Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.05.1945, Page 4

Alþýðumaðurinn - 23.05.1945, Page 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Miðvikudaginn 23. Maí 1945 TILKYNNING um bifretöaskoðun: i SkoSun bifreiða fer nú fram daglega við lögregluvarðstofuna á Ak- areyri samkvæmt áSur auglýstri skrá. Er hér meS lagt fyrir þá bílaeigendur, som vanrækt hafa að koma á tilsettum tíma, aS koma nú þegar með bíla sína til skoðunar. Enn- 'fremur eru þeir bílaeigendur, sem eigi er enn komið að á skránni, á- minntir um að koma á tilsettum tíma. Vanræki menn þetta, verða þeir látnir sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Akureyri, 16. maí 1945 0 Bæjarfógeti. Aðvörun. Fjáreigendur á Akureyri eru hér með alvarlega minntir á, að það er stranglega bannað að láta fé ganga laust innanbæjar. Sama gildir um annan kvikfénað, svo sem kýr og hesta. — Skemmdir þær, sem slíkar gæzlulausar skepnur valda, verða eigendur að greiða auk sekta, sb. VII. kafla lögreglusam- þykktar kappstaðarins. Akureyri, 16. maí 1945. BÆJ ARSTJÓRI fTlTi It fÍlXI ft"ii Drekkið Valash .1 L- \. • • Verksmiðjan ábyrgist, að þessi drykkur iniiiheldur helmingi meira af C-bætiefní en sumarmjólk, eða 40 mg. í lítra. EFNAGERÐ AKUREYRAR h.f. Síldarstúlkur Viljum ráða 60—70 stúlkur til síldarsöltunar í sumar á sölt- unarstöð félagsins á Oddeyrartanga. Stúlkur, sem unnið hafa hjá félaginu sitja fyrir. Komið og skrifið ykkur á lista sem allra fyrst hjá Antoni Ásgrímssyni, Fjólugötu 8. Akureyrj, 22. maí 1945 H.f. „SÍLD“. S T 0 F N F U N D U R fyrir Útgerðarfélag í Akureyrarbæ > verður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins laugardag- inn 26. þ. m. kl. 8,30 e. h. Skorað er á alla, sem skrifað hafa sig fyrir hlutafé og aðra, sem gerast vilja hluthafar, að mæta á fundinum. Dagskrá: 1. Lagður fram stofnsamningur til samþykktar. 2. Lagt fram frumvarp að lögum fyrir félagið til samþykktar. 3. Kosin bráðabirgðastjórn. F. h. framkvæmdaráðsins Helgi Pálsson. Danska sýningin, „Barátta Dana“ er opin daglega frá kl. 15—22 e, h- í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Allir, sem hafa áhuga fyrir að kynnast baráttu smáþjóðar í þeim hildarleik, sem nú er vonandi til lykta leiddur, ættu að nota þetta sérstaka tækifæri. Ollum ágóða af sýningunni verður varið til fatakaupa fyrir klæðlítil börn í Danmörku. BOLUSETNING Frumbólusetning barna á aldr- inum 2—8 ára og endurbólu- setning barna á aldrinum 12— 14 ára, fer fram í Barnaskóla Akureyrar Föstudaginn 25. maí kl. 2 e. h. -— Börn, sem hafa ver- ið frumbólusett áður með full- um árangri þurfa ekki að mæta til frumbólusetningar aftur, og það sama er að segja um börn, er hafa verið endurbólusett með fullum árangri. HÉRAÐSLÆKNIRINN. ER TIL VIÐTALS klukkan 1—2 eftir hádegi í Skipagötu 3. Sími 497. E. B. Malmquist TIL SÖLU eitt dragnótaspil, 2 dragnæt- ur ásamt 360 föðmum af köðlum. Allt í góðu standi. Upplýsingar í síma 196, Ak- J \ ureyri. Gasvélar nýkomnar Kaupfél. Verkamanna Gagnfræðingum gaf illa Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, fóru brottskráðir gagn- fræðingar frá G. A. í skémmti- ferð vestur á Snæfellsnes þegar að skólauppsögn lokinni. Fór skólastjóri Þorsteinn M. Jóns- son með þessa nemendur sína í ferðalagið, en auk hans voru einnig 5 kennarar með í förinni (í síðasta blaði Alþm. stóð, að Bragi Sigurjónsson hefÖi verið fararstjóri og var það á misskiln ingi byggtý. Ferðin átti að standa þrjá daga, en stóð í fimm, sökum veðurvonsku og ófærðar. Sat ferðafólkið „innifennt“ tvær nætur í Stykkishólmi, en naut þar hins besta atlætis. Eftir mik- inn snjómokstur á Kerlingar- skarði tókst á þriðja degi að brjótast suður yfir nesið, og síð- an var ekið eins og leiðir lágu heimleiðis, en engin tök voru á að skoða landið í ferðinni sök- um veðurs. Þrátt fyrir þessi ó- höpp voru ferðalangarnir hinir gunnreifustu, sungu og ortu, meðan raddbönd og andagift leyfði, og er sagt, að á annað hundrað stökur og kveðlingar hafi orðið til í förinni, og svo segja menn, að lausavísnagerð íslendinga sé útdauð orðin! — Kristján Kristjánsson bifreiða- eigandi sýndi ferðalöngunum þann rausnarskap að taka engu meira fyrir ferðina, þótt fimm daga yrði í stað þriggja.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.