Alþýðumaðurinn - 26.06.1945, Síða 2
2
ALÞÝÐUMAÐURINN
Þriðjudaginn 26. Juní 1945
Átökin í Kaupfélagi Siglfirð-
inga voru ekki á enda með það
sem sagt var frá í síðasta blaði
og kemur betur og betur í ljós
með hverjum degi sem líður, að
það er flokksforusta kommún-
ista í höfuðstaðnum, sem stend-
ur á bak við hinar fádæina að-
farir kommúnista í K. S.
Brottrekstrum úr félaginu hef
ir haldið áfram. Auk þeirra 29
fulltrúa, sem sagt var frá í síð-
asta blaði,hafa kommúnistar rek
ið 41 mann úr félaginu. Einnig
hafa þeir rekið framkvæmda-
stjóra félagsins og sett í hans
stað nýjan mann — Framsókn-
.armann — sem sýnt hefir „skiln
ing“ á nauðsyn þess, að hefja
þær framkvæmdir, sem þeir Þór
oddur og Jörgensen
að til í félaginu.
Meiri hluti hinna löglega
kosnu fulltrúa á aðalfund félags
ins, og viðurkennda af stjórn og
fyrsta aðalfundi, hafa haldið
honum áfram, kosið stjórn og
fulltrúa á aðalfund S. í. S., sem
hafa þar verið teknir gildir full-
trúar félagsins, og ráðstafað mál
um félagsins til bráðabirgða,
eftir því sem við hefir átt á því
stigi málsins.
í öðru lagi hefir kommúnista-
partíið haldið fundi í þeim
deildum, sem þeir urðu í minni-
liluta í hinum löglegu kosning-
um og hafa kosið þar nýja full-
trúa á aðalfund!! Hafa fundir
þessir verið afar illa sóttir, enda
litið á þá sem markleysu, líka af
fylgismönnum kommúnista. Síð
an hafa þeir kommar haldið
sinn aðalfund, og kváðu enn
hafa „hreingerningar“-störf í
undirbúningi enn víðtækari en
áður. Hefir Áki Jakobsson, at-
vinnumálai-áðherra komið á stað
inn til styrktar „félögunum“, lit-
ið yfir verk þeirra og séð að þau
hafa verið harla góð.
Vafalaust eiga þessi mál eft-
ir að fara til dómstólanna. Einn-
ig mun S. í. S. tilneytt að rann-
saka þau. Það er því fullvíst að
frétta er að vænta frá Siglufirði
á næstunni og mundi þó mörgum
þykja ærið nú þegar.
Gaman er að athuga skrif
kommúnistablaðanna í sam-
bandi við þessi mál. Þar gefur
að líta kommúnistafjólur eins og
„skemmdarverkamenn“, ,?breið-
fylkingu“, „fasista4 ‘ og annað
það, sem kommúnistar skreyta
mótstöðumenn sína með. Er
reynt eftir megni að breiða yfir
það, sem er undirstaðan undir
hinum fáheyrðu aðförum of-
stopamannanna í K. S. en það er
skefjalaus einræðishneigð og
pólitísk fantatök, sem kommún-
istar beita alstaðar, sem þeir
þykjast geta komið því við.
Aðfarir kommúnista á Siglu-
firði eru ekkert annað en það,
sem þeir ætla að beita alstaðar,
bæði í samvinnufélagsbreyfing-
unni og í verklýðshreyfingimni
og í verklýðsfélögunum hvar
sem þeir eiga klæki sína að
verja. Það þarf enginn að vera
svo eiijfaldur að halda að þeir
virði lýðræði, félagslög eða ein-
staklingsrétt. Einræði og hnefa-
réttur er það, sem þeir ætla sér
að beita. Og einmitt þetta er það
sem er undirstaðan undir þeirri I
samvinnu milli kommúnista og
þess hluta Sjálfstæðisflok-ksins,
sem á sínum tíma hallaðist að
nasismanum á áberandi hátt.
Sama vanda-
lálið og áður
Fyrir styrjöldina var það eilt
erfiðasta vandamálið, sem við
var að glíma á atvinnumálasvið-
um, að fá atvinnu fyrir unglings-
pilta frá 15—18 ára aldurs. Or-
sakir til þessa hafa oft áður ver-
ið skýrðar hér í blaðinu, en þær
voru aðallega þær, að piltarnir
á þessum aldri eru of gamlir til
að vera léttadrengir í sveit, en of
ungir til að standast samkeppni
við fullorðna menn í algengri
erfiðisvinnu.
Á kreppuárunum fyrir stríð
voru gerðar tilraunir til að bæta
úr þessu böli — því böl er það,
að æskumenn skuli skorta verk-
efni — með því að efna til sér-
stakrar vinnu handa þessum pilt
um, helst við vegagerð og þess-
háttar.
Þegar setuliðið kom hingað
til lands og fjör hljóp í atvinnu-
vegina, skapaðist vinna fyrir
piltana, enda eftirspurn eftir
vinnukrafti víðast í landinu allt
fram á síðari hluta síðasta árs.
Nú virðist þetta vandamál
vera komið til sögunnar aftur.
Ekki enn eins sorglega víðtækt
eins og fyrir stríð, en sígur þó
auðsjáanlega á ógæfuhliðina.
Vinnumiðlunarskrifstofan hef
ir í vor ekki getað útvegað pilt-
um á þeim aldri, sem fyr ræðir
um, vinnu, þrátt fyrir töluvert
starf í þá átt og hjálp bæjarverk-
stjórans að taka unglinga í bæj-
arvinnu eins og framast er unnt,
enda er mörg erfiðisvinna alls
Héðan
\
og
þaóan
S. 1. Miðvikudag lagði m. s.
Esja af stað frá Reykjavík, á-
leiðis til Danmerkur. Er förinni
aðallega heitið lil að sækja Is-
lendinga, sem bíða heimferðar,
flestir í Danmörku. Með skipinu
voru 100 farþegar, en einnig
var það hlaðið varningi frá
Norðurlandasöfnuninni og um
3000 pökkum frá einstaklingum
hér heima til vina og vanda-
manna ytra. Á heimleið mun
Esja koma við í Gautabórg. Er
hennar von einhvern fyrstu dag-
ana í Júlí, og þá með um 250
farþega.
„Helsingi“ heitir blað, sem
Steindór Sigurðsson, rithöfuríd-
ur Kristneshæli er nýbyi'jaður
að gefa út. Segir svo um stofnun
og starf blaðsins í forspjalli
þess: „Það mun aðeins fara und-
ir einu merki — aðeins fylgja
óskift og stöðuglega með einni
grundvallarlínu — og gera
það svo langt, sem geta þess og
möguleikar frekast mega.
Það er undir merki frjálsrar
og fordómalausrar lmgsunar,
sem það skipar sér.“ Einnig
segir þar að blaðið telji sér ekk-
ert „mannlegt óviðkomandi,
hverju nafni sem nefnist ....“.
Á þessu sést að blaðið er ekkert
hversdagsfyrirbrigði.
Undanfarið hafa mörg þing
verið háð í höfuðstað landsins
og í nánd við hann. Þing ungra
Framsóknarmanna, Landsþing
Sjálfstæðisflokksins og þing
ungra Sjálfstæðismanna, Kenn-
araþing, Stórstúkuþing, Ung-
lingaregluþing, Aðalfundur
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga, og fkindir ýmissa annara
samkunda.
ekki fyrir óharðnaða unglinga,
sem koma frá skólaborði og eiga
að setjast að því aftur á haust-
nóttum.
Það er engum vafa undirorp-
ið, að það verður að vera hlut-
verk hins opinbera að hugsa
æskumönnunum fyrir starfi að
sumrinu. Sú vinna getur verið og
á að vera þáttur í uppeldis- og
menningarmálum æskunnar.
Það er viðurkennt af öllum
nú orðið að atvinnuleysinu verði
að bægja frá dyrum hvers full-
vinnandi manns. Það sé hagur
þjóðfélagsins ekki síður en ein-
staklingsins. En hvað er þá um
æskuna? Ekki leggst atvinnu- og
athafnaleysið léttar á hana.
Kvenfélagið „Framtíðin“
efndi til Jónsmessuhátíðar hér í
bænum um helgina. Var hátíða-
svæði búið á túnunum sunnan
við sundlaugina með tjöldum,
danspalli og alls-konar tilfær-
ingum. Einnig var Gagnfræða-
skólahúsið til afnota. Fóru þarna
fram margskonar skemmtanir
og veitingar seldar á Laugar-
dagskvöldið og Sunnudaginn út-
lærðar af ýmsum bestu skemmti-
kröftum bæjarins. Sótti þetta
fjöldi manns. Þeim ágóða af há-
tíðahöldunum, sem mun hafa
orðið all ríflegur ætlar félagið
að verja til styrktar fjórðungs-
ijúkrahúsinu, sem reisa á hér
í bænum, ef bæjarstjórn finnur
einhverntíma stað fyrir það.
Sumarstarj
fyrir ungar stúlkur — eldri
en 12 ára — verður að þessu
sinni að Litlutjörnum í Ljósa-
vatnsskarði og hefst Laugardag-
inn 30. þ. m. Nánari upplýsing-
ar gefur Guðrún Sigurgeirsdótt-
ir, Bjarmastíg 13, milli kl. 6 og
7 síðdegis.
Dánardœgur
Á Sunnudaginn var andaðist
á sjúkrahúsinu hér ungfrú Karl-
ína Einarsdóttir, útgerðar-
manns, vel látin dugnaðarstúlka.
Þá er nýlátinn Guðmundur Sig-
urgeirsson, fyrrum bóndi að
Dæli, háaldraður maður.
17. þ. m. voru 7 stúdentar
brottskráðir úr Verslunarskóla
Islands. Eru þetta fyrstu stú-
dentarnir, sem þessi skóli út-
skrifar.
Barnakórinn Sólskinsdeildin
hefir verið á söngför um norður-
og austurland undanfarið. Hér
á Akureyri söng „deildih“ tví-
vegis við góða aðsókn og við-
tökur.
r r r
Arsþing I. S. I, og
Íslandsglíman
fara fram á Akureyri í lok mán-
aðarins eins og áður heí'ir verið
auglýst. Þingið verður í Sam-
komuhúsi Akureyrar, Bæjar-
stjórnarsalnum — og verður
sett kl. 2 e. h. Fimmtud. 28. þ.m.
Íslandsglíman verður Föstudag-
inn 29. þ. m. og hefst kl. 8,30
e. h. Fer hún fram á sýningar-
pallinum á túnunum sunnan við
sundlaugina, ef veður leyfir,
annars í Samkomuhúsinu.
6 félög hafa tilkynnt þátttöku
15 keppenda samtals. Þar af eru
5 Þingeyingar. Meðal keppenda
er núverandi glímukóngur, Guð-
mundur Ágústsson. — Fulltrúar
á ársþingið og keppendur frá
Reykjavík koma væntanlega til
Akureyrar á Miðvikudagskvöld.