Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.11.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 13.11.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 13. Nóv. 1945 mm Vor um all<t veröld Skáldsaga eftir Nordahl Orieg Nafn höfundarins ætti að nægja, sem meðmæli bókarinnar, en hún er stærsta skáldverk hans, röskar 300 bls. í Skírnis- broti. Nordahl Grieg lét sér ekki nægja afspurnir einar um það, sem var að gerast í kringum hann, þess vegna heim- sótti hann Sovét-Rússland og dvaldist þar, og síðar Spán á síðustu byltingarárunum þar. Fyrri hluti hókarinnar gerist í Sovét-Rússlandi en síðari hlutinn á Spáni. Hreinskilni, samúð og hispursleysi einkenn- ir þessa fögru frásögu, og yfir verkinu hvíla þeir hinir sömu töfrar, sem einkenndu glæsilega persónu höfundar- ins, framkomu hans, látbragð og málróm. Kaupið þessa bók, lesið hana og þið munuð aldrei glata henni. wammmmmmktmmmmm Þ, | m i i s | I i H i | 1 M | 8 1 i I m Verkamaður skrifar Framhald af 1. síðu þjark og vífilengjur, að gera gerfiráðstafanir um kaup á tveim togurum, en allar líkur eru til að þar, eins og oft endranær, hafi verið gripið í skottið á tímanum. Er það illa farið með slíkt stór- mál, sem þar var á ferðinni. Um hafnarmannvirkið mikla eru ýmsir menn löngu hættir að tala í alvöru, en í þess stað ganga nú staflaust hinar ótrú- legustu sögur um fjársóun og vettlingatök í því máli. Ekki vil ég leggja dóm á þann orðsveim en vona að þetta hafnarmál verði byggt upp á ný og þá formlega að öllu gengið, því við Akur- eyringar erum ekkert gefnir fyrir að láta hlægja að okkur. Vafalaust eru þessi tvö mál mjög veigamikil og líkleg til þess að efla hag bæjarbúa ef þau eru knúin áfram af festu og alvöru en eigi notuð sem gerfimál. En engar líkur eru til að þau komi okkur að verulegum not- um í vetur og því leyfi ég mér að spyrja: Hvað skal nú til varn- ar verða? Sjómennirnir komu slyppir og snauðir af síldarvertíðinni og verkamennirnir í landi gera ekki betur almennt en að bjargast þann tíma, sem vinnan er stöð- ug. Valda því hinir síhækkandi skattar og verðlag yfirleitt. Munu að dómi allra skynbærra manna hlutföllin milli fram- færslukostnaðar og kaupgjalds fara síversnandir þrátt fyrir „ná- kvæman“ útreikning Hagstofu og verðlagsnefndar. Af því sem hér hefir sagt verið má ráða, að einmitt nú erum við ver undir það búnir, en nokkru sinni fyrr, að taka á móti löngum vetri at- vinnulesis. Er Ijert undir slíkum krihgumstæðum að snara út í opinber gjöld og skatta, sem nem ur U/2—2 mánaðarvinmdaun- um. Mundi mörgum sparsömum verkamanni þykja slík fúlga góður varasjóður til vetrarins. Er skattfargið löngu orðið óbæri legt öllum láglaunamönnum. — Getur ekki hjá því farið, að þeir nú þegar setji fram kröfur um félagslegt öryggi gegn slíkum afarkostum. Munu til þess valdir hæfir menn að beita sér fyrir vakningu í þá átt. Að vísu er sú vakning nú þeg- ar til orðin og krefst aðeins skilnings okkar og þroska. Með stuðningi okkar fær hún byr und ir báða vængi og lyftir hag vor- um úr niðurlægingu, én ef við sundruin kröftunum mun auð- valdið standa yfir moldum hags- munamála okkar og við búa við sama neyðarkostinn og fyr. Sú stund nálgast að við verðum með atkvæðum okkar að gera upp milli hinnar neikvæðu og já- kvæðu afla í þjóðskipuleginu, því megum við síst gleyma, en þó liggur atriðið fyrir nú í svip- inn, en það er að gera bæjar- stjórn og öðrum opinberum að- ilum skiljanlegt, að við verka- menn erum engir stríðsgróða- menn. Daglaun okkar hafa gengið til ýtrustu nauðþurfta og horfið í sjóði ríkis og bæja. Nú verða þessir sömu aðilar að skila nokkrum hluta þessa fjár í vorar hendur, og vonandi nær skilningur þeirra svo langt, að þeir kjósi heldur að sú greiðsla fari fram í arðbærri atvinnu en ekki í þeirri mynd, sem kallast fátækrastyrkur. Um þetta tvennt er að velja og virð- ist ólíku saman að jafna. Og að lokum þetta. Blikkfðtur nýkomnar. Kaupfél. Verkamanna Við íslendingar, fámenn þjóð í hálfnumdu landi, höfum ekki efni á því að berjast á móti fram- vindu tímans. — Okkur ber í hvert skifti er við tök- um félagslega eða stjórnmála- lega ákvörðun, að/ minnast orða Attle^s hreska þjóðarleiðtogans: Tuttugasta öldin er öld alþýð- unnar. , T. Hengilásahespur Hliðlokur Meitlar Dúkknálar Koffortsskrár Skápskrár Sagarborar til útsögunar Blöð í útsögunarsagir Skotlokur Penslar 1” til 3” E inangrunarbönd Hliðlamir V asahnífar Heftivélar nýkomið. Kaupfél. Verkamanna

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.