Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.08.1947, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 12.08.1947, Síða 2
ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 12. ágúst 1947 Sjónarmið Jafnaðarmanna (Ágrip aj rœðu, er jlutt var ú kajfikvijldi í Alþ'ýðuflokksjélagi Húsavíkur s. I. vetur.) Margt ketnur í hug vorn á langri leið. Margar eru þær spurningar, er kreíjast svars, og mörg viðfangseín- in, er leysa verður. Ein af spurningum þeim, er leitað hafa á hug minn, er þessi: Hvers vegna ert þú jafnaðarmaður? Þess- ari spurriingu hefi ég reyut að svara frá mínu sjónarmiði, og ég held, að allir, Sem einhverja stjórnmálaskoð- tm hafa, hefðu gott af því að gera sér þess ljósa grein, hvers vegna þeir aðhyllast eina stjórnmálaskoðun fremur en aðra. Ef til vill gætu sérfræðingar í sál- arfræði og uppeldismálum ráðið það af skapgerð minni, uppeldi og ævi- starfi, hvaða flokk ég fyllti, og víst er um það, að margir kennarar fylgja jafnaðarstefnunni að málum. Og sjálfsrfgt ltefir það við nokkuð að styðjast, að ýmsar ytri aðstæður valdi miklu um, hvar í stjórnmála- flokki einstaklingarnir lenda. En hvað sem unt það má segja, ætla ég nú með nokkrunt orðum að lofa ykkur að heyra, hvernig ég svara áðurgreindri spurningu frá mínu sjónarmiði. Þess má þó fyrst geta, að ég ólst upp við fátækt, erfiði og allsleysi eins og svo margir íslenzkir æsku- menn á þeim dögum. Þó mynduðu hin kröppu kjör æskuáranna ekki neina lífsbeiskju hjá mér, öfund eða hefndarhug til þeirra, er betur máttu, eins og stundum á sér stað um þá, er lenda forsælumegin í lífinu á æskuárum sínum. Eg fann að vísu oft sárt til þess, hvað það er að vera fátækur og smár, en kenndi það hvorki einstaklingum né ranglátu þjóðskipulagi. Eftir að mér óx fiskur um hrygg og ég gat farið að bera mig saman við aðra menn á líku reki og við lík- ar aðstæður, fann ég ekki, að minn hlutur væri fyrir borð borinn, meira en efni stóðu til. Eg fann, að háir sem lágir vildu yfirleitt skara eld. að sinni köku og neyttu til þess þeirra ráða, er fyrir hendi voru, þó á nokk- uð misjafnlega heiðarlegan hátt. Virtist mér þetta eitt af lögrnálum náttúrunnar og ekkert við því að segja. þær rnundir fluttist, ég til Ilúsavíkur Um stjórnmál og fékgsmál hugs- aði ég ekki, svo að orð sé á gerandi, fyrr en ég var orðinn 25 ára. En um og kynnlist fljótlega Bókasafni S.- Þingeyinga og hinum landskunna bókaverði þess, Bcnedikt Jónssyni frá Auðnum. Hann kom mér til að lesa ýmsar bækur um félagsmál og leiðbeindi mér um val bóka. Bene- dikt var mjög hrifinn af kenningum hins merka ameríska sljórnmála- manns, Henry Georgs, og lánaði mér ýms af rilum hans lil leslurs. Þótti mér þegar mikið koma til gagnrýni þessa skarpgáfaða manns á viðskipta- málum, skattamálum og fleiri þjóð- félagsmálum. Jafnframt las ég rit ýmsra annarra, er sýndu fram á ranglæti hins ríkjandi þjóðskipu- lags, hvernig hinn sterkari hafði neytt aðstöðu sinnar til að kúga og fé- fletta smælingjann og hversu auðug- ir einstaklingar og fámennar yfir- stéttir höfðu um aldaraðir eða jafn- vel frá því sögur hófust þrælkað fjöldanum og lifað af erfiði hans. Áður en hér var komið sögu, hafði ég á einhvern hátt tileinkað mér þá skoðun — hvort sem það nú hafa verið áhrif frá kristinni lífs- skoð.un eða vegna lesturs á heim- spekisögu próf. Ágúsls H. Bjarna- sonar — að hverjum manni bæri skylda til að stuðla að hamingju meðborgara sinna, eftir því sem á- stæður lians leyfðu, enginn ætti að leggja stein í annars götu af illvilja eða öfund. Með öðrum orðum: Líf- ið væri að þróast á jölrðunni og tak- markið væri sem mest hamingja fyr- ir sem flesta. Að vísu verður hamingjan ekki höndluð eða keypl með eintómum efniskenndum verðmætum, því að eins og segir í vísunni: „Hamingjan býr í hjarta manns; höpp eru ytri gæði.“ En visst lágmark ytri gæða er þó skilyrði fyrir hamingju. Mað- ur, sem þjáist af sulli, kulda eða klæðleysi getur tæplega verið ham- ingjusamur eða notið annarra verð- mæta hfsins. Eg komst þá einnig að þ’eirri niðurstöðu, og reynsla síðari ára hefir algerlega sannað hið sama, að allir íbúar þessarar jarðar eiga að geta öðlast það lágmark verald- legra gæða, sem ég nefndi áðan. Eng- inn þarf, ef rétt er á haldið, að þjást af hungri, lculda né klæðleysi, slíkt er aðeins fyrirkomulagsatriði, — að vj'su býsna flókið, en þó ekki erfið- ara en svo, að hægt er að leysa það. En einn aðal þrándur I götu þeirrar lausnar var sérhagsmtmastreitan, og það ástand, að einstakir menn og fé- lög áttu auðlindir og framleiðslu- tæki en ekki ríkið. Þar sem ég taldi það skyldu mína að fylla flokk þeirra manna, er skapa vilja sem mesla hamingju fyrir sem flesta, var næst að athuga, hver sá flokkur væri er helzt vildi að því vinna. Það voru auðvitað jafnaðar- mannaflokkar lundanna, studdir af verkamönnum og smábændum. Sjálf- ar mynda þessar stéttir alþýðu allra landa x megindráttum og það væru einmitt fyrst og fremst kjör þessa fjölda, sem þurfti að bæta. Jafnáð- armenn liöfðu það fyrst og fremst á stefnuskrá sinni að skipuleggja framleiðsluna og nota hana með skynsamlegri dreifingu í þarfir fjöld ans. Með þessum mönnum lilaut ég að lenda í flokki. En nú var svo kom- ið um þessar mundir, að jafnaðar- menn höfðu skipzt í tvennt: kornm- únista og lýðræðisjafnaðarmenn. Þá greindi að vísu ekki á um tak- markið,, — hamingju og vellíðan fjöldans —- heldur leiðina að mark- inu. Konnnúnistar vildu byltingu að rússneskri fyrirmynd, hvað sem hún kostaði og hverju sem fórnað yrði, en höfðu enga trú á umbótum,- töldu þær jafnvel skaðlegar, því að þær tefðu fyrir byltingmgunni. Lýðræðis jafnaðarmenn vildu hins vegar fara löglega að öllu og sætla sig við hæg- fara þróun, ef nauðsyn krefði, en styrkja flokk sinn og efla, láta hann vaxa sig sterkan og vinna sér fylgi með rökstuddum umbótákröfum fyr- ir fjöldann og stefna ákveðið en ör- ugglega að settu rnarki. Milli þessara flokka varð ég þá einnig að velja. Og það var ekki erfitt verk. Eg vissi nægilega mikið í sögu þjóðanna til að vera það ljóst. að stjórnmálabyltingar verða yfirleitt ekki nema með stórfelldum blóð- fórnurn á báðar hliðar, eyðingu ó- hemjulegra verðmæta og ósegjanleg- um hörmungum hlutaðeigandi þjóð- ar um lengri eða skemmri tíma. Og að lokum, árangurinn mjög vafa- samur. Hann færi alveg eftir því, í hverra höndum völdin lenlu að lok- inni byltingu. En slíkt væri alveg undir liælinn lagt. í öllum byltingar- flokkum er jafnan fullt af alls konar ævinlýramönnum, sem einskis svif- ast til að hrifsa til sín völdin, hve- nær sem tækifæri gefst. að ónefndum öllum þeim, sem þátt taka í bylting- um og uppreisnum lil að svala fúl- fnennsku og morðfýsn. Jafnvel slíkir menn geta komizt hátt og náð völd- um að lokinni Jjy Itingu. Og livað yrði um ahnenn mannréttindi, svo sem máifrelsi, ritfrelsi og skoðána- frelsi undir stjórn slíkra manna? Slíkan flokk vikli ég ekki fylla, hversu háleitt mark, sem hann setli sér. Þá vildi ég heldur vinna með þeim mönnum, sem með alúð og þrautséigju stefna að því eftir lög- legum leiðum að bæta kjör almenn- ings og skapa almennan skilning á rétti smælingjans' til mannsæmandi lífs, þó að hægt gengi og margar torfærur yrrðu á veginum. Þegar ég lít yfir starf Alþýðu- flokksins hér á landi á liðnum árum og alla þá örðugleika, sem hann hef- ir átt við að berjast, bæði til hægri og vinstri, er það eitt, sem mig furð- ar mest á, og það er, hve miklu góðu Alþýðuflokkurinn hefir til vegar komið fyrir íslenzkan verkalýð, síð- an liann byrjaði starf silt, þrátt fyrir það. þótt hann hafi lengsl af verið minnsti flokkurinn, ög því mátt vænta,.að liann yrði áhrifaminnstur. Eg ætla ekki að eyða tima í að telja þau afrek upp, enda munu þau ykk- ur nokkuð kunn. Aðeins vil ég benda á eilt. sem æ mun lifa: Jón Baldvins- son var einn á þingi af hálfu jafnað- armanna, þegar fyrstu lögin um hvíldartíma á togurum voru sam- þykkt fyrir hans snjöllu forgöngu og slarfslægni. Við, sem farin erum að eldast, eigunvauðvell með að sjá, hve gífurlegar breytingar hafa orðið í félagsmálum okkar og á kjörum al- þýðunnar í landinu síðustu áratug- ina, og við vitum, að allar þær um- bætur eru að langmestu leyti starfi Alþýðuflokksins að þakka. Hinir yngri meðal okkar ættu að festa sér þetta Vel í minni. Nú eru hin pólitísku veður næsta válynd — má jafnvel segja. að hér sé eins og sténdur pólitísk óáran. Reynt hefir verið undanfarna mán- uði eftir ýmsum leiðum að mynda starfhæfa stjórn, en allar slíkar til- I raunir hafá til þessa að engu orðið. Nú síðast hefir formanni AÍþýðu- flokksins verið falið að gera tilraun til stjórnarmyndunar. — Engu skal hér spáð um það, hvernig sú íilraun fer, eða 'hverjar afleiðingar hún kann að liafa, illar eða góðar fyrir Alþýðuflokkinn. En hversu sem til teksl þá vildi ég að lokum mega óska þess Alþýðu- flokknum til lianda, að hann eigi jafnan á að skipa í starfi sínu fyrir hinar vinnandi stéttir þessa lands, skynsömum, réttlátum, fórnfúsum, þjóðhollum og góðfúsum mönnum. Þá hygg ég, að íslenzk alþýða, og.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.