Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.07.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 24.07.1945, Blaðsíða 4
 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 24. Júlí 1945 upp, þá er sá sem segir sig úr stéttarfélagi ekki bundinn við samninginn lengur en þar til fyrsta tækifæri var til að slíta honum af öðrum hvorum aðila, þó hann vinni þau sörf sem samningurinn er um. Eftir það getur félagið engin bönd á mann inn lagt. í 45. gr. nefndra laga segir: „Ófélagsbundnir aðilar reka mál sín sjálfir“. Það er fyrir Félagsdómi. Lög um stéttarfélög og vinnu- deilur nr. 80/1938 gera því fyllilega ráð fyrir ófélags- bundnu verkafólki með fullum réttindum, en hið margumtalaða ákvæði 9. gr. samnings þess, er stefnt hefir verið út af í máli þessu, stefnir markvisst að því gera þeim þegnum þjóðfélags- ins, sem stunda algenga vinnu ókleift að vera utan stéttarfélag- anna. Stefnandinn telur því um- deilt samningsákvæði ekki ein- asta brot á 69. gr. stjórnarskrár ríkisins, heldur og á anda og sérstökum greinum þeirra laga, sem sérstaklega hafa verið sett um réttindi vinnandi fólks í landinu. Löggjafinn hefir því ekki þagað um hið framþvingaða á- kvæði oftnefnds vinnusamnings, eins og htv. umboðsm. stefnds heldur fram í greinargerð sinni rtsk. 12. þar sem ákvæði til- nefndar 3. og 45. gr. laga um stéttarfélög og vinudeilur nr. 80/1938 kveða jafn skýrt á um réttindi ófélagsbundins verka- fólks, eins og þar er gert. Þar sem oftnéfnt samningsákvæði gerir manni ókleift að njóta þeirra réttinda, sem lagagreinin veitir, það er að geta losað sig úr þeim félagsskap, sem hann vill ekki vera í, nema hann missi við það borgaraleg rétt- indi, þá hlýtur samningsákváeð- ið að vera ólöglegt samkvæmt lagagreininni. Við getum athugað þetta nán- ar: Samkv. lagagreininni er fé- lagsmaður laus við allar skyld- ur við félag sitt, þegar hann hefir sagt sig úr því, en svo kem ur samningsákvæðið, sem útilok ar hann frá vinnu, nema hann haldi áfram að vera í félaginu. Hvort er það þá lagaákvseðið, sem Alþingi hefir sett, sém á að víkja, eða samningsákvæði, sem þröngvað hefir verið inn á gagnaðila? Slíkt heyrir undir dómstóla að skera úr um og við skulum fletta upp 61. gr. stjórn- arskrárinnar og sjá hvað hún segir um þetta atriði: Þar segir: „Dómarar skulu í erhbættis- verkum sínum fara eingöngu eft ir lögunum.“ Það virðist því ekki leika vafi á því að ákvæði lagagreinarinnar eigi að gilda í þessum efnum. Loks vill stefnandinn taka fram, að Félagsdómur hefir með dómi, uppkveðnum, 5. Júní 1942, í málinu Steingrímur Að- alsteinsson gegn Verklýðsfélagi Akureyrar Akureyri, viðurkent alveg óskoraðan rétt einstakl- ingsins til þess að vera tekinn inn í verklýðsfélag og þá hljóti jafnframt að verða að viður- kenna að einstaklingur hafi ó- skorðaðan rétt til þess að vera ófélagsbundinn án skerðingar á atvinnumöguleikum sínum. í dómnum segir: „Réttur verkafólks samkv. 2. gr. laga nr. 80/1938, til inn- göngu í stéttarfélög er almenn- ur réttur, sem verður ekki bund- inn því skilyrði, að umsækjandi hafi beinlínis fjárhagslegra hagsmuna að gæta t. d. vegna samninga viðkomandi félags við atvinnurekendur, á því augnabliki sem hann sækir um inngöngu. Og á öðrum stað í dómnum segir: „Þó stéttarfélög séu fleira en eitt í sömu starfs- grein, getur það skift einstaka verkamenn miklu að geta verið í fleiru en einu þeirra.“ Félagið sem synjaði umrædd- um manni um inngöngu, hélt því fram að hann hefði engra hagsmuna að gæta með því að ná inngöngu í félagið, þar sem hann stundaði allt annað én verkamannavinnu, væri ritstjóri blaðs, Alþingismaður og hefð- ist yfirleit allt annað að en að fást við störf verkamanna, þó hann hefði lítilsháttar gripið í algenga verkamannavinnu. Einn ig hefði Verklýðsfélagið engin sérréttindaákvæði í samningum sínum við atvinnurekendur, svo verkamaður, sem væri utan fé- lagsins, hefði algerlega sama rétt til vinnu og' hinn sem væri innan þess. Verklýðsfélaginu, sem sypj- aði umtöluðum manni um inn- göngu í félagið, var það ljóst, að ef hann gæti sannað að hann hefði hagsmuna að gæta með því að komast inn í félagið, þá ætti hann rétt á að fá inngöngu, en Félagsdómyr telur manninn ekki þurfa að sanna hagsmuna- þörf sína í þessum efnum, þar sem það geti haft þýðingu fyrir hann að ná inngöngu í félagið og að mega samtímis vera í öðru stéttarfélagi og þar sem hér sé um almennan rétt að ræða. A sama hátt telur stefnandinn sér ekki skylt að færa sönnur á það, hér fyrir réttinum, hvort hann hafi enn orðið fyrir skaða, vegna samnings þess sem hann hefir stefnt út af, eðg kunni síð- ar að verða það, þar sem aug- ljóst sé að samningsákvæðið úti- loki hann frá því að geta sætt betri kjörum fyrir vinnu sína, en félag það sem neyðir hann inn til sín með samningsákvæð- inu, getur almennt náð, og það eru almenn réttindi að hann ráði því sjálfur óþvingaður af öðrum aðila, hvort hann er í stéttarfélagi eða ekki, en á það skal þó bent, að stefnandinn hef- ir með vottorðum tveggja at- vinnurekenda á Akureyri, rakj. 6 sannað að honum hefir verið synjað um vinnu af þeim, vegna oftnefnds samningsákvæðis, og leiðir eðlilega af því að hann hefir þegar orðið fyrir vinnu- tjóni, sem stafar af neitun þess- ara atvinnurekenda, vegna á- kvæða samningsins. Þá krefur slíkur félagsskap- ur sem sá er vill þröngva hon- um inn til sín um há félagsgjöld, ■sem enginn getur sagt um hvað geta orðið há í framtíðinni, sem stefnandinn telur skaða fyrir sig að greiða, þar sem hann hafi engan sannanlegan hag af að vera í félaginu, en heldur því hinsvegar. fram að hann hafi sýnilegan skaða af því. Eg hefi hér gert grein fyrir flutningi þessa máls fyrir Fé- lagsdómi, eða þeim hluta hans, sem ég hafði vélritaðan svo ekki fer á milli mála að rétt sé frá skýrt, og getur þá Verklýðsfél. Akureyrar, sem fól mér flutning málsins og aðrir þeir, sem hafa fylgst með þessu máli frá upp- hafi, athugað hvernig á málinu hefir verið haldið. En fleira kom fram í málinu en enn hefir verið frá skýrt og verður á það drepið í næsta blaði, um leið og dómurinn verður athugaður, sem hér birtist á eftir: „Ár 1945, miðvikudaginn 4. Júlí, var í Félagsdómi í málinu nr. 1/1945, Erlingur Friðjóns- son f. h. Verklýðsfélags Akur- eyrar vegna Bergþórs Baldvins- sonar gegn Alþýðusambandi ís- lands f. h. Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar uppkveð- inn svohljóðandi D ó M U R : Mál þetta er þöfðað hér fyr- ir dómi með stefnu, útgefinni 23. Maí sl., af Erlingi Friðjóns- syni fyrir hönd Verklýðsfélags Akureyrar, Akureyri, vegna Bergþórs Baldvinssonar, félags- manns þess félags, gegn Alþýðu- sambandi íslands vegna Verka- mannafélags Akureyrarkaup- staðar, Akureyri. Hefir stefn- andi gert þær kröfur í stefnu málsins, að dæmt verði ógilt á- kvæði í 9. gr. samnings frá 2. Júní 1943 milli Verkamannafé- lagsins og Vinnuveitendafélags Akureýrar, og að dómurinn leggi fyrir Alþýðusambandið vegna Verkamannafélagsins að nema ákvæði þetta burtu úr samningnum, en það hljóðar svo: „Meðlimir Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar og annara þeirra stéttarfélaga í bænum, sem eru meðlimir Al- þýðusambands íslands og aðrir þeir, sem stjórn Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar veit- ir vinnuréttindi, skulu sitja fyr- ir þeirri verkamannavinnu, sem framkvæmd er.“ Svo krefst stefn andinn og málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati dóms- ins. Við munnlegan flutning máls ins kom það upp, að samning- urinn frá 2. Júní 1943 hafði verið felldur úr gildi með síð- ari samningi milli Verkamanna- félagsins annarsvegar og Vinnu- veitendafélagsins, Kaupfélags Eyfirðinga og Byggingameist- arafélags Akureyrar hinsvegar. í upphafi 10. gr. þessa Samn- ings, sem enn er í gildi er á- kvæði öldungis samkynja að efni því ákvæði 9. gr. hins eldra samnings, sem í stefnu er kraf- ist ógildingar á. Breytti því stefnandi við málflutninginn með samþykki stefnda dómkröf- um sínum á þá leið, að framan- greindar kröfur hans í stefnu varðandi ákvæði 9. gr. samn- ingsins frá 2. Júní 1943 beind- ust nú að samsvarandi ákvæði 10. gr. hins gildandi samnings. Málavextir eru þeir, að í Nóvembermán. 1943 fór Berg- þór Baldvinsson þess að leit við tvo nafngreinda félaga í Vinnu- veitendafélagi Akureyrar, þá Jakob Karlsson og Sverrir Ragn ars, að þeir tækju hann í vinnu, en báðir synjuðu honum þess og tilgreindu sem ástæðu fyrir neit uninni ákvæði 9. gr. samnings- ins frá 2. Júní 1943 um for- gangsrétt félaga Verkamannafé- lagsins til vinnu hjá þeim. Reis- ir stefnandi dómkröfur sínar á því, að greint ákvæði samnings- ins frá 1943 hafi verið ógilt gagnvart Bergþóri og sama sé nú um samskonar ákvæði gild- andi samnings. Styður stefnandi þetta álit sitt fyrst og fremst við þið, að upphaflega hafi verið á- kvæðið komist inn í samninginn frá 1943 vegna ólögmætrar og jafnvel refsiverðrar nauðúngar gagnvart Vinnuveitendafélaginu Hafi nauðungin verið í því fólg in, að Verkamannafélagið hafi beitt hótun um vinnustöðvun og Alþýðusambandið heitið því fullum stuðningi sínum sbr. eft- irfarandi símskeyti, er Alþýðu- sambandið hafði sent Vinnuveit endafélaginu meðan á samnings unleitunum stóð: „Ef samning- ar takast ekki milli yðar og Verkamannafélags Akureyrar* kaupstaðar og til vinnustöðvun- ar þarf að koma, mun Alþýðu- sambandið veita Verkamannafé laginu allan þann stuðning, sem það getur í té látið.“ Nauðungu hafi einnig verið beitt til þess að

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.