Alþýðumaðurinn - 30.12.1947, Síða 1
XVII. árg.
Þriðjudagur 30. desember 1947
48. tbl.
Hvar á ráðhðs bæjarins
að standa?
Togarinn Kaldbakur seldi afla sinn
í níunda sinn rétt fyrir jólin á rösk
11 þús. pund. Togarinn fór . annan
jóladag út á veiöar.
★
VetrarsíldveiSin bafði náð 600
])ús. málum, er veiðiblé varð fyrir
jólin. Voru innfirðir Faxaflóa, Hval-
fjörðiir og Kollafjörður þá sagðir
fullir af síld.
Tíðarfar htefir verið stirt yfir jólin,
svo að síldarflutningar hafa gengið
seint norður.
★
Tveir þýzkir togarar liafa verið
fermdir ísaðri síld til Þýzkalands og
héldu héini fyrir jól. Tveir liggja á
Reykjavíkurhöfn og bíða hleðslu, en
þrír eru sagðir á leið hingað iil lands
i síldarsókn.
★
SíSastliðinn laugardag kom upp
eldur í nijölgevmslu SRN á Siglu-
firði. Mjölhjaðar voru rófnir og
reyndist eldsglóð í allmörgum -mjöl-
pokum, en mikill biti í öðrum. Þó
eru skemmdir taldar vonum minni.
*
Tíöarfar hefir verið mjög stirt um
jólin hér norðanlands, hríðárveöur
og allfrosthart og géngið á með stór-
hríðarliviðum.
*
Bankarnir hafa auglýst hækkun
inn- og útlánsváxta frá og nieð 1. jan.
n. á. Ilækka útlánsvextir al víxillán-
um t. d. í 6%, en innlánsvextir hækka
í 2—414 V eftir því hve uppsagnai'-
frestur sparifjárins er langur.
*
Stefnuviti fyrir flugvélar hefir ver-
ið settur upp við Kálfshamarsvík á
Skaga. Ilefir Flugráð staðið fyrir
framkvæmdum þessum. Telja flug-
fróðir menn, að viti þessi nuini auka
mjög öryggi á flugleiðinni norður
og norðan.
Á þorláksdag var áfengisútsölum
ríkisins lokað uni liádegi, þar eð
veruleg brögð þóttu að óeðlilega
miklum áfengiskaupum. Mun liafa
leikið grunur á, að allmargir hyggð-
ust skipta á ljósfælnum seSlum og
vínbirgðum, áður en reiðarslag eigna
könnunarinnar dytti á.
Eigi mun þó ríkiskassinu liafa
þolað lokun til kvölds, því að aftur
var lokum skotiö frá kl. 8 s. d. á
þorláksdag og hinar dýru veigar seld
ar til.kl. 11 um kvöldið, en engum
álti þá að selja meira en eina ,,sterka“
og tvær „veikar“.
21. þ. m. andaðist að heimili sínu,
Strandgötu 25 b. frú Jónína Vilborg
Pálsdóttir, kona Halldórs Jóbannes-
sonar, nær því sjötug að aldri. Vel
látin sómakona í orðsins réttu merk-
irigu. Hún verður jarðsett 2. næsta
mánaðar.
#
18. þ. m. andaðist að heimili sínu'
hér í bænum Brynjólfur Stefánsson,
kaupmaður. Maður vel látinn og
yirtur. Hann verður jarðsunginn i
dag.
FAXI, bókin utn hestinn.
mun þykja með athyglisverðarí bók-
unum. sem út komu fvrir jólin.
Þetta er stór ]jók og myndarlega
útgefin. prýdd tnörguin teikningum
eftir Halldór Pétursson.
Eins og flestum lesendum mun
kunnugt af auglýsirigum og blaða-
dómum, sém þegar liafá birzt um
bók þessa. er hún skráð af-dr. Brodda
jóhannessyni.
Héfi'r bann sáfnað ýmsurri fróð-
leik um hestinn, siði, týu óg hindur-
vitni í sambandi við hann og marg-
háttað samlíf íslenzku þjóðarinnar
við þerinan þarfa og irúa þjón henn-
ar. —
Senr dæmi um iimihald bókarinn-
ar skal hér riefna nokkur kaflaheiti
og þó fá ein:
HVossaket, Sleipnir. Hel. Hamfar-
ir, Hestavíg, Fargervi, Lestir, Stóð
og klakahross, Um samband manns
og hests, Þræll óg herra, Allsherjar-
ríki í hófum.
Höfundur bókarinnar fer mjög vel
með íslenzkt mál.
Bæjarráð og bygginganefnd Ak-
ureyrarkaupstaðar hefir að undan-
förnu haft til athugunar tillögur
skipulagsstjóra ríkisins um endur-
skipulagningu á miðbænutn. Sam-
kvæmt bráöabirgðarteikningu, sem
skipulagsstjóri hefir sent norður, eru
gerðar verulegar breytingar á mið-
bænum og nágrenni h'ans.
Kaupvangstorg er stækkað mikið
og er gert ráð fyrir, að húsin neðan
Hafnarstrætis, en sunnan Kaupvangs
strætis verði rifin suður að Gud-
mannsgarði. Sömuleiðis er gert ráð
fyrir verulegri breíkkun Kaupvangs-
strætis upp giliö, en að slíku er brýn
þörf sökum mjög mikillar umferðar
kringum KEA.
Þá er ætlazt til að skúrarnir á
hafnarbakkanum liverfi og Skipa-
gata breikki vexulega, og ennfrem-
ur er gert ráð fyrir mikilli uþpfyll-
ingu sunnan Strandgötu.
Eftir teikningu skipulagsstjóra á
Ráðhústorg að stækka mikið, en efst
við Strandgötu er ráölmsi l)æjarins
ætlað.ur staður. Sá er galli á þeirri
fyrirætltín, að Landsbankinn hefir
keypt hina fyrirhúguðu lóð, og mun
fýsa að reisa þar húsakynni yfir
starfsemi sína.
Þótt mál þetta sé enn allt á athug-
unarstigi, mun bæjarráði og bygg-
inganefnd þó sýnast breytingar þess-
ar fnllstórkostlégar og verða allt of
dýrar í framkvæmd.
Hins er samt ekki að dvljast, að
varla verður við það utiaö til lengd-
ar, að setið sé og skrafað um það
milli dúra, hvar ráðhús bæjarins
skuli kotna, hvar leikhús, hvar bæj-
arbíó. Enginn Akureyringur mun
svo metnaðarlaus fyrir bæ sinn, að
hann fýsi eigi, að hér rísi á legg
menningarlegur bær, bær,. sem sníð-
ur sér snotran stakk eftir vexti, en
arkar ekki leiöar sinnar eins og
slenjustór unglingur í allt of þröng-
um fermingarfötum.
En hvar á þá ráðhúsið að standa?
Sennilegast yrði hentugast og ódýr-
agt að byggja ráðhús, leikhús og
bíó allt í einni byggingu, og koma
ýmsar lóðir til greina undir slíkt
liús:
1. LóÖirnar 1—3 við Brekkugötu.
2. Hin fagra lóð á horni Oddeyr-
ar- og Brekkugötu.
3. Lóðirnar Strandgata 1 og
Brekkugata 2.
4. Lóð við Eiðsvöll.
Hér verður að sinni engin ákveð-
in skoðun sett fratn um það, hver
þessara staða skuli valinn, það getur
verið ágæl áramótahugleiðing fyrir
bæjarbúa að velja ráðbúsi bæjarins
stað.
Hins er að vænta, að þegar hin
örjagáíika ákvöröun verður tekin i
bæjarstjórn Akureyrar , þá verði hún
liep])ileg — og ekki alll of seint á
ferðinni.
STÓRVIÐRI
Aðfaranótt sl. sunnudags brast á
ein hin versta stórhríð, sem lengi
hefir komið hér um slóðir. Brast hún
mjög skyndilega á um kl. hálf eitt.
Sem dæmi um veðurofsann er það,
að fjöldi bíla, sem var að flytja fólk
af dansleik framan úr Hrafnagili,
tepptist algerlega, og munu um 10
bilar liafa teppzt neðan Kristneshæl-
is, en fólkið leitaði athvarfs heim í
hælið og næstu bæi. 5 bílar komust
nær bænum. Gengu sumir farþeg-
anna í bæinn, en aðrir munu hafa
átl kalda nótt í bílunum, og úr ein-
utn bílnum komst fólkið heim í
Hvannn.
Á sunnudag var bílunum brotin
leið í bæinn.
Alþýðuflokksfélögin í bænum halda
jólatrésfagnað fyrir börn 6. jnnúar
n. k. (þrettándann). Fagnaöurinn
befst kl. 3.30 e. h. Um kvöldiö verð-
ur dansleikur fyrir félaga og gesti
þeirra.
/