffia Sófoniasdóttir: aldanska æfintýri í Landsbankanum, þegar þar var hreinsað til og byrj- að nýit og heiðarlegt starf*. Undir þetta getur almenningur í landinu tekið, ef athafnir fylgja orðunutr.. Sjálfstæðisflokkurinn þarf því ekki að hugsa sér að vinna næstu kosn- ingar á málefnum flokksins. Hann getur aðeins unnið með því að ausa óhemju fé í kosningarnar og lokka Framsóknarflokkinn til að fremja pólitíkst morð á sjálfum sér, með því að gerast samsekur í Kveldúlfssvindlinu. Að sögn er unnið kappsamlega að þessu þessa dagana. Og hamingja þjóðarinnar veltur á því, að formaður Framsókn- arflokksins standi við orð sín og framkvæmi vilja almennings, en láti ekki kúgast af íhaldsöflum flokksins. Prenlemiðja Bjöms Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.