Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.06.1947, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 24.06.1947, Blaðsíða 4
« ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 24. júní 1947 OrðsendiDg frð heiibrigðisstjðrn ' Um þessar mundir verður gerð til- raun til algerrar rottueyðingar hér á Akureyri á sama hátt og gerð var í Reykjavík á síðastliðnu ári. Náðist þar ágætur árangur, og standa mikl- ár vonir til, að svo fari einnig hér. Breakt félag, hið sama og starfaði að þessu máli í Reykjavík, hefir tekið að sér rottueyðinguna hér á Akur- eyri. Heitir það „British Ratin Com- pany Ltd.“, og eru komnir hingað á vegum þess þrír sérfræðingar í þess- um rnálurn: Mr. Allan Stanvay og að- stoðarmennirnir Mr. Colin McKin- non og Mr. Charles Ridley. Efnin, sem notuð eru við eyðing- una, erú framleidd í Ratin-efnasmiðj- unni í Kaupmannahöfn, og eru þau þrenns konar. Hið fyrsta, ratin, er fljótandi. Er það notað á þann hátt, að brauð er bleytt í því, og veldur það veikindum í rottunum, sem venjulega dregur þær til dauða á níu dögum. Þessi aðferð er á marg- an hátt hin heppilegasta. 1 fyrsta lagi veldur þessi haegfara eitrun því, að rotturnar hænast að agninu dögum saman, án þess að verða varar nokk- urrar grunsemdar, en að ná því hefir löngum verið örðugasti hjallinn á leiðinni til fullkominnar eyðingar þessara meindýra. í öðru lagi fylgir þessu sá kostur, að rottur, er rífa i sig félaga sína, er farizt hafa af þess- ari eitrun, sýkjast einnig. Ýmsir hafa að vísu andúð á slíkri eitrun, en þeg- ar þess er gætt, að rotturnar sækjast mjög eftir að éta aðrar rottur, ef þær ætla, að þær hafi drepizt á eðlilegan hátt, verður naumast hjá því komizt að nota þessa aðferð. En því miður gengur ratin ekki af öllum rottum dauðum, enda er því svo farið í riki náttúrunnar, að jafnan eru einhverj- ir einstaklingar ónæmir fyrir hverri tegund sýkingar. En, sem betur fer, er hér um að ræða mjög lágan hundr- aðshluta af rottum, er þola ratin. Er þá gripið til annars ráðs, eiturs, er nefnt er ratinin og framleitt er úr jurtum. Drepur það rotturnar á fáum klukkustundum. Enda þótt ratinin sé eitur, er það eingöngu miðað við rottur og algerlega óskaðlegt öðrum dýrum og mönnum. Að loknu þessu öðru stigi eyðingarinnar ætti rottan að vera nálega úr sögunni, en þó verður löngum eitthvað örlítið eftir enn, og er þá gripið til nýrra ráða. Þetta þriðja og síðasta stig eitrunar- innar er kallað ratin-auki. Þetta eitur er gjörólíkt ratinin og er hættulegt mönnum og skepnum. Verður því að gæta ýtrustu varúðar í meðferð þess, enda er sú bót í máli, að sjaldan þarf að grípa til þess og þá jafnvel farið mjög varlega. Daginn eftir að eitrað hefir verið með því, inun verða séð um, að hverju leyfðu agni verði safn- að og þeim brennt. Ætti því hætta, sem af þessu getur stafað, að vera sáralítil, enda barst bæjarskrifstofun- um í Reykjavík ekki ein einasta krört un um slys, er hlotizt hefðu þar af eitruninni. Aðgerðir þessar hófust hér í bæn- um mánudaginn 23. júní. Stendur fyrsta stig eitrunarinnar yfir um þrjár vikur, annað nálægt hálfum mánuði og hið síðasta um viku. Komið verður í hvert hús í bæn- um og eitrað, nema öruggt sé um, að þar hafizt ekki rottur eða mýs við. Undirritar þá húsráðandi yfirlýs- ingu um, að svo sé. Ef svo er ekki, fer eitrunin fram með þeim hætti, sem hér hefir verið lýst. Að loknu hverju stigi ber húsráðanda einnig að undirrita viðurkenningu um, að eitrun hafi verið framkvæmd og skal kvittun þessi afhent við næstu um- ferð. Miklar vonir eru þó um, að Mernitasköianum á Akureyri var slitið 17. júní. Var þá utskrifað- ur 20. stúdentahópurinn frá skólan- um og hafa þá alls 566 stúdentar út- skrifast þaðan. Að þessu sinni út- skrifuðust 47 stúdentar, 24 úr mála- deild, en 23 úr stærðfræðideild. — Hæstu einkunn hlaut Halldór Þor- inar, Laufási (stærðfræðideild) 7.40, en hæstu einkunn máladeildar hlaut Sigurlaug Bjarnadóttir, Vigur, 7.21. Hæst er gefið 8 við skólann. 36 af stúdentunum hlutu 1. eink., 11 II., en enginn III. Allmargir 10 ára stúdentar voru við skólaslitin. Afhentu þeir skólan- um að gjöf málverk eftir einn þeirra bekkjarfélaganna, Sigurð Sigurðs- son frá Sauðárkróki. Sömuleiðis til- kynntu 15 ára stúdentar gjöf til skólans. Verður það málverk af Sig- urði Guðmundssyni, skólameistara, gert af Jóni Stefánssyjii, listmálara. Þá hafa fyrir nokkru 88 gagnfræð- ingar lokið prófi við skólann, þar af 50 með 1. eink., 36 með II. og 2 með III. Hæstu einkunn hlaut Sveinn Skorri Höskuldsson 7.06. víða fari svo, að ekki komi til þessa, heldur dugi fyrsta eða a. m. k. annað stig eitrunarinnar til að eyða rottun- um að fullu. Gefur þá húsráðandi viðurkenningu um, að svo sé. Verk sem þetta krefst mikillar ná- kvæmni og alúðar, og er þess fast- lega vænzt, að bæjarbúar bregðist vel við, hafi sem bezta samvinnu við hina erlendu sérfræðinga og greiði götu þeirra í þessu menningarstarfi. Alveg sérstaklega er bráðnauðsyn- legt, að skýrslurnar um, hvernig eyð- ingin hafi tekizt séu svo sannar og réttar sem frekast er kostur á. Skýrslur hafa verið gerðar um á- standið í hverri húseign í bænum, og má telja öruggt um, að komið verði til eitrunar í öll hús, þar sem tilkynnt hefir verið um rottur. Saroa máli gildir og um hús, sem reist hafa verið síðan skýrslugerð þessi fór fram. En fari svo, að eftirlitsmenn- irnir hafi ekki komið í eitthvert hús 12. júlí, á að beina umkvörtunum um það til heilbrigðisfulltrúa, í síma 196, og verður þá séð um, að eitrunin sé framkvæmd reglulega. NÝKOMIÐ: Strigaskór með gúmmísólum, nr. 39—44. Barnasandalar með hrógúmmísólum. Bússur, hólfhóar. SkSbOð KEA AÖalfundur Flugfélags íslands, h.f. verður haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík föstudaginn 27. júní n. k. kl. 2 e. h. Afhending aðgöngu- og atkvæðamiða fer fram í skrifstofu félagsins í Lækjargötu 4, dagano 25. og 26. júní. STJÓRNIN. AUGLYSING um arðsútborgun Samkvæmt ákvörðun aðalfundar verður greiddur 4% arður af hlutabréfum bankans fyrir árið 1946. Arðmiðar verða innleystir í aðalþankanum í Reykjavík og í útibúum hans á venjulegum skrifstofutíma. Útvegsbanki íslands h.f. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför konu minnar Ólofíu Bjarnadóttur Hjaltalín. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Kristján Ásgeirsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.