Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.10.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 16.10.1945, Blaðsíða 1
|UJ)<jfomaíuruux XV. árg. Þriðjudaginn 16. október 1945. 42. tbl. ,Hverjir sviku?' Það gerðu Framsóknarflokksforsprakkarnir. Þeir hafa s. 1. 5 ár alltaf verið að „svíkja" bæði umbjóðendur sína og allan landslýð. „Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið.hefir frá KEA, hefir Jcjöt- salan á sláturhúsi þess numið 15*703 kgr. í haust, en var 48,727 kgr, í fyrra. Hefir salan í ár því ekki orðið néma tæp- lega þriðjungur þess, sem var árið 1944. — Samkvæmt fregn- um, sem blaðið hefir frá öðr- um kjötsölustöðum, eru hlutföll- in um sólu svipuð þar." Þannig hljóðar lýsing síðasta „Dags" á ástandinu, sem skap- ast hefir við afskifti Framsókn- arflokksins og hjálparkokka hans af dýrtíðarmálunum s. 1. 5 ár, Fyrir tilhlutun Framsóknar- flokksins og kapphlaup Sjálf- stæðisfl. og kommúnista við hann um bændafylgið er komið svo, að kjötið bændanna er ekki einungis fyrir löngu óseljanlegt á erlendum markaði — heldur á þeim innlenda líka. Og þetta hefir verið aðal starf Framsókn- arflokksins s. 1. 5 ár. Líst fólk- inu ekki gæfulega á útkomuna? En látum það nú vera þótt blaðið komi þarna óþægilega upp um „strákinn Tuma", ef það hefði svo haft vit á að játa mis- stig flokksins og taka á hann á- byrgðina í hlutfalli við syndir hans í dýrtíðarmálunum. En það ér ekki því að heilsa. Þegar flett er upp annari síðu „Dags" er horfið frá raunveru- leikanum og blaðið fer að reyna að velta sökinni yfir á aðra, og brigsla þeim um „svik", sem flokkurinn hefir aíltaf verið að svíkja. I hinni rökföstu grein Br. S. í Alþýðum. 25. f. m. er sýnt með tilvitnunum í opinberar staðreyndir, að 1940 var að til- hlutun Framsóknarflokksins og bændadeildar Sjálfstæðisflokks- ins rofið það samkomulag, sem gert var 1939 um bindingu verð- lags og kaupgjalds. Þetta voru ófyrirleitin svik við Alþýðufl. og verklýðsstéttina, framin í þeim tilgangi að auðga framleið- endur á kostnað neytendanna. Þetta hafði þegar þau áhrif, að 1. Des. 1940 var landbúnaðar- vísitalan orðin 163 stig meðan kaupgjaldsvísitalan var aðeins 127 stig. Þegar svo var komið buðu Framsóknarforsprakkarnir að binda kaupgjald og verðlag eins og það þá var orðið. Og þó ekki verðlagið að fullu, því svo- kallað sumarverð landbúnaðar- afurða átti að gilda áfram. Þ. e. bændur áttu að fá að njóta hœkk- ana á verði, sem orsökuðust af árstíðum, en verkamenn og sjó- menn máttu ekki fá að njóta þess, þótt þeim væri boðið helm- ingi hœrra kaup yfir annatíma ársins en t. d. að vetrinum. Þetta var nú sanngirnin í boðum Fram sóknar, enda var þessu aðeins kastað fram til að sýnast. Svona hefir Framsókn haldið áfram. Fulltrúar hehrtar í verð- lagsnefndum landbúnaðaraf- urða hafa búið til hverja hækkurt ina af annari. Sumar byggðar á tylliástæðum og sumar á engum öðrum ástæðum en löngun f lokks ins til að tylla undir bændur en þrengja kosti neytenda að sama skapi. Svo kom gerðardómsdraugur- inn, sem Framsókn er enn að syrgja. Þar átti að festa kaup- gjaldið, én verðlagið ekki nema að nokkru leyti. Enn áttu bænd- ur að fá þau fríðindi að njóta árstíðahækkana. — Verkamenn ekki. Og frumvarpið var allt svo fjandsamlegt í garð neytenda, að það skápaði þegar uppreist meðal launafólksins og gaf öfga- stefnu kommúnista byr undir báða vængi. A þessu glapræði á Framsókn ein sökina. Sjálfstæð- ið dinglaði með og drap svo sjálft afkvæmið að sínúm parti. Þarna byrjuðu fantatök Fram- s,óknar í dýrtíðarmálunum. Áð- ur hafði lævísin verið aðalþátt- urinn. I sex manna nefndirtni gerðu Framsóknarfulltrúarnir kröfurn ar um að bændur fengju að minnsta kosti 40% hærri meðal- laun en verkamenn og sjómenn höfðu almennt það ár. Þeir út- veguðu hina makalausu „bú- reikninga", sem nefndin var lát- in leggja til grundvallar störfum sínum. Búreikninga, sem aldrei hefir tekist að sanna að væru réttir. Og ofan á þetta heimtuðu þeir þúsund krónur, svona upp á stáss. Og af því að það voru svikarar, sem þá fóru með um- boð verkalýðsins, tókst þeim Framsóknarmönnum þetta her- bragð. Herbragð, sem að vísu hefir undanfarið auðgað þá auð- ugustu í bændastétt, en hefir nú skapað það ástand, sem „Dagur" lýsir svo rétt í þeirri klausu, sem grein þessi hefst á. Kjötið selst ekki. Neytendurnir geta ekki keypt það. Dýrtíðin er að verða óviðráðanleg. Og svo spyr „Dagur". Hverjir hafa svikið? Framsókn byrjaði 1940. Og síðan hefir hún haldið áfram. Framið hverja skyssuna af ann- ari til sívaxandi óheilla, jafnt fyrir bændur sem aðra. Sjálf- stæðið og kommúnistar hafa gengið í hrunadansinn hin síðari árin. Og enn framdi Framsókn svívirðilegustu svikin - þegar hún gekk ekki til stjórnarsam- vinnunnar með hinum flokkum Alþingis. I stað þess að sýna þann manndóm að taka sér stöðu í fremstu víglínu, þó ekki væri til annars en að vinna á réttum vettvangi á móti þeim „afglöp- um", sem Framsóknarblöðin segja að stjórnin sé alltaf að fremja, hefir hún kosið sér hlut- skifti óartarstráksins, er -stend- álengdar, „steytir kjaft" og kast- ar skarni að þeim, sem einhverja viðleitni sýna til dáða. Þau þjóðarsvik eru máske þaú víð- tækustu, sem Framsókn enn hef- ir framið, og var þó ekki á bæt- andi. Spyrji svo „Dagur" áfram hverjir hafi svikið. Hann ætti ekki þurfa langt að leita þeirra seku. Almenningur er þegar far- inn að þreifa á afleiðingunum FUNDUR í Verslunarmannahúsinu Fimtu- dagirin 18. þ. m. kl. 8.30 e. h. Fundafefni: 1. Inntaka nýrra félagá. 2. Vetrarstarfið. 3. Orðið er laust. Fastlega skorað á félagsfólk- ið að mæta. Stjórnin. Veglegt mentasetur Á Laugardaginn var vígt hið glæsilega menntasetur íslenskra sjómanna, sjómannaskólahúsið í Reykjavík. Er þetta ein glæsi- legasta bygging höfuðstaðarins og gnæfir yfir bæinn með sigl- ingavita í turni sínum, serri lýsir langt á sæ út. Er húsið vegleg heiðursgjöf til íslenskra sjó- manna fyrir dugnað þeirra og frækilegar sæfarir fyr og síðar, og mun þessi langþráða mertnta- stofnUn eiga eftir að vinna þjóð- inni ómetanlegt gagn og áuka menningu sjómannastéttarinnar á marga lund. Vígsludaginn voru settir í húsinu Stýrimanna- skólinn og Vélskólinn, sem nú fluttu í hið nýja heimkynrti sitt. Eru báðir skólarnir vel sóttir. Margt manna var við vígslu hússins. Þar á rneðal Forseti Is- lands, ríkisstjórn, alþingismenn* forystumenn sjómannasamtak- artna, borgarstjóri Reykjavíkur og fjöldi annars fólks. Telja all- ir þénna atburð merkan og gleði efni og líklegan til að boða betri framtíð og vaxandi gengi hinn» ar hraUstu, íslensku sjómanna- stéttar. af iðju Framsóknarforsprakk- anna — bæði til sveita og sjávar. Og ekki væri það ólíklegt að þetta kæmi fram á áberandi hátt þegar gæðingar hennar fara að blaðra silkitungu hræsnarans framan í kjósendur fyrir í hörtd farandi kosningar í vetur og vor.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.