Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.08.1947, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 12.08.1947, Síða 1
v j a ^ t ó sýnir í kvöld og annað kvöld: SlÐASTA VONIN (The last chance) Svissnesk Metro Goldwyn kvikmynd. Aðalhlutvrekin leika: John Hoy — Ray Reagan Luisa Rossi — E. G. Morrison. Börn yngri en 14 ára fá ekki aðgang. Skjaldborgarbíó Sýning í kvöld: „EG HEITI JCLlA ROSS“ (Spennandi sakamálamynd) Bönnuð yngi en 16 ára. Næsta mynd: sjömAnastaðir Einkennileg og áhrifamikil mynd. — Bönnuð yngri en 14 ára. Ekkert , lúxusflakk" lengur? Hin nýskipaða viðskiptapefnd fjárhagsráðs hefir nú auglýst, að vegna gjaldeyrisörðugleika muni hún í náinni framtíð ekki veita nein gjaldeyrisleyfi til ferðakostnaðar er- lendis. Jafnframt tilkynnir nefndin, að ekki séu líkur til, að hægt verði að veita gjaldeyri til námsdvalar er- lendis á sama hátt og undanfarin ár. Það er vonum seinna, sem þessi tilkynning kemur um ferðakostnað- inn. ,,Lúxusflakk“ alls konar fólks hefir verið hneykslunarhella alls þorra þjóðarinnar um langan tíma, og hefði löngu mátt vera búið að kveða það niður. Hitt er illt til að vita, ef óviturleg gjaldeyriseyðsla undanfarið ásamt gjaldeyrisskorti nú verður til þess að lorvelda efni- legurn námsmönnum að sækjá sér og þjóð sinni gagnlega þekkingu út fyr- ir álinn, þó að rétt sé að hafa þar eftirlit á. Norðurland dráttarbrautar- Það er nú svo komið, að ógerlegt er að taka skip upp til aðgerðar fyr- ir öllu Norðurlandi, þó að hráð nauðsyn heri til: Dráttarhraut Akureyrar er hiluð. Skip eru dregin biluð austan fyrir Langanes og inn á Akureyrarhöfn, þá fyrst fá þau að vita sannleikann: Dráttarbrautin er biluð! Það er að vísu framkvæmdarstjór- ans að auglýsa, að Dráttarbrautin sé óstarfhæf, en ekki leysir trassaskap- ur hans þar um bæinn frá þeirri sök að liafa sofið og sofa enn á því höf- uðnauðsynjamáli að koma hér upp Fátt hefir vakið jafnmikla athygli úti um lönd eins pg upplýsingar' þær, sem hrezka stjórnin gaf nýlega um fjárhagsvandræði þjóðarinnar, og ráðstafanir þær, sem stjórnin hyggst gera til að vinna bug á örðugleik- unum. Um skeið var því fleygt, að forsætisráðherrann, Atlee, gerðist valtur í sessi, en ekki hefir andstæð- ingum Verkamannaflokksins brezka orðið þar að von sinni. Þvert á móti virðist svo, sem stjórn lians sé mjög samhent og njóti einmitt í þeim ráð-‘ stöfunum, sem hún hyggst nú gera, óskoraðs fylgis flokks síns og ann- arra fylgjenda. Eins og menn muna var kosninga- sigur brezka Verkámannaflokksins síðast mjög glæsilegur. En um leið var flokknum bundinn mikill vandi á herðar: Honum var falið að sigla þjóðarskútunni farsællega til hafn- ar, um skerjaleið eftirstríðsörðug- leikanna, þar sem Churchill hafði stjórnað skörulega um úthöf stríðs- áranna, en var ekki treyst til brim- lendingarinnar. Margt hefir lagzt á eitt um að gera brezku stjórninni þessa lendingu sem örðugasla: harður vetur, erfiðleik- arnir við herselu Þýzkalands og ým- iss konar örðugleikar við endurskip- an á sambúð Breta við verndarríki þeirra. O'ft hefir stjórnin mætt hvassri gagnrýni, ekki sízt frá eigin myndarlegri dráttarhraut, eða gera þeim einstaklingum, sem hug hefðu á slíku, það kleift aðstöðunnar vegna. Umbúðalaust mælt, þá eru hafnar- mál Akureyrarkaupstaðar í hinni mestu niðurlægingu: Skjólveggur skipakvíarinnar er enn óbyggður, þótt hálft ár sé nú liðið, síðan sá liðsmönnum, en sú gagnrvni hefir fyrst og fremst borið vitni um fersk- leik og heilbrigði flokksins, en alls ckki veikleika. Nú hafa afturhaldsöflin víða um lieim rekið upp mikið rámakvein: Fjárhagsvandræði Breta eiga qll að stafa af jjjóðnýtingarfyrirætlunum brezku stjórnarinnar og að hún hefir gert meira en ráðgera á Jjví sviði. Meira að segja Morgunblaðið okkar hættir á Jrað að láta ljós sitt skína um ástandið í Bretlandi og segir, að brezkir kjósendur bíði Jjess með ó- þreyju að sýna hug sinn við nýjar kosningar og fella Verkamanna- flokksstjórnina. Það er vafalaust rétt, að brezkir kjósendur vildu gjarnan fá að sýna hug sinn nú, en ekki til að fella nú- verandi stjórn, heldur sýna henni enn betur en fyrr, að brezk alþýða vill, að sú leið sé gengin, sem brezka stjórnin hefir markað, og gengin enn liraðar og örugglegar en hingað lil hefir Jjótt fært. Það er út af fyrir sig næsta skop- legt, þegar aðalblað stærsta flokks- ins hér á landi hyggst knésetja brezku sljórnina og kenna henni hverjar or- sakir núverandi fj árhagsvandræða Brela eru: Það er þjóðnýtingin, seg- ir Morgunblaðið. En hvernig er það annars hér á Framhald á 6. síðu. gamli fór í afspyrnuveðri í vetur; syðri Torfunefsbryggjan. sem gert var við í vor, er tekin að síga á ný; hafnargarðurinn á' Tanganum er hálfbyggður enn og virðist helzt ætl- aður öldunum til niðurrifs. Að vísu mun svo komið, að loforð sé fengið fyrir uppmokstursskipi hingað með haustinu, en fyrirsjáanlegt er, að enn er langt í land, að hér komist hafnarmálin í gott liorf. Það er meira að segja komið 6VO, að blaðið Dagur, sem í vor fékk ill- kynjað taugaáfall af því, að hér í blaðinu var þá bent á, að ófremdar- ástandið í hafnarmálunum væri ein- göngu að kenna roluhætti bæjar- stjórnarmeirihlutans og höfuðdýr- lings hans, bæjarstjórans, hefir fyrir löngu komið auga á sannleikann í málinu og ritað oftar en einu sinni í sumar hvassorðar ádeilugreinar um mál þessi. Ef Alþm. hefir tekið rétt eftir, hef- ir jafnvel Islendingi ofboðið ástand- ið. En hvað stoðar, þótt blöðin láti urga í pennunum? í hálft annað ár hefir bæjarstjórnin eytt meginorku sinni í að láta bæjarstjórann gera eitthvað, og hvernig hefir það geng- ið? Meginþorri Akureyrarbúa virð- ist hinn ánægðasti: Bara að nógu lítið sé aðhafzt, þá er allt gott. En skyldu þeir ekkert rumska, ef flest skipin hér flyttu búferlum héð- an vegna margfaldra vátrygginga- gjalda sökum lélegrar hafnar, og myndarleg dráttarbraut risi einn góðan veðurdag upp á Siglufirði,- Húsavík eða Sauðárkróki, af því að útgerðarmenn gerðust langleiðir á Þyrnirósusvefni Akureyrar? Aljun. er ekki vonlaus um það. En Iiann er vonlaus um, að það rumsk komi að nolum. Það hefir sem sé verið sagt, að það sé of seint að iðr- ast ejtir dauðann. Fjárhagsvandræði Breta

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.