Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.10.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 30.10.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 30. Október 1945 Ekki þegjandi þý. Vegna réttmætrar gagnrýni al- þýðuflokksblaðanna á ýmsar að- gerðir ríkisstjórnarinnar, eru kommúnistablöðin þráfaldlega að stagast á því, að blöðin séu óheil í garð ríkisstjórnarinnar. Svo þýlynd og þrælbeygð undir einræðisokið austræna eru verk- færi Rússa hér á laudi, að þau heimta þögn um allt sem aflaga fer hjá þeim, sem í trúnaðar- stöður eru settir. 011 gagnrýni á að vera útilokuð. Öll axarsköft á að verja. Öll misnotkun á valdi á að þolast ofðalaust. Hvað Alþýðuflokksblöðin á- hrærir eru þau ekki einungis frjáls að því að finna að því, sem aflaga fer jafnt á hærri stöðum sem lægri, heldur er það skylda þeirra að vera hið alsjá- andi auga, vara við afglöpunum, átelja misstig og benda á betri leiðir. Þetta þekkist ekki í kúg- unarríki Stalins og hjá öðrum þeim, sem eftir honum apa. Þess vegna er Rósherg í síðasta Verkam. að hulla um óhollustu Alþýðumanna hér við nýsköpun ríkisstjórnarinnar. Adeilur Al- þýðum. á óreiðu atvinnumála- ráðherra í sanmingunum við Færeyinga, gagnrýni Br. S. á ráðstafanir landljúnaðarráð- herra í verðlagsmálum landbún- aðarins o. fl. Allt á þetta að vera fylgissvik við stjórnina. Hvernig heldur fólkið að mál- og ritfrelsið yrði í landi hér, ef þessir piltungar, sem skilja vest- rænt lýðræði á þessa lund, fengju aðstöðu til að ná töglum og högldum í landsmálum, annað hvort fyrir glapræði landslýðs- ins eða af náð marskálks Stal- ins? Skyldi það falla vel inn í íslendingseðlið að spila þegjandi þý? Janus. Skjalataska, brún — anhar hankinn nýlegur — merkt F inn- an á lokinu, hefir glat- ast . Vinsamlegast skilist til Halldórs F riðjónssonar. ZIG-ZAG Tek Zig-Zagsaum. Strandgötu 29 (uppi). ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR Rúsínur Sveskj'ur Epli Blandaðir ávextir Fíkjur í pokum Jarðarberja sulta Rifsberja sulta Eplasulta Sýróp, ljóst og dökkt Kókómalt Sykurvatn Avaxtasafi í flöskum og dósum Grænmeti í dósum Komfekt í kössum Komfekt í pokum Átsúkkulaði Súkkulaðikúlur Rúsínur í pokum Anís hrjóstsykur Mentol brjóstsykur Appelsínu brjóstsykur Súkkulaði duft * Krafta-súkkulaði og margt fleira gott. Kaupfél. Verkamanna KVENKJÓLAR Kvensloppar Kvensokkar, ódýrir Silkinærföt kvenna Náttkjólar kvenna Náttjakkar kvenna Barnakjólar Barnasokkar nr. 6—9^2 Bandprjónar Títuprjónar nýkomið, Kaupfél. Verkamanna Vefnaðarvörudeild SNYRTIVÖRUR — mikið úrval — nýkomið Kaupfél. Verkamanna KVENKÁPUR ný tegund —- nýir litir — nýkomnar. Kaupfél. Verkamanna Vefnaðarvörudeild Aðalsafnaðaríundur verður haldinn í Kirkjukapellunni Sunnudaginn 4. Nóvember að aflokinni guðsþjónustu. Sóknarnefndin. TÍLKYNNING F R A Viðskiptaráðinu Viðskiptaráðið vill hér með vekja athygli innflytjenda á eftirfarandi atriðum: h) Að nú er að mestu lokið við reglulegar úthlutanir gjald- eyris- og innflutningsleyfa fyrir yfirstandandi ár. 2) Að umsóknir sem berast liér eftir, verða því aðeins tekn- ar til greina á þessu ári, að um brýna nauðsynjavöru sé að ræða, eða aðrar sérstakar ástæður séu fyrir hendi, enda séu hinar sérstöku ástæður í þeim tilfeilum rökstuddar af um- sækjanda. 3) Að þótt öll þau leyfi sem í umferð eru, og ónotuð kunna að vera, gildi í lengsta lagi til loka þessa árs, verður beiðnum um framlengingu þeirra fram á næsta ár ekki sinnt fyrr en samtímis því að leyfisveitingar fyrir næsta ár hefjast, sem líkur eru til að ekki verði fyrr en upp úr næstu áramátum. 18. október 1945. Viðskiptaráðið. KhKHKBKhKhKhKhKhKhKHKHKhKhKhKhKhKhKbKBKhKhKhKHKHKhKh: Skráning atvinnulausra fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni dagana 1. —3. nóvember næstk. kl. 2—6 síðdegis. Til skrán- ingar nræti allt verkafólk og iðnverkafólk, sem ekki hefir fasta atvinnu og gefi upp atvinnu sína þrjá sl. mánuði og tekjur 10 fyrstu mánuði ársins — jan,— nóv. — og annað það, sem krafist er við venjulega atvinnuleysisskráningu. Akureyri 27. okt. 1945. Bæjarstjóri. «x$x$x$x5x5>^xJx$^x$>^x$x^xSxí><$x$x$x8xíx$^x$xSxSx$^x$xí>^x^<$xSxíx$>^x$>^x$x$x$xS>^x5x»x$x^ Skrá upi þá menn á Akureyri, sem réttindi hafa til niðurgreiðslu úr ríkissjóði á kjötverði, sam- kvæmt lögum nr. 81 frá 1945, er til sýnis á Skattstofu Akureyrar frá Fimmtudegi 1. Nóv. til Miðvikudags 7. nóvember að báðum þeim dögum meðtöldum, kl. 14/2—°S —7 e. h. virka daga. Yfirskattanefnd Akureyrarkaupstaðar og Eyja- fjarðarsýslu úrskurðar kærur varðandi skrána, en Skattstofa Akureyrar veitir kærum móttöku og gefur upplýsingar. Kærufrestur er til 10. Nóv. og verða kærur að vera komnar til skattstofunnar fyrir lok kæru- frestsins. Skattstjórinn á Akureyri, Kristinn Guðmundsson. I

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.