Alþýðumaðurinn - 09.10.1945, Page 2
2
ALÞÝÐUMAÐURIN N
Þriðjudagur 9. Október 1945.
Olík sjónarmið
ÞjðMrnar eru engu bættari jid rúss-
neska einræMð taki við af hinu þýzka
Utanríkisráðherrafundinum í
London er lokið. Samkomulag
náðist ekki um aðalmálin. Nýtt
og alvarlegt deilumál er komið
fram. Heimsfriðnum hætta búin.
-Rússar saka vesturveldin um
skilningsleysi á sjónarmiðum
Sovjetstjórnarinnar. Vesturveld-
in saka Rússa um yfirdrottnun-
arstéfnu í utanríkismálum og
mistúlkun á lýðræðinu
Á þessa leið hafa fréttirnar
hljóðað undanfarið. Og sumir
eru jafnvel svo svártsýnir að spá
friðslitum.
Undirrót ósamkomulagsins á
ráðherrafundinum er í raun og
veru mismunandi skilningur eða
túlkun á hugtakinu lýðrœði.
Og þar sem þettá er aðal um-
ræðuefnið þessa dagana og verð
ur sjálfsagt í náinni framtíð,
leyfir Alþýðum. sér að birta
hér á eftir grein eftir Jónas
Guðmundsson fyrv. alþingis-
mann, en hún rekur orsakirnar
til þessa áreksturs og gerir síðan
samanburð á vestrænu lýðræði
og því rússneska. Er greinin
birt í „Vísi“ 29. f. m. og heitir
þar „Það, sem gleymdist á Pots-
damráðstefnunni“. Þótt grein-
in sé nokkuð löng, er hún svo
fræðandi um þessi mál, að blað-
ið telur vinning að koma henni
til fleira fólks en þess, sem les
„Vísi“ hér nyrðra. Greinin er
svohljóðandi:
Potsdamráðstefnunni lauk nótt
ina. milli 1. og 2. Ágúst s. 1.,
þessari langþráðu ráðstefnu,
sem átti að tryggja varanlegan
frið um alla eilífð milli hinna
þriggja stórvelda — Bretlands,
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
— og skapa smáþjóðunum
frelsi og lýðræði.
Þessi ráðstefna á eftir að
verða mjög fræg, en hún verður
það ekki nærri strax, og það
stendur þannig á því, að ekki
má ennþá segja frá því, sem þar
gerðist og mestu máli skiftir.
En fyrir eitt er hún þó orðin
fræg nú þegar og það er fyrir
það, að hafa gefið út lengstu
álitsgerð eða yfirlýsingu, sem
enn hefir verið út gefin af fund-
um hinna „þriggja stóru“, og þó
alveg sérstaklega fyrir það, að
í þessari nýju, 6000 orða löngu
tilkynningu skyldi ekki felast
eitt atriði, sem nokkru máli
skifti fyrir friðinn í heiminum,
framtíð mannkynsins eða fram-
tíðarstarf hinna þriggja stór-
vélda. Sá, sem les með athygli
hina löngu yfirlýsingu sér að
þar er ekkert nýtt, og ekkert,
sem verulega skiftir máli, og
ekki hefði verið hægðarleikur
að ákveða án þessarar ráðstefnu
„hinna þriggja stóru“. En þrátt
fyrir þetta þarf þessi ráðstefna
ekki að hafa verið neitt ómerk-
ur atburður og mun ég skrifa
um það nánar í annari grein
bráðlega hér í „Vísi“.
II.
Við vitum samt nú þegar, að
tvær mjög þýðingarmiklar á-
kvarðanir voru teknar í Pots-
dam þótt hvorugrar sé getið í
hinni 6000 orða löngu yfirlýs-
ingu. Þessar ákvarðanir voru, að
Biætar og Bandaríkjamenn munu
opinbera heiminum, að kjarn-
orku-sprengjan væri nú full-
búin og mundi verða ,,reynd“
á japönskum borgum, og hitt,
að Rússar tilkynntu Bandaríkj-
unum og Bretum að þeir mundu
nú „efna gefið loforð“ og ráð-
ast inn í Mansjúríu til þess að
„frelsa“ hana bæði undan Jap-
önum og Chang-Kai-Shek. Eins
og menn sjá á þessu er það svo
í reyndinni, að þess merkileg-
asta, sem gerist á slíkúm fund-
um sem Potsdamráðstefnunni,
er alls ekki getið í hinum opin-
beru tilkynningum.
Það sem enn ákveðnara bend-
ir til að Potsdamráðstefnan hafi
verið hin merkilegasta er ferða-
lag Trumans Bandaríkjaforseta.
Hann hafði tilkynnt áður en ráð-
stefnan byrjaði, að hann ætlaði
að koma til Noregs, Danmerkur,
Hollands, Frakklands og jafn-
vel í opinbera heimsókn til Bret-
lands að ráðstefnunni lokinni,
en náttúrlega því aðeins að „allt
gengi vel“. En Bandaríkjafor-
seti hætti við heimsóknirnar,
hraðaði sér heim og lét henda
kjarnorkusprengjunni tafarlaust
á Japan áður en Rússar kæmu í
stríðið. Eini maðurinn, sem hann
lalaði við á leiðinni heim, var
Bretakonungur. Svona atburðir
eru það, sem tala sípu máli
fyrir allar þessar fögru, lang-
orðu yfirlýsingar um „samkomu
lag“, „vináttu“, „einingu“ o. s.
frv., o. s. frv. Maður man enn-
þá eftir þessari „göfugu“ yfir-
lýsingu: „Fullt samkomulag hef
ir náðst milli þýsku stjórnarinn-
ar og sovétstjórnarinnar um það
hvernig Póllandi skuli skipt og
telja þær eftir þetta enga ástæðu
til að stríðinu sé haldið áfram.
Mun Þýskaland og Sovét-Rúss-
land, ásamt öðrum vinveittum
ríkjum, gera sameiginlega til-
raun til að binda enda á stríðið,
og ef það ekki tækist, sé þar með
sannað að England og Frakkland
beri ein ábyrgðina á því.“ —
Undirskriftin var á sínum tíma
Hitler og Stalin eða umboðs-
menn þeirra. Allir vita nú hversu
haldgóð hún varð þessi vináttu-
yfirlýsing og svipuð hefir raun-
in orðið um fleiri. Þeir, sem
því vilja reyna áð fylgjast með
því, sem raunverulega hefir
gerst á þessum þýðingarmiklu
„stefnumótum" verða að reyna
að ráða það af líkum þegar
nokkuð líður frá og atburðirnir
fara að sýna hvert stefnir.
III.
En það er nú að koma betur
og betur í ljós, að eitt mjög
þýðingarmikið atriði hefir ber-
sýnilega gleymst með öllu á
hinni frægu Potsdam-ráðstefnu
og sú gleymska gæti haft hinar
alvarlegustu afleiðingar fyrir
allt mannkyn. Það hefir sem sé
gleymst alveg gersamlega að
koma sér saman um það hvað
sé lýðrœði (demokrati). Allir
hinir „þrír stóru“ eru yfirlýstir
„lýðræðissinnar44. Allir vilja
þeir „efla lýðræðið“ og „stofna
lýðræðisríki“ á rústum nazism-
ans, ekki vantar það, en þeim
kemur augljóslega samt ekki
saman um hvað sé lýðræði. Á
þessu flöskuðu þeir hroðalega
Churchill og Roosevelt á Krím-
ráðstefnunni, því þeir komust
báðir að þeirri niðurstöðu eftir
þá ráðstefnu, að Stalin meinti
allt annað lýðræði en þeir.
Hann átti við „rússneskt lýð-
ræði“, sem Þjóðviljinn hér kall-
ar hið fullkomna lýðræði sósíal-
ismans“, en þeir Churchill og
Roosevelt áttu við hið vestræna
vöruðu sig ekki á því, að slíkt
lýðræði heitir óvart á máli
Stalins bónda „auðvaldsinnað
einræði“ (Capitalist dictator-
ship).
En þeir „tveir stóru“, sem
komu í stað Churchills og Roose-
velts á Potsdamráðstefnuna,
Truman og Attlee hrasa greini-
lega um sama steininn. í stað
þess að fá úr því skorið hvað
Stalin eigi við með lýðræði
halda þeir áfram að nota orð
með tvennskonar merkingu í
hinum sameiginlegu yfirlýsing-
um sínum. Manni sýnist nú að
margt megi fyrirgefa ý^msum
smærri spámönnum og blaða-
mönnum í hugsanaruglingi þeg-
ar hinir „þrír stóru“ gera sig
seka um slíkt.
Bevin, hinn skeleggi forystu-
maður breska verkalýðsins og
núverandi utanríkisráðherra
breska heimsveldisins, lætur nú
svo um mælt, að „svo virðist
sem í Búlgaríu, Rúmeníu og
Ungverjalandi hafi ein tegund
einrœðis komið í stað annarrar“.
Og utanríkisráðherra Bandaríkj
anna er á sama máli. Hann segir
að Bandaríkin „semji hvorki
frið“ við Búlgaríu né „taki upp
stjórnmálasamband“ við hana
meðan slíkt einræðisfyrirkomu-
lag er þar og nú ríkir, en Rússar
eru harðánægðir með „lýðræð-
ið“ í Búlgaríu og hafa tekið
upp stjórnmálasamband við
landið án þess að semja frið við
það formlega. Þeir hafa meira
að segja látið einn af aðalmönn-
um sínum — Dimitrof — „af-
sala sér borgararéttindum sín-
um í Sovétríkjunum til þess að
geta gerst þegn í hinni nýju
Búlgaríu og orðið þar „í kjöri“
við þingkosningarnar. Er ljóst
af þessu að ekki er miklum van-
kvæðum bundið fyrir áhrifa-
menn í Sovétríkjunum að fá
borgararéttindi í Búlgaríu.
IV.
Og það er eins og bandamenn
furði sig á þessu jyrirbrigði,
„að nýtt einræði hafi komið í
stað þess sem fyrir var“. Vissu
þeir þá ekki hvað þeir voru að
gera þegar þeir seldu Rússum
í hendur Balkanlöndin? Það má
vel vera að Churchill hafi ekki
vitað það, að einræði væri í
Rússlandi eða vinskapur hans
við Stalin hafi blindað hann,
en hitt er alveg áreiðanlegt, að
bæði Ernest Bevin og Herbert
Morrison hafa vitað að svo var.
Þeir eru ekki nú fyrst að kom-
ast í kynni við lygakerfi komm-
únistanna, sem hnupla öllum
hugtökum og hugmyndum, sem
sósíaldemókratar eru búnir að
vinna vinsældir meðal almenn-
ins og rangsnúa þeim síðan eins
og best hentar einræðisstefnu
Rússa á hverjum tíma og í
hverju landi. Bevin og Morrison
vissu vel, að komipúnistarnir
rússnesku eru engu minni ein-
ræðissinnar en Hitler sálugi og
hans fólk var. Þeir vissu að
ekkert lýðræði er til í Rúsálandi
og rússneskum leppríkjum, Þeir
vissu líka að kommúnistar falsa
öll hugtök og rangsnúa þeim
þar til þau eru verri en einkis-
virði. Þannig er nú komið með
„lýðræðið“, að hver sæmilega
skynugur maður hlýtur að fara
að líta á það sem spaugsyrði, ef
með því er átt við rússneska
kúgunarskipulagið, sem enga
flokka leyfir eða viðurkepnir
nema kommúnista, en beitir ein-
staklingana heima fyrir skoð-
anakúgun og allar þær þjóðir
kúgun og harðstjórn, sem eru
svo óhamingjusamar, að búa í
nánd við það, s. s, Búlgaríu nú