Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.11.1948, Side 1

Alþýðumaðurinn - 09.11.1948, Side 1
ÍVIII. árg. Þriðjudaginn 9. nóvember 1948 41. tbl. Demokratar viona mikinn og övæntan kosninga- signr i Bandarfkjunum. igarinn talinn að verniegn lejti verkaljð Baidaríkjanna að þakka. S. 1. þriðjudag fóru fram for- setakosningar í Bandaríkjum Ameríku og einnig var þá kosið að uokkru til baggja deilda Bandaríkjaþings og um fylkis- stjóra. Höfuð baráttan stóð eins og ætíð í bandarískum kosningum milli aðalflokkanna þar, Demo- krata- og Republikanaflokksins, og þá fyrst og fremst milli for- setaefna flokka þessara, Harry S. Truman’s og Dewey’s. Það var mjög útbreidd skoð- un, bæði í Bandaríkjunum og út um heim, að sigurinn myndi falla Republikönum í skauý og Dewéy verða næsti forseti Bandaríkjanna. Runnu margar stoðir undir þessa skoðun manna: Republikanar höfðu unnið sér meirihluta í báðum þingdeildum, amerísku blöðin virtust yfirleitt styðja Dewey gegn Truman, skoðanakannanir virtust benda til þess ótvírætt, að Dewey hefði meira fylgi og loks virtist Truman ekki eiga eindregnu fylgi að fagna innan flokks síns, og það svo, að til sprengiframboðs kom. Eitt háspil hafði Truman þó é. hendi sem fæstir virðast hafa kunnað að meta rétt: Verkalýðs sambönd Bandaríkjanna höfðu heitið honum fullum stuðningi. Úrslitin urðu svo þau, að Demokratar unnu glæsilega. — Þeir náðu meiri hluta í báðum þingdeildum, unnu a. m. k. 26 íylkisstjóra af Republikönum og síðast en ekki sízt þá fengu þeir forsetaefni sitt kjörið, Harry S. Truman. Það er full ástæða fyrir alla frjálslynda menn, hvar sem eru í heiminum, til að fagna þessum úrslitum. Þau' eru fyrst og fremst sigur mannréttinda og samhjálpar. Þau eru sigur fyrir jafnréttishugsjónina, því að eitt af kosningamálum Trumans var að bæta kjör blökkumanna í Bandaríkjunum og annað að bæta hag verkalýðsins og auka Gífurlegt fylgis' hrun kommúnista í Frakklandi. De Gaulie stór* vinnur a. Um síðustu helgi fóru fram í Frakklandi kosningar til efri deildar franska þingsins. Kjósa átti 269 þingmenn af 320 deild- armeðlimum. Fullnaðarúrslit eru enn éigi kunn, en þó er ljóst að tvö stórtíðindi hafa gerzt við kosningar þessar: De Gaulle- flokkurinn hefir stórunnið á, svo að hann er nú langstærsti flokkur deildarinnar og kann að geta með atkvæðum örfárra hægri manna endursent frum- vörp fulltrúadeildar þingsins hvert af öðru og þannig gert þingið óstarfhæft. Hitt er að kommúnistar hafa orðið fyrir svo gífurlegu fylgishruni, að slíkt hrun mun með öllu eins- dæmi. Hafa þeir misst um 4/5 hluta þingmanna sinna í efri- aeild,og virðist þetta fylgi þeirra hafa runnið til De Gaulle’s! Eftir fréttum í gærmorgun skiptust fulltrúar milli flokka þannig: De Gaullistar 99 Radikalir 50 Framh. á 4. síðu. félagsfrelsi hans. Og þau eru sigur fyrir samhjálp þjóða í milli eins og hún hefir verið sett •fram í Bandaríkjunum með Marshallhjálpinni svokölluð,u. Hér verður engu spáð, hver áhrif kosningaúrslit þessi hafa á heimsmálin. Hitt er augljóst, að þau af- sanna, að Wall Street ráði kosn- ingaúrslitum í Bandaríkjunum, þau afsanna líka að blöð séu slkt ægivald og margir virðast trúa, og þau sanna áþreifanlega nákvæmlega hið sama og kosn- ingarnar í Englandi sönnuðu á sínum tíma og kosningar í Vestur-Evrópu hafa yfirleitt sannað á síðustu árum: Almenn ingur vill frjálsræði, umbætur og samvinnu. Þetta er hinn þungi undirstraumur, sem skil- að hefir Truman upp í forseta- stólinn. Alþýðuvikan AKUREYRI 9.-13. nóvember 1948, að Hótel Norðurlandi Þriðjudaginn 9. nóvember: Ávarp, Bragi Sigurjónsson. Söngur, Karlakór Akureyrar Ræða, Erlendur Þorsteinsson Gamanvisur, Eggert Ólafsson Kvikmynd, Eðv. Sigurgeirs- son, (allt nýjar myndir). Föstudaginn 12. nóvember: Ávarp-, Jón M. Árnason Upplestur, Heiðrekur Guð- mundsson (draugakvæði) Söngur, Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson Ferðasaga, St. Steindórsson Gamanþættir, Þórir Guðjónss. Kúrekasöngur, Friðg. Axfjörð og Skjöldur Hlíðar. Kvikmynd (nýjar myndir). Fimmtudaginn 11. nóv. Ávarp, Jóhanna Norðfjörð Ræða, sr. Pétur Sigurgeirss. %. Söngur, Jóhann Konráðsson Upplestur ? ? Upplestur og gamanvísur, Jón Norðfjörð Dans, gömlu dansarnir. Laugardaginn 13. nóv. Ávarp Gamanvísur, Egill Jónasson frá Húsavík . Söngu með gítarundirleik Ræða, Sigurjón Jóhannsson Hvað svo ? ? Dans til kl. 2 ÖLLUM HEIMILL AÐGANGUR! Aðgöngumiðar fyrir þriðjud., fimmtud. og föstud. kosta kr. 25,00, ef tekið er fyrir öll kvöldin, og verða seldir í Kaupfélagi Verkamanna (matvörudeild) og einnig fást miðar fýrir hvert kvöld við innganginn. Dagskrá liafst kl. 8,30. Húsinu lokað mieðan dagskrárliðir fara fram. — Akureyrisigar, látið ekki liapp úr hendi sleppa, verið mieð frá byrjun. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.