Alþýðumaðurinn - 09.11.1948, Side 3
Þriðjudaginn 9. nóvember 1948
ALÞÝÐUMAÐURINN
3
3 vetrarmenn
vantar hér nærlendis nú
þegar eða um næstu mán-
aðamót. Upplýsingar á
Viimumiðlunarskrifstofunni.
>oo»»o«»«»o««««««««»»o<>»»»«
Auglýsið í Alþýðumanninum!
Fegrunarfélag Akureyrar
væntanlega stofnað n.k. sunnu-
dag.
Undirbúningsnefnd áhugamanna hefir starfað að þessu undan-
farið og lög hafa verið samin fyrir liið væntanlega félag.
F= -- ~ ’ ALÞÝÐUMAÐURINN Otgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Ritstjóri: BRAGI SIGURJONSSON Bjarkastíg 7. Sími 604. V#r8 15.00 kr. ó óri.
Prentsmiðja Björns Jónssenar h.f.
. Finnur Árnason, garðyrkju-
ráðunautur bæjarins, hei'ir und-
anfarnar vikur starfað að því að
fá ýmsa áhugamenn um fegrun
bæjarins til að undirbúa stofnun
félags hér^ sem hefði það mark-
mið að vinna að bætti'i um-
gengnismenningu um lóðir og
almenningsgarða svo og fegrun
ýmissa opinna svæða, sem enn
bíða óskipulögð og ósnyrt.
Fyrir nokkru kusu þessir á-
hugamenn undirbúningsnefnd
og eiga sæti í henni þrjár konur
og fjórir karlmenn. Þá var um
leið kosin laganefnd og hefir
hún þegar skilað starfi. Er til-
laga laganefndar, að bænum sé
skipt í 5 hverfi og starfi sín fé-
lagsdeildin í hverju og hafi sinn
hverfisstjóra, sem mæti á stjórn
fundum aðalfélags.
Þá er einnig svo til ætlazt, að
sérstakar barnadeildir verði
starfandi innan félagsins, og
verði þeim stjórnað af börnun-
um sjálfum^ eftir því sem fram-
ast er unnt.
Næstkomandi sunnudag mun
undirbúningsnefnd hafa í
hyggju að boða til stofnfundar.
Verður hann væntanlega í
kirkjukapellunni. Leggur nefnd-
in áhrezlu á, að allir lóðareig-
endur í bænum gerist þegar
virkir þátttakendur i félaginu,
því að þannig mætti stórbæta
þegar á fyrsta ári umgengni í
bænum. Annars eru auðvitað
allir bæjarbúar velkomnir í fé-
lagið og engum ætti það að vera
cfvaxið fjárhagslega, því að ár-
gjald mun aðeins verða 10 kr.
fyrir fullorðna, en væntanlega
2—3 kr. fyrir börn.
Ekki mun nafn félagsins full-
ákveðið ennþá, og geta nú orð-
snjallir menn hugleitt gott heiti
á það fram til sunnudagsins.
Hér er vissulega ágæt hug-
mynd á ferðinnþ þar sem þetta
fegrunarfélag er.
öll horfum við okkur til öm-
unar á hin ýmsu opnu svæði í
bænum, sem eru í órækt og van-
hirðu, og ýmsar lóðir eru því
miður undir hina sömu sök seld-
ar.
Væri vonandi að sem flestir
bæjarbúar bregðist vel við þess-
ari félagsstofnun og gangi í það
þegar í upphafi og sjái svo um
það allir sem einn og einn sem
allir, að það starfi vel og ötul-
lega.
—v—
Heimsendingar
Þeir viðskiptamenn vorir, sem óska að fá vörur sendar
heim, þurfa að panta þær fyrir kl. 2 s. d. til þess að fá þær
samdægurs.
Þær vörur, sem pantaðar eru eftir kl. 2 verða sendar
heim fyrir kl. 12 næsta virkan dag.
Munið að hafa skömmtunarreiti við hendina, og greiðslu
fyrir vörurnar, þegar um staðgreiðslu er að ræða, svo við-
skiptin gangi sem greiðlegast.
Kaupfél. Verkamanna
Matvörudeild.
FRÁ TÓNLISTARFÉLAGI AKUREYRAR:
r
Okeypis tiðlukennsla
Börn á aldrinum 10—16 ára, sem geta ekki notið tón-
listarfræðslu vegna fjárhagsörðugleika, en hafa góða hæfi-
leika, fá ókeypis tilsögn í fiðluleik.
Fyrrverandi nemendur Tónlistarskólans koma ekki til
greina.
Umsækjendur verða prófaðir af fiðlukennaranum, frk.
Ruth Hermanns. — Umsækjendur snúi sér til Finnboga
Jónassonar, KEA, fyrir 10. nóvember.
Tónlistarbandalag Akurteyrar.
AfiALFDNDUR
BngiigaHlags Akarejrar
verður haldinn að Hótel Norðurland mánudaginn 15. þ. m.
og hefst kl. 8,30 síðdegis.
FUNDAREFNI:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum fé-
lagsins.
2. Lagabreytingar.
3. önnur mál, sem fram kunna að verða borin á
fundinum.
Akureyri, 8. nóv. 1948.
Félagsstjórnin.
Tilkynning
um útflutning gjafapakka
Viðskiptamálaráðuneytið hefir ákveðið, að leyfa að senda
gjafapakka til útlanda. Fólki verður heimilað að senda
pakka til Islendinga erlendis og venzlamanna sinna.
1 pökkunum má aðeins vera:
1. Óskömmtuð, íslenzk matvæli.
2. Óskammtaðar pi'jónavörur úr íslenzkri ull.
3. Islenzkir minjagripir.
Hver pakki má ekki vera þyngri en 5 kg. Leyfi verður
aðeins veitt fyrir einum pakka til hvers manns.
Pakkarnir verða tollskoðaðir og undantekningarlaust
kyrrsettir, ef í þeim reynist að vera annað en heimiiað er.
Umsóknir utan af landi sendist viðskiptamálaráðuneyt-
inu og greina ber nafn og heimilsfang viðtakanda, hvað
senda skal og nafn og heimilisfang sendanda.
Leyfi þarf ekki fyrir bókagjöfum.
Leyfi verða afgreidd í viðskiptamálaráðuneytinu frá 15.
nóv. fram til jóla, alla virka daga kl. 4—6 e. h., nema laug-
ardaga 1—3 e. h.
Viðskiptamálaráðunsytið, 3. nóv. 1948.