Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.04.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 04.04.1945, Blaðsíða 1
ALÞÝBlfMAÐURINN XV. arg. Herra Sveinn Björns- son verður forseti Islands næstu 4 ár. ENGINN STJÓRNMÁLA- FLOKKANNA BÝÐUR FRAM Á MÓTI HONUM. Vegna eindreginna tilmæla hefir núverandi forseti tslands lýst því yfir, að hann gefi kost á sér við forsetakosningarnar, sem fram eiga að fara 24. Júní n. k. Hafa þrír stjórnmálaflokk- amir lýst sig stuðningsflokka \ hans við forsetakjörið. Eru það ¦ Alþýðuflokkurinn, Framsóknar- ; flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn. Kommúnistaflokkwinn sem kallar sig sósialistaflokk lýsir því yfir að hann bjóði ekki fram á móti núverandi forseta. Það leikur því enginn vafi á að hr. Sveinn Björnsson, núver- andi forseti Islands, verður sjálfkjörinn forseti í þetta sinn, og gildir það kjör næstu fjögur ár. Mun þetta vekja almennan f'ógnuð með þjóðinni. Sextugur er í dag Sig. Ein. Hlíðar, yfir- dýralæknir og alþingismaður Ak- ureyrar. A Iþýðumaðurinn kemur út í þetta sinn degi síðar en venjulega, vegna Páskahelgar- innar. Miðvikudaginn 4. Apríl 1945 14. tbl. HUGULSEMI. Skólastjóri Flensborgarskólans, Benedikt Tómasson, hefir gengist fyrir fjársöfnun í skólanum, til styrktar því skólafólki, sem missti allt siít í Gullfoss-brunanum um daginn. Verður þetta máske til þess að fleiri skólar komi á eftir. Alt Heidelberg eða Gamli Heidelberg, eins og það er nú kallað, hefir verið sýnd- ur við sívaxandi aðsókn undanfar- ið. Þykir meðferð leiksins prýðis- góð og Geysi og L. A. til sóma. Að- eins fáar sýningar eftir. Kir k j uhl j ómleika hélt Kirkjukór Akureyrar á Páska- dagskvöldið. Söngstjóri var Jakob Tryggvason og lék hann einnig tvær orgelsólóar á kirkjuorgelið, sem einn þátt hljómleikanna. Undirleik söngsins annaðist As- kell Jónsson. A söngskránni voru 12 lög. 3 eftir ísl. höfunda og 9 eftir er- lenda. Aðsókn var góð, en um hug og hrifni áheyrendanna verður ekkert ráðið þar sem sá óviðeig- andi óvani fylgir kirkjuhljómleik- um, að áheyrendum er varnað að lýsa gleði sinni, og þakklœti til þeirra sem skemmta, með lófataki. Verður þó vart sannað að samstillt lófatak sé Ifótara eða síður við- eigandi, en. hinn alræmdi kirkju- hósti og tóbakssnýtur, sem skipa háan sess í kirkjum landsins. En Kirkjukórnum ber að þakka skemmtunina, og það starf, sem söngstjóri hans og kórfélagar leggja á sig í þágu söngmenningar- innar í bænum. Hafi kórinn þökk kirkjugesta fyrir kvöldið. AÐALFUNDUR Verklýðsfél. Akureyrar verður haldinn í Verslunarmanna- húsinu (efri hæðj Sunnudaginn 8. þ. m. og hefst kl. 2 síðdegis. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Útgerðarmál. 3. Onnur félagsmál. Félagsmenn og konur fjölmennið! Akureyri 3. Apríl 1945 Félagsstjórnin. Alþýðuflok-ksfélag Akureyrar heldur fund í Verslunarmannafél.- húsinu — uppi — Föstudaginn 6. Apríl 1945, kl. 8,30 síðd. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Starfsskrá félagsins. 3. Utgerðarmálin. 4. Orðið er laust. Fastlega skorað á félagsfólkið að mæta stundvíslega. Stjórnin.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.