Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.07.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 17.07.1945, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn '17. Júlí 1945 Ymsar erlendar fréttir 4_______ Héðan “ og þaöan Á Föstudagskvöldið lagði „Lagarfoss“ frá landi áleiðis til Norðurlanda. Skipið fór með vörur frá Landssöfnuninni um 400 smálestir og um 12 smálest- ir af Rauða kross-pökkum, sem einstaklingar hér heima senda vinum sínum í Noregi og Dan- mörku. För skipsins er heitið til Bergen, Kaupmannahafnar og Gautaborgar. 18 farþegar voru með skipinu. Flest útlendingar. ¥ Catalinaflugbátur Flugfélags íslands flaug til Skotlands og heim íftur í sl. viku. Flugið hvora leið tók um 6 klukku- stundir. Fefðin gekk ágætlega. Áætlað var að þessu utanlands- flugi yrði haldið áfram, en þær stöðvast í bili vegna brunans á einni flugvél félagsins, sem áð- ur hefir verið sagt frá. ★ Miklum örðugleikum er nú bundið, að fá skírteini og leyfi til ferðalaga til útlanda, einkum Norðurlanda. Verða menn að hafa tryggt sér dvalarleyfi í því landi, sem ferðast er til, hjá hlut aðeigandi sendiráði í Reykja- vík. Minstu misfellur á nauðsyn legum skírteinum geta, þegar út kemur, valdið töfum og vmis- konar erfiðleikum. ★ Mishermt var það í síðasta blaði, að það hefðu verið menn frá mótspyrnuhreyfingunni dönsku, sem sóttu 5 farþegana um borð í Esju, þegar hún var að fara frá Kaupmannahöfn. Sannast hefir að það voru sendi menn frá breskum hernaðaryf- irvöldum. Einn þessara farþega var víst tekinn í misgripum fyr- ir annan mann. Var honum sleppt eftir fyrstu yfirheyrslu. Lofað hefir verið að hraða rannsóknum á máli hinna 4 manna eftir því sem frekast er unnt. ★ Skotið hefir verið saman nokkurri fjárhæð í Reykjavík til styrktar fólki, sem kom heim með „Esju“, er örsnautt og á enga að, sem geta styrkt það. — Upphæð þessi mun þegar nema rúmum 25 þús. krónum. LÉREFTSTUSKÚR Kaupum við hæsta verði. ■— Hreinar — Prentsmiðja Bjöms Jónssonar h. f. Sl. Sunnudagsnótt gekk af- skaplegt þrumuveður yfir Bret- land, það versta, sem komið hefir þar sl. 20 ár. Skruggurn- ar voru engu minni í London en þegar loftárásir Þjóðverja á borgina voru sem afskaplegast- ar. Eldingar kveiktu í húsum í borginni og skipum í höfninni. Hvað miklu tjóni þrumuveðrið hefir valdið er ekki fullkunnugt um. Óveðrið stóð 6 klukkustund ir. — Um 20 skip, ásamt móður- skipum, eru lögð af stað frá Svíþjóð til síldveiða við ísland. Öll síldin, sem veiðist, er fyrir- fram seld niðursuðuverksmiðj- um í Svíþjóð. Fyrsti leikurinn, sem Konung lega leikhúsið í Kaupmanna- höfn sýnir á komandi hausti, er Nils Ebbesen eftir Kaj Munk. Með aðalhlutverkin fara Anna Borg og Paul Reumert. Á her- námsárunum bönnuðu Þjóðverj- ar sýningu þessa leiks. Búist er við að leikhúsið sýni annan leik eftir Kaj Munk síðar. á næsta vetri. Ráðstefna forvígismanna Al- þýðuflokkarína (Sosial-Demó- krataflokkannaý á Norðurlönd- um hafa staðið yfir í Svíþjóð. Rætt og ráðgert var um sam- vinnu flokkanna á Norðurlönd- um, stofnun alþjóðasamb. jafn- aðarmanna o. fl. Af hálfu Al- þýðuflokksins hér mættu á ráð- stefnunni Stefán Jóhann Stef- ánsson alþingismaður og Finnur Jónsson dómsmálaráðherra. Þá halda sambönd verklýðs- félaganna á Norðurlöndum ráð- stefnu í Svíþjóð um þesssar mundir. Alþýðusambandið hér sendir tvo menn á ráðstefn- una, þá Hermann Guðmunds- son, fyrrverandi nasista og er- indreka atvinnurekenda út um land til að reyna að kljúfa verklýðsfélögin, og Eggert Þor- bjarnarson, sem hlotið hefir að- alfrægð sína af afskiftum af verklýðsmálum fyrir að koma fulltrúa atvinnurekenda í bæj- arstjórasæti á ísafirði, það eina ár, sem hann hefir átt sæti í bæjarstjórn, sem fulltrúi verka lýðsins. Sést á þessu að Al- þýðusambandið hefir ekki tek- ið af verri endanum, þegar kynna á ísland verkalýðsins út á við. / Nefnd manna, sem undanfar- ið hefir unnið að því að safna saman og afhenda réttum hlut- aðeigendum verðmæti, sem tekin voru í heimildarleysi af þeim meðan nasistar stjórnuðu Nor- egi segja að um gífurlegan fjár- drátt sé að ræða. Um 1200 heimili Gyðinga og um 5000 annarra„ríkinu óvinveittra manna“ voru rænd, aðallega flóttamanna og pólitískra fanga. Búslóðir þessayra 6200 heimila voru Þjóðverjar og quislingar búnir að selja með nauðungar- sölu eða ráðstafa á annan hátt en jafn mörg heimili höfðu þeir tekið í sínar hendur en voru ekki búnir að ráðstafa. Aðferð- in var venjulega sú að fyrst fengu Þjóðverjar að taka það sem þeir vildu, síðan tóku quisl- ingar það sem eftir var. Mönnum hefir reiknast svo til, að meðan á styrjöldinni í Evrópu stóð, hafi Svíar veitt nágrannaþjóðum sínum (mest Noregi) fjárupphæðir, sem nemi um 400 krónum á hvert mannsbarn í landinu. Þetta gátu Svíar gert af því þeim tókst að halda sig utan styrjaldarinnar. Og svo kalla kommúnistablöðin á Norðurlöndum þá fasista fyr- ir að haga sér svona. Spánska stjór'nin hefir gengið inn á, að afhenda Bandamönn- um inneignir þýska ríkisins og þýskra einstaklinga, sem undan- farið hafa verið til varðveislu á Spáni. Er hér um mikið fé að ræða. Þó er sú saga á kreiki, að all-verulegur hluti af þessu fé hafi horfið skyndilega og á dul- arfullan hátt nú nýlega. Bandamenn gjörast nærgöng- ulari heimaeyjum Japans með hverjum degi. Herskip þeirra eru að verki miklu nær en áður og loftárásirnar eru tíðari og stórkostlegri en áður hefir þekkst. Margar Japanskar borg- ir hafa verið algerlega jafnaðar við jörðu og kvíði og skelfing virðast vera að lama japanska herinn og þjóðina alla. Jap- anski flotinn bærir varla á sér, og japanskar flugvélar hafa varla sést á lofti síðustu daga. rmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—m—mmmmmm—mm Fundur hinna „þriggja stóru,6 Churchills, Trumans og Stalins, hófst í Berlín í gær, -Allir eru þeir með fríðu föruneyti. Hafa með sér upp undir 100 manna sveit hver. Eru það sérfræðing- ar, hershöfðingjar, stjórnmála- menn og fl. Farið er að kvisast að ýms M j ólkurkönnur SKÁLAR, glæ rar, FÖT, glær, BOLLAPÖR, hvít, leirpör, fást í Kaupfél. Yerkamanna KVENSOKKAR ísgarn % Kvenbuxur Kvenbolir Barnabuxur nýkomið Kaupfél. Verkamanna V efnaðarvörudeild NOKKRAR síldarklippur hjá Hallgrími járnsmið. 5973 í gær var dregið í happdrætti Björgunarskútu Norðurlands.— Upp kom númerið 5973. Happ- drættisgripurinn er veglegur bókaskápur með 300 úrvals bókum í. Gúmmístígvél hnéhá Skóhlífar Bomsur væntanlegt með fyrstu ferð Kaupfél. Verkamanna Niðursoðnir ávextir PERUR og , APRIKOSUR, væntanlegar með fyrstu ferð Kaupfél. Verkamanna RÚÐUGLER Höfum rúðugler í heilum kistum. Kaupfél. Verkamanna torleyst vandamál muni Verða þarna til úrlausnar, og Jíkur til að allir samningar gangi nú erf- iðar en á fyrri ráðstefnum „stór mennanna“. Talið er að fundur- inn muni standa fram í næsta mánuð.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.