Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.12.1947, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 30.12.1947, Síða 2
f 2 (Alþm. hefir veriS beðinn fyrir eftirfaranrli grein og birtir hana fús- lega. |>ótt hann sé ekki sammála greitiarhöf. nema í stírnul. Vakri Skjóni hann skal heita. honum mun ég nafnið veita. þó að meri það sé brún. Osjálfrátt duttu mér í hug þessar Ijóðlínur skáldsins, þegar blöðin báru mér þá frétt, að búið væri að mynda nýtt stræti vestan við hæinn og hlaut það nafnið Austurbyggð, Af hverju jjetta nafn er dregið, get ég ekki séð. Að Auslurbyggð sé vestan við bæinn getur ekki ált sér stað. í sveitinni sérstaklega, er jiað sið- ur, Jiar sem íveruhúsið er með kvist þvert yfir húsið, að tala um austui' kvistinn, suðurloftið o. s. frv. og það liregzl aldrei, að austurkvistur- inn er alllaf að au'stan og suðurloftið að sunnanverðu. Við skulum halda áfram að hafa aUsturkvistinn að ausl an og suðurloftið að sunnanverðu, Við verðum að gæta að jiví, að strætanöfnin eru einn Jiáttur af ís- lenzkri tungu, og að við höfum enga heimild lil að íara með þennan Jiátl eins og okkur sýnizt, eða sóða hon- um af einhvern veginn. Hvar eru nú Jieir menn, sem hafa fengist við málvöndun eða mál hreinsun á Jressu landi? Ég álít, að við eigum að keppa að Jjví, að sem flest orð í islenzkri tungu þýði sig sjálf. eða með öðrum orðum, að þau séu skiljanleg þó |iau séu ein- sömul. t. d.: skóhlífar, reghlíf, inni- skór, veiðarfæri, skriffæri, vasabók. hitamælir, peningabudda, lyfjabúð o. s. frv. Og með })ví að hverfa frá því að láta strætin heita stræti og göturnar götur, erum við komnir á leið, sem stefnir í ranga átt; í áttina til meiri glundroða og ómenningar. auk þess, sem það er saurgun á ís- lenzkri tungu. Af ])ví ]>að virðist, sem Reykjavík sé tekin til fyrirmyndar við hin nýju götunöfn hér, er ekki úr vegi að at- huga hvort rétt sé að sækja fyrir- myndina þangað. Eins og við vituin hefir í Rvík verið horfið frá því fyrir liingu, að nefna strætin sínuin réttu nöfnum, heldur eru })au nefnd tún, lilíð, vog- ur, eða eitthvað J). u. I., senr svn verður lítt skiljanlegt fyrir Jiann, sem býr útan Rvíkur. Búið er að taka fjölda af nöfnum sveitabæja og ýmsra byggðarlaga og gera að strætanöfnum, t. d. mun Blönduhlíð- in vera komin þangað, ef ég man rétt. Hér vil ég telja endingar á nokkr- um strætanöfnum í Rvík: stræti, gata, stígur, vegur, braut, (þessi nöfn eru ekki móðins lengur), svo er það: blettur, tún. holt. melur, gróf, sund, teigur, hlíð, borg, vogur kamp- ur, skjól. Við höfum nú á seinni árum feng- ið nýtízku hljómlist, rag-time og jazz (skrílhljómlist). Við höfum líka á seinni árum eignast nýtízku stræta- nöfn, og þarna eru þau. Þið sem kunnug eruð f Rvík mun- uð kannast við nöfn sem þessi: Þverholt, Grímsstaðaholt, Skólavörðu holt, Kleppsholt, Mjölnisholt. En þið sem ókunnug eruð J)ar, vitið sjálf- sagt ekki, að sum Jiessi nöfn eiga víð sérstök hverfi í bænum, en sum við stræti. En svo er annað mjög skrítið að nafnið stræti hefir villzt langt upp í sveit (í Breiðdal). Blöðin segja okkur að hin fyrir- hugaða skautahöll eigi að standa á svæðinu milli Hátúns og Sigtúns austan Miðtúns. Þetta er mjög vill- andi og skringileg lýsing og ókunn- ugir skilja J)að svo, að Skautahöllin eigi að standa út í sveit, sem ])ó ekki er, heldur eru þetla nýtízku stræta- nöfn og J)ykja að því er virðist hreinasta afbragð. Ef við tökuni til athugunar hvern- ig aðrar þjóðir skipuleggja nöfnin á samgönguleiðum í borgum og bæj- um kemur í ljós að áðferðirnar eru Jirjár. Skipulagning nr. 1 og sú lang- bezta er að tölusetja öll stræti og götur, sem hægt er. Norður og suður heita |iað stræti. en austur og vestur götur (eða avenuel. Til ])ess að hægt sé að koma að slíkri skipulagningu strætanafna þarf gerð bæjarins að vera góð; það er, að strætin séu bein eins langt og bærinn er stór og liggi samhliða með jöfnu millibili. Fyrir síðustu aldamót var gerð til- raun til að koma á svona skipulagn- ingu strætanafna í Winnipeg, en það reyndist ógerningur, því að lega strætanna var ekki nægilega reglu- bundin, svo allt varð að sitja við sama. Skipulagning nr. 2 er að Jiví leýti frábrugðin nr. 1, að stutt nöfn eru notuð til aðgreiningar í staðinn fyr- ir tölur, og eru það venjulegast nöfn. sem eru |iægileg i framburði og stutt, eða ekki meira en tvö atkvæði eða mest þrjú. I flestum tilfellum eru Jiessi nöfn, sem notiið eru til aðgrein ingar, mannanöfn t. d. Franklín ave,, Taft ave.. Roosevelt ave., Washington ave., (í Minneapolis) og Kennedy st., Balmoral st., Spence st., Young st. o. s. frv. Skipulagning nr. 2 hefir þannókost. að mikið örðugra er að finna nokkurn ákveðinn stað en J)ar, sem skipulagning nr. 1 er notuð. Nú er aðeins eflir að minnast á skipulagningu nr. 3. Eiginlega er ekki rétt að kalla ])að skipulagningu, ])ví verkið er allt gert af handahófi. Nöfnin eru gefin án })ess að Jiau séu hyggð á nokkru. Oftastnær fvrsla nafnið notað, sem stungið er upp á. Svo Jiegar litið er á nafnakerfið í heild, verður það allt emn óskiljan- legur nafnagrautur. Þessi síðast nefnda skipulagning virðist Islendingum falla bezt í geð, |iví eftir henni er farið um land allt, eða að minnsta kosti hef ég ekki orð- ið annars var. Ef menning vor er eins góð og við viljum láta aðra halda að hún sé, sæmir ekki að við höfum það lélegasta á Jiessu sviði. Eg vil Jress vegna að við tökum til athugunar hvort ekki sé hægt að innleiða hér á Akureyri skipulagn- ingu nr. 2. Það er að öll nöfn norð- ur og suður endi á stræti, og öll nöfn austur og vestur endi á gata, og nöfn á öllum skágötum endi á stígur. Fleiri tegundir af endingum eiga nöfnin ekki að hafa. Hvort hægt er að gera þessa breyt- ingu veit enginn nema sá, sem hefir hkýran uppdrátt af bænum fyrir íraman sig. Ég vil að notuð séu manna- og kvennanöfn fyrir nafnagreiningu á komandi árum, t. d. Árna-stræti, Olafs-stræti, Jóns-stræti, Skúla-stræti o. s. frv. Og svo kvennanöfn, t. d. Önnu-gata, Hrefnu-gata, Emmu-gata, Höllu-gata, Sigrúnar-gata (eða Rúnu-gata), Guðrúnar-gata (eða Gunnu-gatal o. s. frv. Þarna höfum við ójnjótandi nafnafjölda að velja úr, Jió aðeins séu notuð beztu nöfnin. Stíganöfnin ættu að hafa samnöfn fyrir nafnagreiningu. Mér finnst það hreint ekki rétt að við höfum hér rétt við höfnina, í hjarta bæjarins stræti, sem hafa engin nöfn. Fyrir nokkrum mánuðum vildi til slys á einu þessaóa stræta, og er það þá nefnt „strætið vestur af bryggj- unni‘\ Mér finiist þetta mesta ómvíid arnafn, svo ég vil stinga upp á því, að við finnum eitthvað betra. Stræt- ið frá Skipagötu til Hafnarstræljs og frá Skipagötu til Strandgötu hafa engin nöfn. Þó þessi stræti séu stutt, eiga þau að hafa sérstök nöfn, og Þriðjudagur 30. desember 1947 húsin, sem við þau standa, kennd við ])au en ekki torgið. Auðvitað strax og bærinn stækkar meira, verður að skipta honum i hverfi. en samt skulum við ekki gera það með götunöfnunum, held- ur er það hlutskipti þeirra, sem ann- ast skipulagningarmál bæjarins að segja til. hvernig honum skuli skipt. Nöfn hverfanna vil ég að séu eftir því, hvar í bænum })au liggja. Sé hverfi myndað í suðvestur frá mið- bænum á J)að að heita Suðvestur, (táknað með stöfunum S. V.j, en sé hverfi myndað í norðvestur frá miðbænum á Jiað að heita Norð- vestur, (táknað með stofunum N.V). Svo skulu önnur hverfi í bænum fá nöfn í samræmi við þetta. Ég vil svo minnast örfáum, orðum á Jijóðvegina um landið. Við heyr- um hér daglega talað um veginn til Dalvíkur, veginn fram fjörðinn, veg- inn austur yfir heiðina, veginn sem liggur til Reykjavíkur o. s. frv. — Allir þessir vegir, eins og aðrir veg- ir um landið, Jiurfa sérstök samræmd nöfn, það er nöfn með sömu end- ingu um Iand allt, t. d. Dalvíkur- braut (eða vegur, það sém varðar mestu er að nöfnin séu samræmd en ekki einn grautur), Eyjafjarðar- braut ('eða Fjarðarbraut), Norður- landsbraut, þar til komið er íil Suð- urlandsins, o. s. frv. Um leið og þessi nafnasamræming er gerð ])arf að athuga ])að, að ekkert strætisnafn í kaupstöðum landsins hafi sömu endingu. Eg er í engum vafa um það, að hægt er að benda mér á það, að glundroðinn í strætanöfnum í bæj- um Jiessa lands, sé sízt meiri en á sumum öðrum sviðum, en það af- sannar hreint ekkert af því, sem hér er sagt. J. BANDARÍKJAMENN SAMÞYKKJA STÓRFELLDAR LÁNVEITINGAR TIL FJÖGURRA RÍKJA Fyrir jólin var samþykkt á Banda- ríkjaþingi 597 milj. dollara lán til Frakka, Austurríkismanna, ítala og Kínverja. Eiga Kínverjar að fá 60 milj., en hinar þrjár EvrópuJ)jóðir 537 milj. Fyrir stríð voru íbúatölur Frakklands, Italíu og Austurríkis samanlagt 91 milj., svo að augljóst er við samanburð íbúatölunnar og upphæðarinnar, hve risavaxin þessi lánveiting er, hvað Evrópuþjóðirnar þrjár snertir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.