Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.07.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 24.07.1945, Blaðsíða 1
XV. árg. Þriðjudaginn 24. Júlí 1945 30. tbl. Svarfdælski risinn og galdramaðurinn A Miðvikudaginn kemur, ann að kvöld, sýna þeir Jóhann Pét- ursson, svarfdælski risinn, og Valur Norðdahl, galdramaður- inn, listir sínar í Samkomuhús- inu hér í bæ. Verður þar margt stórmerkilegt að sjá, sem gera mun alla áhorfendur algjörlega agndofa. Undanfarið hafa þeir félagar sýnt listir sínar í Rvík, við húsfylli kvöld eftir kvöld, og mikla hrifningu áhorfenda. I frétt frá Reykjavík um skemmt un þeirra segir: „Valur sýndi þarna hina furðulegustu galdra svo að rnenn urðu algerlega agn- dofa. Auk þess sagði hann hell- ing af bröndurum, sem vöktu mikla „stenmingu" meðal áhorf- enda. Jóhann risi þurfti ekki mikið fyrir því að hafa að vekja hrifningu. Hann labbaði bara fram á leiksviðið í ýmsum bún- ingum. Annað þurfti hann ekki að gera til þess að lófaklappið dyndi. En til frekari bragðbæt- is, hafði hann í frammi nokkur ' töfrabrögð." Alþýðumaðurinn vill . hvetja alla bæjarbúa til þess að sjá þá félagana, Jóhann Pétursson, sem nú er talinn stærsti maður heims ins, og Val Norðdahl, er talinn er einhver slyngasti „galdra- maður" í Evrópu. DANSSYNING ungfrú Sifjar Þórz á Miðviku- daginn var, var ágætlega sótt og forkunnar vel tekið af áhorf- endum. Var hún marg-klöppuð fram á eftir hverjum dansi og færður blómvöndur. Hr. Jóhann Tryggvason lék á flygel fyrir dönsunum af mikilli smekkvísi. Einnig lék hann milli dansanna við óblandna ánægju áheyrenda. —o— Sextugur varð í gær Konráð Vilhjálms- son, skáld fra Hafralæk. Attræð verður frú Anína Arinbjarnar- dóttir, Lundargötu 8, Fimmtú- daginn 26. þ. m. I fyrrinótt andaðist að heim- ili sínu hér í bænum frú Björg Guðnadóttir, kona Friðriks Sig- urðssonar, bóksölumanns. ÝMSAR ERLEND- AR FRÉTTIR Það hefir valdið töluverðu umtali og nbkkurri tortryggni í garð Rússa, að þeir hafa enn sem komið er neitað banda- mönnum sínum um að fréttarit- arar breskra og amerískra blaða mættu ferðast um þau lönd, sem Rússar hafa hernumið, kynna sér ástandið þar og senda blöð- um sínum fréttir. Þykir þetta benda til að Rússar vilji ekki láta kunngera heiminum hvern- ig „frelsun" þeirra meðal hlut- aðeigandi þjóða er háttað, og mjög óviðeigandi, þar sem Rúss- ar hafa leyfi til að fylgjast með ástandinu í þeim löndum, sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa hernumið og ráða enn yfir. Undanfarið hefir verið um það rætt í Noregi, að Alþýðu- flokkurinn og Kommúnista- flokkurinn sameinuðust í einn verklýðsflokk. Var fyrst eftir uppgjöf Þjóðverja í Noregi svo að sjá, sem sameiginleg barátta flokkanna hernámsárin hefði nálgað þá svo hvern ann- an, að þetta gæti geng- ið. —í Sérstaklega virtust kommúnistar í öðrum löndum vera bjartsýnir á þessa hluti. Nú hefir allt þetta farið út um þúfur. Þegar á átti að herða virðist kommúnistana hafa brost ið mannlund til að ganga heilir að því starfi sem bíður alþýð- unnar í Noregi, eða þá að hús- bændurnir í Moskva hafa sett sig upp , á móti því að komm- arnir sýndu þá þjóðhollustu, er sameiningin hlaut að krefjast af þeim. Fréttaritarar breska blaðsins „Observer" flytur þá fregn eftir fréttaritara sínum á hernáms- svæði vesturveldanna í Þýska- landi, að nissneskir og pólskir hermenn, sem þar dvelja í þýsk- um fangabúðum vilji helst ekki hverfa heim aftur fyrst um sinn. Segir hann að rússnesku her- mennirnir kvíði því að verða sendir til Síberíu í hegningar- skyni fyrir að hafa látið taka sig til fanga. Og pólsku hermenn irnir vilja ekki fara heim til Póllands meðan Rússar eru í landinu. Fréttir frá Danmörku herma að „Frelsishreyfingin" svo- nefnda verði leyst upp nú um mánaðamótin, og reglulegur her og lögregla verði látin taka við þeim störfum, sem „frelsisvin- irnir," eins og kommúnistar titla þá, hafa haft með höndum. • Vinnuhjú Rússa í Finnlandi undirbúa nú „hreinsun" þar í landi, að rússneskum sið. Þef- dýr þeirra þykjast hafa feng- ið sakir á hendur 50 finnskum hershöfðingjum fyrir að hafa meiri vopnabirgðir í fórum sín- um en leyfilegt sé. • Ymsar raddir eru nú uppi um það, að Japanar muni gefast upp á næstunni. Orðrómur var á kreiki fyrir nokkrum dögum um að Stalin væri með vopna- hlésbeiðni frá Japanskeisara upp á vasann, þegar hann kæmi á fundinn í Berlín. Þetta hefir ekki reynst satt. Undrun vekur það hve lítið hefir verið um varnir af hendi Japana í stórá- rásum Bandamanna á heima- land þeirra undanfarna daga. En japönsk hernaðaryfirvöld skýra þetta með því, að varalið, flugher og floti sé geymt ti] úr- slitaátakanna. En eru ekki úr- slitaátökin þegar hafin? Héðan og þaöan ' Slysavarnasveit Flateyjar á Skjálfanda hefir tekið Þöngla- bakka í Fjörðum á leigu og út- búið í bæjarhúsunum skýli fyr- ir sjóhrakta menn, í líkingu við skipbrötsmannaskýlin á suður- strönd landsins. Þönglabakki hefir verið í eyði undanfarið og er enn. Hendir það oft að sjó- menn leita þarna lands þegar vont sjóveður er. Talið er að undanfarin ár hafi lögreglunni í Reykjavík borist um 2000 kærur og umkvartanir útjaf ólöglegum og ógætilegum akstri bifreiða í Reykjavík og nágrenni. 463 umferðaslys áttu sér stað og 11 dauðsföll orsök- uðust af sömu völdum. Mjög oft var ölvun við akstur orsök slys- anna, þá of hraður akstur og ógætni vegfarenda. Jón Krabbe, sendifulltrúi ís- lands í Kaupmannahöfn, hefir' beðist lausnar frá störfum. —• Hann er nú 72 ára gamall og orðinn heilsuveill. Hann gegnir þó störfum þar til ísland hefir skipað nýjan sendiherra í Kaup- mannahöfn. Nýstofnað er félag freðfisks- matmanna. Er meiningin með þessari félagsstofnun aðallega sú, að matsmennirnir hafi sam- vinnu um allt það, sem lýtur að framför í verkun og meðferð þessa fiskjar. Formaður félags- ins er Haukur P. Ólafsson frysti- hússtjóri hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Erfiðlega gengur með síld- veiðina. S. 1. vikur var aflinn riijög lítill og síðustu daga hefir varla orðið síldar vart. Engin ástæða er þó til að örvænta um vertíðina. Oft hefir það hent, að síldarafli hefir ekki byrjað fyrr en í Ágúst-byrjun. „Burt með áfengið. <.<. Niðurlag. Aðalfundur Iþróttasambands Islands (I. S. I.) haldinn hér á Akureyri nú í vor, samþykkti eftirfarandi ályktanir í áfengis- málunum: Arsþing ÍSÍ lýsir ánægju sinni yfir því samstarfi, sem verið hefir milli Bindindisnefnd ar ISI og Stórstúku íslands. Arsþing ÍSÍ skorar á öll sam- bandsfélög, að þau sæki ekki um vínveitingaleyfi á skemmt- anir sínar. Arsþing ISI skorar á ríkis- stjórnina, að láta héraðabönn koma til framkvæmda þegar í stað. Ársþing ÍSÍ skorar á Alþingi og ríkisstjórn að láta loka Á- fengisverslun ríkisins. ISI er fulltrúi fyrir fjölmenn- an hóp æskumanna. Forráða- menn þess félagsskapar vita vel hvílíkur höfuðóvinur áfengið er í baráttunni fyrir þyí að skapa heilbrigða sál í hraustum lík- ama. Með áframhaldandi, hvað þá vaxandi, nautn áfengra drykkja Fra.mh. á 6. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.