Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.03.1940, Qupperneq 3

Alþýðumaðurinn - 26.03.1940, Qupperneq 3
ALPÝÐUMAÐURIN N 3 Hversvegna þegja þeir? Fyrir nokkru var hér í blaðinu rætt um hættuna, sem þjóðinni stafaði af fasismanum, sérstaklega nú á niðurlægingartíma kommún- ismans. Þá var, meðal annars, bent á félagsskap Brynleifs Tobíassonar, sem sýnilegan ávöxt af starfsemi fasista (nasista) hér í bænum. Síðan hafa þau tíðindi gerst, að Brynleifur hefir rokið úr Stúdentafélagi Akur- eyrar vegna átaka um þessi mál innan félagsins, sem innsiglar þjón- ustu hans við fasisrnann. Blöð Framsóknar-og Sjálfstæðis- ins hér á staðnum hafa — í árásum sínum á kommúnista — látið svo sem þau væru andvíg öígastefnum f þjóðmálurn- En hversvegna þegja þau þá um Brynleifsfélagið? Er þeim þýska öfgastefnan eitthvað kærari en sú rússneska? Eða eru þau með þessari þögn að sanna þau ummæli Alþýðumannsins, að áhangendur fasismans innan þessara flokka séu svo margir og áhrifa- miklir, að blöð flokkanna séu múl- bundin þegar um >öfgastefnuna< úr suðri er að ræða? Vonandi svara þau nú? sama skíðafólks, sem, með betri þjálfun, getur náð framförum til móts við skíðafólk annara héraða. Að því ber því að stefna, þó höf- uðtilgangur skíðaíþróttarinnar sé að lokka fólkið til heilsusamlegrar úti- vistar og líkamsstælingar. Að endingu vill blaðið þakka að- komufólkinu fyrir komuna. Lands- mótið er sérstakur viðburður í lífi bæjarbúa, sem hin mikla aðsókn sýndi svo Ijóslega. íþróttafólkið, í hinum smekklegu einkennisbúning- um, setti sinn svip á bæinn dagana, sem mótið slóð. Frá því andaði hressandi blæ æsku og heilbrigði, djörfungar og daða. Slík æfintýr skilja eftir bjartar minningar og hlýjar. Er kommúnisminn að verða óskaðlegur? Máske finnst blöðum áðurnefndra flokka kommúnisminn vera að verða óskaðlegur. Endalok harm- leiksins í Finnlandi hafa flett ofan af samvinnu Rússa og Pjóðverja í þeim málum. Héðinn Valdimarsson hefir nýlega Ijóstrað því upp, að »Þjóðviljinn« sé styrktur með 900 krónum á mánuði af nasisturn, enda hafa kommúnistablöðin ekki birt eitt hnjóðsyrði í garð fasismans nú um hart nær tveggja mánaða skeið. Máske fer það svo, að »Dagur« og »ísl.« fari nú að spara sér gífuryrð- in í garð kommúuistaskammanna líka? Verkamaönr ritar. Eitt sinn stafaði miklum ljóma af róssnesku öregabyltingunni. Nú er allt öðru máli aö gegna. Ofsóknarbriálað- ur einræðisherra hefir látið drepa alla jhelstu foringja byltingarinnar. Leynilögreglan rússneska, sem er ekkert annað en viljalaust verkfæri í höndum harðstjórans, hefir ekki látið sitt eftir liggja aö brennimerkja þá, sem glæpamenn og svikara af verstu tegund. Ljóminn af Stalin- Rússlandi er dvínaður, eins og dags- ljós fyrir sorta hinnar miklu nætur í austri. Kyndlar frelsis, mannúðar og réttlætis lýsa þaðan ekki lengur. Stalins-verkin tala. Fyrst hinar blóð- ugu ofsóknir gegn helstu sósialist- unum, frömuðum byltingarinnar, mönnunum, sem eyddu æsku sinni og manndómsárum i Siberíu og fangelsum keisaratimanna. — og síðan hin líkum stráða landvinninga- braut »hins mikla föðurs* yfir hvert hlutlaust smáríkið af öðru, orsaka viðbjóð og örvæntingu í þugum heilbrigt hugsandi verkamanna og sócialista. Peir eru hættir að líta til Rússlands sem forusturíkis frels- isins, — hættir að trúa J>ví, að frelsi, réttlæti og mannúð skapist við skilyrði þess stjórnarfars, er þar ríkir. Pað er því eölilegt að verkalýður Vesturlanda snúi bakinu við stefn- um og starfsaðferðum þeim, setn fyrirskipaðar eru frá Rússlandi. Samtök verkamanna, þjóðlífiö allt er í hættu. Paö er engin furða þó að (slenskir alþýðumenn vilji nú ráða sínum málum sjálfir og frábiðji sér öll afskipti þeirra umskiftinga, sem trúa blint á kenningarsetningar Stal- ins, þó þær fjarlægist allt, sem heit- ir sócialismi. Pví undarJegra er að enn skuli vera til hér menn, sem vilja Ihalda uppi forsvari vilíimennskunnar frá Rússlandi, einmitt í sama mund og hún hefir hafið feigðargöngu sína, og verklýðssinnar fjarlægjast hana hvar- vetna um heim. En svona er það samt. Og málgagn, eins og »Verka- maöurinn*, gengur nú mörgum skrefum framar, en nokkru sinni fyr, í því að verja stjórnaríarið og pólitíska hermdarverka planið í Rúss- landi. Hvort stafar ógæfa þessara manna af því, að þeir séu samþykkír villimennskunni af hug og hjarta, eða hinu, að þeir séu orðnir svo flæktir og fjötraðir inn í ógnarvefi Stalins, að þeir geti hvorki né þori, þegar að því kemur, að varpa af sér skoðanakúguninni? Verkamaður. Jorð heitir tímarit, sem hóf göngu sína f sl. mánuöi. Fyrsta hefti þess hefir blaðinu borist, 64 blaðsíða rit, fjöl- breytt að efni og prýtt góðum mynd- um. Auk ritstjórans, síra Björns O, Björnssonar, rita í þetta hefti Gunnar Gunnarsson, Guöm. frá Miðdal, Sig. Nordal, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Guðbrandur Jónsson og Tómas Guð- mundsson. Fyrir fasta áskrifendur á árgangurinn að kosta 12 krónur, en lausaverð hvers hefti er kr. 1,50. Eitt hefti í hverjum mánuði. Allt með Eimskip!

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.