Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.06.1947, Page 1

Alþýðumaðurinn - 24.06.1947, Page 1
XVII. árg. Þriífjudagur 24. júní 1947 24. tbl. Ferðaskrifstofa Akureyrar. g j » Sýnir í kvöld og næstu kvöld: VEÐREIÐARNAR MIKLU (NATIONAL VELVET) Metro Goldwyn Mayer stór- mynd í eðlilegum litum. MICKEY ROONEY Elizabeth Taylor — Donald Crisp Skjaldborgarbíó GÖMLU DANSARNIR Fjörug músíkmynd. Hátíðahöldin á Akureyri 17. júní. Hátíðahöldin hér 17. júní fóru vel fram. Kl. 2 lék Lúðrasveit Akureyr- ar undir stjórn Áskels Jónssonar á Ráðhústorgi, en þaðan var farið í skrúðgöngu upp á túnin sunnan sundlaugarinnar. Tók mikill fjöldi bæjarbúa þátt í göngunni. Efra fór fyrst fram fánahylling en síðan setti bæjarstjóri hátíðina. Þá var guðs- þjónusta og kirkjukórinn söng. Þor- steinn M. Jónsson flutti lýðveldis- ræðu og einnig talaði Kristján Ró- bertsson, stúdent. Kantötukórinn söng og að lokum var þjóðsöngurinn simginn. Kl. 4.30 hófst annar þáttur hátíða- haldanna með fimleikasýningu stúlkna undir stjórn Þórhöllu Þor- steinsdóttur. Karlakórinn Geysir söng, en síðan fór fram keppni í fimmtarþraut og bar Haraldur Sig- urðsson þar sigur úr býtum. Kl. 9 um kvöldið lék Lúðrasveitin aftur og nú uppi á túnum og Karla- kór Akureyrar söng. Loks var dans- að inni í Samkomuhúsinu. ★ DRENGUR BÍÐUR BANA Sl. föstudag vildi það slys til hér í bænum, að 5 ára drengur, Grétar Ól- afsson, Aðalstræti 44, varð undir bíl og beið bana af. Nánari atvik, að því er blaðið bezt veit, voru þessi: Verið var að flytja tunnuefni inn að geymsluhúsi Tunnuverksmiðjunnar á bifreiðinni A-278. Um kl. 4 var bíl- stjórinn að aka henni aftur á bak norður með austurhlið geymsluhúss- ins og hafði áður tekið eftir Grétari litla þar rétt hjá. Hafði drengurinn verið þar áður um daginn og hugði bílstjórinn öruggt, að hann gætti sín fyrir bílnum. Dyrnar stýrismegin hafði bílstjórinn opnar og horfði aftur um þær, um leið og hann ,,bakkaði“. Heyrði hann þá allt í einu kallað upp og hemlaði þegar, en þá hafði annað afturhjól bifreið- arinnar farið yfir litla drenginn. Var honum þegar ekið á spítalann, en reyndist þá látinn. Ekki er vitað, hvað olli því, að drengurinn varð fyrir bifreiðinni. Bílstjórinn, sem ek- ur A-278, er alkunnur sem gegn og gætinn ökumaður. EKKERT SAMKOMULAG í gær og fyrradag hafa farið fram hér í bænum samkomulagsumleitan- ir milli síldarverksmiðj a norðan- lands utan Siglufjarðar annars veg- ar og samninganefndar frá Alþýðu- sambandi Norðurlands hins vegar. Ekkert samkomulag náðist. Neitaði samninganefndin — en fyrir henni munu ráða mest Guðmundur Vig- fússon, erindreki Alþýðusambands íslands, og Steingrímur Aðalsteins- son, stjórnarmaður Krossanesverk- smiðjunnar, — öllu samkomulagi, nema samið yrði einnig við Þrótt á Siglufirði, sem kommúnistar hafa att út í ólöglegt verkfall, að því er flestir telja. Er nú nokkuð augljóst, að það tekst að kyrkja verksmiðju- rekstur Akureyrarbæjar i Krossa- nesi þegar á fyrsta ári, sé ekki þegar unninn bráður bugur að því að hefta skemmdarstarfsemi þá, sem — og það er það alvarlegasta — ógnar nú öllum síldarútveginum norðanlands. í dag hefir Ferðaskrifstofa Akur- eyrar starfsemi sína í húsi Búnaðar- bankans. Er hún útibú frá Ferða- skrifstofu ríkisins, en forstöðumaður hennar er Jón Egils, kaupmaður. Skrifstofan mun haga starfsemi með líkum hætti og aðalskrifstofan í Reykjavík. A öðru leitinu mun hún skipuleggja og undirbúa hópferðir lengri og skemmri, en hinsvegar veita ferðamönnum, er að garði bera, hvers konar fyrirgreiðslu, hefir hún in. a. tryggt sér allmörg herbergi til gistingar ferðamönnum, einnig mun hún annast útvegun bifreiða HAPPDRÆTTI UM TUTTUGU BIFREIÐAR Samband íslenzkra berklasjúklinga hefir fengið 20 fjögra manna Renault bifreiðar, sem efnt verður til happ- drættis um. Dráttur mun fara fram fjórum sinnum, um fimm bíla í hvert skipti. Fyrsti dráttur fer fram 15. júlí, annar 15. nóvember, þriðji 15. febr. 1948 og fjórði 15. maí 1948. Sömu miðar gilda, án endurnýjun- ar, fyrir alla drættina og halda því verðmæti sínu til loka happdrættisins í maí 1948. í síðasta drættinum verður aðeins dregið úr númerum seldra miða. Hér á Akureyri verða happdrættis- miðarnir seldir í öllum bókaverzlun- um og á skrifstofu Flugfélags ís- lands. Gangleri, 1. hefti 21. árs, er ný- lega kominn út, Flytur margar at- hyglisverðar og vej .ritaðar greinar, bæði eftir ritstjórann o. fl. Hugsandi fó.lk ætti að lesa þetta rit meira en al- mennt gerist. Það flytur ætíð nokkuð merk tíðindi, sem eiga erindi til margra. Hér ó Akureyri fæst Gang- leri hjá Sigurgeiri Jónssyni, söng- kennara, Spítalaveg 15. eftir ósk ferðamannahópa o. s. frv. Það er full ástæða til að fagna því, að ferðaskrifstofa hefir tekið til starfa hér í bænum, og að ötull mað- ur og áhugasamur hefir fengizt til að veita henni forstöðu. Akureyri er fyrir flestra sakir sá bær hér á landi, sem mesta möguleika hefir sem ferða- mannabær, en fram að þessu hefir næsta lítið verið til þess gert að beina hingað ferðamannastraum, enda enginn aðili, sem annazt hefir fyrirgreiðslu ferðamanna. Hinu fær enginn neitað, að miklar heimsóknir ferðamanna eru drjúgur tekjuauki fyrir bæinn sem heild. En til þess að. auka ferðamannastrauminn er þrent nauðsynlegt: í fyrsta lagi auglýsinga- starfsemi. í öðru lagi að um örugga fyrirgreiðslu á staðnura sé að ræða, og síðast en ekki sízt að ferðamönn- um sé gerð dvölin jafn þægilég og ódýr, sem framast er unt. Mun for- stöðumaður skrifstofunnar hafa full- an hug á að reka hana með þeási sjónarmið fyrir augum. Er þess að vænta, að bæjarbúar greiði fyrir þeirri viðleitni eftir föngum. Má í því sambandi minna á, að enn mun skrifstofuna vanta gjstiherbergi, og ættu þeir, sem léð gætu herbergi í því skyni, að lóta hana vita af því sem fyrst. Eins og sakir standa nú, er aðal- lega ætlazt til, að skrifstofan starfi yfir sumarið, en forstöðumaður hennar hyggst einnig að reka hana að einhverju leyti í vetur. En Akur- eyri er á marga lund mjög vel fallin til vetraríþrótta, og er ekki ósenni- legt, að margir myndu leita hingað t. d. í páskaleyfi í þeim tilgangi,. ef þeir ættu hér vísan samastað, en úr • • > '*» þ.ví mun nú verða bætt. Ferðaskrifsto.fan hefir samvinnu við Ferðafélag Akureyrár óg fer vel á því, að þessir aðilar vinni saman, Er. þess *að vænta, að starfsemi sú, sem nú er hafin megi eflást og Akur- eyri og nágrenni verða. hið fyrir- heitna land ferðamanna á komandi árum, þeim sjólfum til ánægju og bænum til hagsbóta. St. Std. ..

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.