Alþýðumaðurinn - 23.12.1945, Page 2
2
ALÞfÐUMAÐURINN
Sunnudaginn 23. Des. 1945
Njðsnir Þjúðverja á Islandi
íyrir strið og í strlðsbyrjun
jóía
óskum vér öllum viðskiptavm- um vorum nœr og fjœr.
Ti
Kaupfél. Verkamanna
Á fundi sameinaðs Alþingis
17. Des. gaf Finnur Jónsson,
dómsmálaráðherra, mjög atliygl
isverða skýrslu um njósnir Þjóð-
verja hér á landi fyrir stríð. —
Enda þótt dagblöðin í Revkja-
vík, að undanskildu Morgun-
blaðinu, birtu rækilegan útdrátt
úr skýrslu þessari, þykir Alþýðu
manninum rétt, vegna þeirra, er
gkki sjá sunnanblöðin, að skýra
frá helstu atriðum skýrslunnar.
Skýrsla þessi var gefin í sam-
bandi við umræður um þingsá-
lyktunartillögu, er þeir Sigurð-
ur Bjarnason og Hermann Jónas-
son flytja, um heimild lil þess að
veita landvistarleyfi nokkrum
Þjóðverjum, sem kvæntir eru ís-
lenskum konum og hér höfðu
dvalarleyíi fyrir stríð.
Njósnamálin.
Dómsmálaráðherra minntist í
þessu sambandi á njósnamálin
svonefndu. Eins og kunnugt er,
reyndu Þjóðverjar að fá íslend-
inga til þess á styrjaldarárunum
að fara heim og reka hér njósn-
ir. Þessari starfsemi mun hafa
stjórnað maður að nafni dr.
Lotz. Dvaldist hann í Kræklinga-
hlíð fyrir mörgum árum og rak
hér refabú, en ástæða er til að
ætla, að sögn dómsmálaráðherra
að refaræktin hafi verið yfir-
varp eitt.
Innan slcamms, sagði dóms-
málaráðherra, mætti vænta dóms
í máli hinna íslensku sakborn-
inga.
Viðvörunarbréf Sveins
Björnssonar.
Á árunum 1939 og 1940 var-
aði Sveinn Björnsson, er þá var
sendiherra íslands í Kaupmanna
höfn forsætisráðherra við njósn-
um, sem sennilegt væri, að Þjóð-
verjar rækju á íslandi. Hafði yf-
irmaður dönsku leynilögregl-
unnar skýrt sendiherranum frá
því, að komist hefði upp um víð-
tæka njósnarstarfsemi Þjóðverja
í Danmörku, og höfðu þræðir
hennar m. a. verið raktir til ís-
lands. Danska leynilögreglan
bauð íslensku ríkisstjórninni
samvinnu um málið og óskaði
eftir því, að stjórnin sendi dug-
legan lögreglumann eða lögfræð
ing til Danmerkur og lagði ríkt
á, að vandað yrði val á þeim
manni.
í bréfum sendiherrans, sem
voru þrjú að tölu, var frá því
skýrt, að njósnir Þjóðverja hér
á landi væru hernaðareðlis og
ástæða væri til að ætla, að olíu-
birgðum fyrir þýska kafbáta
hefði verið sökkt í afskekktum,
íslenskum fjörðum.
Dómsmálaráðherra kvað eng-
in gögn finnast í stjórnarráðinu
um það, að bréfum þessum hefði
verið svarað, og tveir af sam-
ráðherrum Hermanus Jónassou-
ar, þáveraudi forsætisráðherra,
teldu sig enga vitneskju hafa
fengið um bréf þessi.
Starfsemi Gerlacks
Þá skýrði dómsmálaráðherra
frá því, að fyrir lægju gögn, er
sönnuðu, að margir þeirra Þjóð-
verja, er hér dvöldust fyrir stríð,
hefðu verið félagsbundnir í sam-
tökum nasista, þýsku vinnufylk-
ingunni og nasistaflokknum.
í sumar fór dómsmálaráð-
herra fram á það við Breta og
Baudaríkjamenu, að lnin fengi
til afnota skjöl þau, er breska
herstjórnin lét handsama í þýska
ræðismannsbústaðnum hér. Fyr-
ir nokkrum dögum, sagði dóms-
málaráðherra, hefir borist yfir-
litsskýrsla yfir það, sem skjöl
þessi geyma. í skjölum þessum
er bréf frá Gerlack til Himlers,
þar sem tekið er fram, að liann
fari ekki hingað sem venjulegur
ræðismaður, heldur til þess að
reka erindi nasistaflokksins á Is-
landiv Ilafði þýska utanríkis-
ráðuneytið tekið Gerlack illa,
og hótar hann að skjóta máli
sínu beint til Ribbentrops, ef
hann fái ekki fullkomna aðstoð
í þessu starfi sínu.
Þegar eftir komu Gerlarks
hingað til lands, hófst hann
handa um útbreiðslu nasismans
og efndi í því skyni til sérstakr-
ar viðureignar við ríkisstjórn-
ina. Einkum reyndi hann til þess
að koma í veg fyrir áróður á
móti nasisma og leitaði í því
skyni til forsætisráðherra, en
ekki utanríkisráðherra. Þessi
starfsemi bar þann árangur, að
forsætisráðherra gerði tilraun
til að koma í veg fyrir, að birtar
væru í blöðum og útvarpi frétt-
ir, er nasistum kom illa. Einnig
bannaði hann kvikmynd og bók,
er lýstu hryðjuverkum nasista.
Þá er og upplýst, að dr. Ger-
larh rak hér njósnir og lét meðal
annars njósna uln skipaferðir
hér á höfninni. Einnig var sendi-
stöð í híbýlum hans gerð upp-
tæk af lögreglunni í Reykjavík.
Skýrsla þessi hefir ekki að
geyma sannanir um, að undir-
búin hafi verið innrás á ísland
af hálfu Þjóðverja. En allt bend-
ir til þess, að Þjóðverjar hafi
rekið hér hliðstæða starfsemi og
l. d. í Noregi og Danmörku. Og
enginn vafi leikur á því, að ef
þýsk innrás hefði verið gerð á
ísland, hefði landinu slafað
hætta af Þjóðverjum þeim, sem
hér dvöldu og störfuðu undir
stjórn dr. Gerlacks og voru fé-
lagsbundnir í samtökum nasista
og höfðu unnið „foringjanum“
eið, sem meðal annars kvað svo
á, að þeir skyldu vinna gegn
þeim þjóðum sem sýnl höfðu
þeim gislivinátlu, ef þess var
krafist.
Dómsmálaráðherra gat þess
að honum þætti að ýmsu leyti
miður að verða að neita um
landvistarleyfi þau, sem hér
væri farið fram á, en kvaðst ekki
treystast til þess að veita þau
með hliðsjón af þeim upplýsing-
um um starfsemi Þjóðverja hér
á landi, sem fyrir lægju. Gat
hann þess, að konur og börn
þessara manna ættu rétt til fram-
færslu hér, meðan þau hyrfu
ekki af landi burt, enda hefði
hún verið veitt. Taldi hann í
meira lagi varasamt að taka upp
þá reglu, að veita ætti útlendum
mönnum íslenskan ríkisborgara-
rétt, þótt þeir væru kvæntir ís-
lenskum konum, sér í lagi þegar
um þau viðhorf væri að ræða,
sem hér er raun á.
Hermann JónassoLi kvað að-
eins til þess ætlast með þings-
ályktunartillögu þessari, að
þeim Þjóðverjum, sem saklaus-
ir reyndust, yrði veitt leyfi til
landvistar hér. Varðandi upplýs-
ingar dómsmálaráðh. kvaðst
hann vilja taka það fram, að vit-
að væri, að Þjóðverjar hefðu
rekið hér víðtækar njósnir fyrir
stríð og benti á, að enn væri fyr-
ir hendi hætta á því að erlend
ríki rækju hér njósnir. Þá kvað
hann samráðherra sína hafa vit-
að um bréf sendiherrans í Kaup-
mannahöfn frá 1939 og 1940.—
Einnig lét hann þess getið, að
lögreglustjórinn í Reykjavík
hefði farið utan að ráði ríkis-
stjórnarinnar til viðræðna við
ríkislögregluna dönsku eftir að
bréf sendiherrans í Kaupmanna-
höfn lágu fyrir og hefði hann
samið skýrslu um för sína. Þá
kvaðst Hermann hafa frá upp-
hafi grunað dr. Gerlack um
njósnir, enda hefði hann látið
hafa eftirlit með Ilollulli frá því
að dr. Gerlack kom hingað til
lands og hefðu njósnir þessar
um þýska seLidiherrann orðið til
þess, að sendislöð fannst í hí-
býlum lians, og var hún eyði-
lögð. Kvað HermaiLn allt þetta
hafa orðið til þess, að sendi-
mönnum þýsku stjórnarinnar,
senL hingað vorn sendir þeirra
erinda að fá leyfi lil flugvalla-
gerðar hér á laiLdi, var þegar
í stað vísað á bug.
Pukrið verður að hverfa
Eins og vænta má, hefir skýrsla
þessi vakið geysilega athygli, og
menn spyrja, hvers vegiLa þjóð-
íil hafi verið leynd þessu svo
lengi. Verður yfirleitt að and-
mæla kröftulega því pukri, sem
nú hefir alllengi viðgeLLgist ulll
utanríkismál vor. Þar seiLL lýð-
ræði ríkir, verða borgararnir að
gera sér grein fyrir vandanLál-
iiiLL þjóðarinnar, en án fullrar
vitneskju ulll staðreyndir er slíkt
ókleift. Pukrið er því andstætt
lýðræðisskipulaginu.
AiLiLars keiLLur enguiLL, sem vel
íylgdist með fyrir stríð og í
stríðsbyrjun, á óvart, að hér
liafi verið reknar njósnir af Þjóð
verjuiLL. Þjóðverjar og nasism-
inn áttu hér mikil ítök, og fjöldi
íslendinga var sífellt reiðuljú-
íllll að taka málstað þeirra, hvar
og hvenær sem var. T. d. var víð-
lesnasta blað landsins, Morgun-
blaðið, á þessuLLL tíiiLa á þeirra
bandi, og ulll sama leyti fannst
Þjóðviljanum „smekksatriði“,
hvort menn væru með eða móti
nasismanum.
x.
Vegna misskilnings, sem blað
ið hefir orðið vart við, að um-
mæli Br. S. í síðasta blaði um
sorphreinsunina í bænum hafi
valdið, skal það tekið fram, að
þar er ekki deilt á þá menn, sem
hreinsunina sjá um, heldur þá
stjórn þessara mála, sem meðal
annars er ætlað tveimur mönn-
iiLLL að annast þetla starf, sem er
þegar orðið svo uiLLÍangsmikið,
að tveir menn geta alls ekki ann-
að því.