Alþýðumaðurinn - 06.05.1947, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUMAÐURINN
ÞriSj uflagur 6. maí 1947
Ætlar Alþingi loks að sjá sóma
sinn í að koma kolaverzlun hér
á landi í sómasamlegt horf?
Gylfi Þ. Gíslason flytur í neðri deild Álþingis frumvarp
til laga um kola- og saltverzlun ríkisins, en samkvæmt
því skal komið é sérstakri stofnun, „Kola- og saltverzl-
un ríkisins", og engir nema ríkisstjórnin mega flytja
inn fré útlöndum steinkol eða salt fré 1. égúst 1947. —
í greinargerð upplýsir flutningsmaður, að vörur þessar
hafi undanfarin ér verið keyptar til landsins fyrir milli-
göngu ríkisstjórnarinnar, en hagnaðurinn runnið í vosa
kolakaupmanna! Hér er mél, sem við Akureyringar
munum fylgjast vel með, hvernig afgreitt verður. —
,.Kola- og saltverzlun rikisins“
skal vera sjálfstæSur íjárhagsaðiiL
en ríkissjóður bera ábyrgð á skuld-
bindingum hennar. Skal verðlagn-
ingu þessara vörutegunda hagað
þannig, að „Kola- og saltverzlunin“
fái greiddan allan kostnað, sem rekst-
urinn hefir í för með sér, en ekki
stefna að því að öðlast neinn ágóða.
Þó skal stofnunin leggja í varasjóð
ákveðinn hundraðshluta af vörusölu
sinni, og skal upphæð hans ákveðin
í sérstakri reglugerð. Verði á ein-
stöku ári hagnaður umfram það sem
leggja ber í varasjóð, skal honurn
varið til verðlækkunar á næsta ári.
Verði hins vegar tap, skal það greitt
úr varasjóði, ef til er, ella úr stofn-
sjóði, en haga skal þá verðlagnhfgu
næsta árs þannig, að tapið vinnist
upp, og skal þá varasjóði eða slofn-
sjóði bættur hallinn. Nægi hagnaður
einstaks árs ekki til þess að leggja
tilskilið gjald í varasjóð, skal það
greitt af hagnaði, er síðar verður,
áður en honum er varið til verðlækk-
unar.
Eins og áður segir má enginn nema
ríkisstjórnin flytja inn frá útlöndum
nokkra tegund af steinkolum eða
salti, samkvæmt frumvarpi þessu,
að smjör-, fóður- og borðsalti þó
frátöldu. Fyrirtækjum, sem stunda
útgerð eða siglingar, má þó heimila
að flytja vörur þessar til landsins á.
eigin skipum og til eigin nota.
í greinargerð flutningsmanns fyr-
ir frumvarpinu segir, að undanfarið
hafi verið mjög tilfinnanlegur skort-
ur á kolum og salti í landinu og haíi
þetta valdið margháttuðum erfið-
leikum og óþæginduin. Ýmsir kaup-
staðir og kauptún utaii Reykjavíkur
hafi um skeið orðið algerlega kola-
laus, og saltleysi hafi torveldað hag-
nýtingu afla í nokkrum verstöðvurn
og virðist því auðsætt, að gera þurfi
það, sem unnt sé, til þess að koma í
veg fyrir, að slíkt geti átt sér stað.
Á síðastliðnu ári hafi verið fluttar
til landsins 95.5 þúsund smálestir af
steinkolum og verðmæti þeirra verið
11.5 miljónir króna, og 20.1 þúsund
smálestir af venjulegu salti, en verð-
mæti þess verið 3.5 miljónir króna.
Vörur þcssar, og þá sérstaklega kol-
Næstsíðasti „Verkam.“ gerir at-
vinnu og afkomu akureyrskra verka-
manna að umtalsefni. Segist blaðinu
svo frá, að „hundruð fjölskyluu-
íeðra“ hafi ekki haft „liandtak að
vinna síðan um jól“. og nú sé „hung-
ur fyrir dyrum margra fjölskyldna“.
í áskorun, sem fundur verklýðs-
félaganna (stjórnir og íulltrúaráð)
20. f. ni. séntíu bæjarstjórn, er sagt,
að atvinnuleysi liafi verið „mjög al-
mennt um fjögurra mánaða skeið“
o. s. frv.
Ilér er um svo gífurleg öfugmæli
að ræða og svo augljós, að mála-
færsla sem þessi getur ekki haft önn-
ur áhrif en spilla fyrir því, að meiri
kraftur sé settur á framkvæmdir hjá
bænum en þegar er orðið.
Eins og öllum er kunnugt, var at-
vinna verkamánna fyrri hluta vetrar
— eða fram í janúarlok — miklu
meiri og almennari eri venjulegt er.
Stjórn Vinnumiðlunarskrifstofunnar
ákvað þó — til þess að rannsaka at-
vinnuástandið í bænum — í desem-
ber sl., að láta fara fram aukaskrán-
ingu fyrstu dagana í janúar. Þessi
skráning fór fram dagana 6.—10.
jan. Eins og von var til, þar sem svo
mikið var að gera um þetta leyti,
varð þessi skráning mjög fásótt, og
sýndi alveg óvenju almenna og stöð-
uga vinnu verkamanna i bænum.
Þó efndi bærinn til vinnu fyrir um
20 manns síðasl í janúar, en henni
lauk fyrstu dagana í febrúar vegna
þess að tíð spilltist.
Dagana 20.—22. febrúar fór svo
in, muni á undanförnum árum hafa
vcrið keyplar iil landsins nær ein-
göngu fyrir milligöngu ríkisstjórnar-
innar, þ. e. a. s. sem liður í viðskipta-
samningum við önnur ríki, og muni
mega teíja fulivíst, að þær fáist ekki
á næstu árum á annan hátt. Þó að
hið opinbera hafi þannig aflað kol-
anna, hafi það, svo sem kunnugt sé,
ekki annazt skipulagið á flutningum
þeirra ( til landsins eða dreifingu
þeirra innan lands, heldur hafi það
verið í höndum einkaaðila.
Flutningarnir og dreifingin hafi
ekki verið skipulögð eins og skyldi,
enda varla verið við því að húast,
þar eð ekki hafi verið um að ræða
neina heildarstjórn þessara mála, og
um hána geti ekki orðið að raíða,
nema ríkisvaldið annist hana, þ. e. a.
s. taki verzlun þessa í sínar hendur
og skipuleggi íiutningana og dreif-
inguna með hagsmuni þeirra fyrir
augum, sem vörur þessar noti.
hin almenna febrúarskráning fram.
Hún sýndi þessa útkomu: Til skrán-
ingar mættu 45 manns. Á framfæi/i
þeirra voru 39 ómagar, 31 sóttu um
bæjarvinnu,ef fáanleg væri. Skráning
in gilli fyrir mánuðina nóv.—jan. —
Vinnudagafjöldi þenna tíma skiplist
þannig niður á hiria skráðu:
8 höfðu 20 daga og færrí.
7, 21—30 daga.
4, 31—40 —
7, 41—50 —
6, 51—60 —
13 yfir 60 daga.
Flestir hinna skráðu höfðu haft
5 10 vinnudaga það sem af var fe-
brúarmánaðar.
Nú hefir verið óvenjumikið um
skipakomu síðan um áramót og hef-
ir verið mikil vinna við mörg skip-
anna. 60—100 manns vinna við hvert
skip eftir því hvort unnið er við tvö
eða þrjú gengi, og er þá reiknað með
þeim mönnum, sem vinna í pakkhús-
um við móttöku vara. Nokkur vinna
var á tímabili við snjómokstur í
bænum.
Að þessum tvíimur atvinnuleysis-
skráningum meðtöldum nær það
ekki hundrað manns, sem leitað liafa'
til Vinnumiðlunarskrifstofunnar í at-
vinnuleit síðan um áramót. Sést á
öllu þessu hvílík reginfj arstæða það
er, að halda því fram að hundruð
verkamanna hafi ekki haft handtak
að gera síðan um jól, þólt máske
megi finna þessu stoð í einstökum
tilfellum.
Að ásaka bæjarstjórn fyrir að'
Er það sigurvæniegt?
halda ekki uppi atvinnubótavinnu yf-
ir illviðristímann frá miðjum febr.
til páska, er álfka gáfulegt og góð-
girnislegt hjá „Verkam.“ og hjá
brezka íhaldinu og kommúnistum,
að saka verkamannastjórnina brezku
um þau vandræði, sem hiutust þar í
landi af ótíðinni og vatnsflóðum þhr
sl. vetur, án þess þó að ég vilji nokk-
uð bera saman dugnað bæjarstjórn-
ar Akureyrar og brezku verkamanna-
stjórnarinnar. Og eitt er víst, að
fleipur, eins og „Verkam.“ yfirleitt
viðhefur í þessum alvinnuleysismál-
um cr engin bót í máli. Bezt er að
segja hlutina eins og þeir eru, og
hagur verkamanna verður aldrei rétt-
ur svo um muni með atvinnubóta-
vinnu, sem rokið er i þegar atvinnu-
leysið er komið yfir fólkið. Sem bet-
ur fer er ekki um það að ræða enn.
Enn vantar fjölda fólks í iðnað. Til
landbúnaðarslarfa. Til starfa í hús-
um. Sjómenn vantar á fiskiflotann
o. s. frv. Það þarf ekki nema dálítinn
skilning og meðal góðmennsku til
að halda hér uppi nægri vinnu fyrir
verkamenn, þegar tíðarfar ekki haml
ar framkvæmdum. Og að því ber að
stefna í atvinnumálum bæjarins, að
stofnsetja hér í bænum arðvæn at-
vinnutÉeki, eins og dráttarbraut og
skipasmíðastöð, verksmiðjur, sem
vinna útgengilegar vörur úr innlend-
um hráefnum, en vcra ekki að fjaíla
við atvinnurekstur í öðrum sveitar-
félögum — og eyða fé og lánstrausti
í það -— þar sem verkamenn bæjar-
ins eru útilokaðir frá vinnu, eins og
í Krossanesi.* í því er framtíðarat-
vinnutrygging fyrir verkamenn og
iðnaðarverkainenn, en ekki í meira
og minna ýktum furðusögum um at-
vinnuleysi og hungur framundan.
Nú munu vera komnir milli 20 og
30 verkamenn í bæjarvinnu. Þeim
mun fjölga eftir því sem tíðarfar fer
batnandi. Og nóg eru verkefnin fram-
undan. sem framkvæma þarf á þessu
sumri, þó ekki séu talin nemg upp-
^ygging Torfunefsbryggjunnar,
Þygging sjúkrahúss og barnaskóla
o. fl.
H. F.
* Alþm. er ósammála því, sem hér er
sveigt að framkvæmdum í Krossanesi.
BENNI í FRUMSKÓGUM
AMERÍKU
heitir drengjabók, sem bókaútgáfan
Norðri hefir nýlega sent á bóka-
markaðinn. Höfundur er W. E.
Johns, en eftir hann hefir Norðri áð-
ur gefið út aðra Benna-bók: Benna
í leyniþjónustunni. Bækur þessar eru
léttar og skemmtilégar aflestrar fyrir
þá sem gaman hafa af reyfaralestri.
Þýðandi er Gunnar Guðmundsson.