Alþýðumaðurinn - 09.11.1948, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐVMASURINN
Þriðjudaginn 9. nóvember 1948
Templarar vilja reisa
æsknlýúsheimili á Akur-
eyri.
S. 1. föstudag bauð húsnefnd
Skjaldborgarbíós bæjarstjóra,
bæjarráði, blaðamönnum og
fréttariturum á fund sinn til nð
kynna þeim fyrirætlanir templ-
ara hér í bæ um byggingu æsku
lýðsheimilis.
Rakti Stefán Ág. Kristjáns-
son fyrst forsögu þessa máls og
gat þess, að Skjaldborgarbíó
væri skemmtanaskattfrjálst
gegn því að ágóðanum yrði var-
ið til byggingar æskulýðsheimil-
is. Næmi ágóðinn um 60 þús. kr.
á ári, og vildu nú templarar fara
að hefjast handa um undirbún-
ing byggingarinnar. — Drap
Stefán í þessu sambandi á sjó-
mannaheimili templara í Vest-
mannaeyjum og Siglufirði og
á byggingu Jaðars í Reykjavík.
Væri öll þessi starfsemi veruleg-
ur menningarauki á hverjum
stað, og væri stofnun æskulýðs-
heimilis hér einn þátturinn í
þessari menningarstarfsemi
templara.
Þá gat Stefán Ág. Kristjáns-
son þess, að templarar hefðu nú
sótt um lóð til bæjarins, en mál-
inu frestað í bæjarstjórn og ósk-
að nánari upplýsinga, sem hér
með væri verið að reyna að
veita.
Lóð sú, er templarar helzt
æskja eftir er vestan Hóla-
brautar milli Zíonar og Bjark-
anstrjágarðs.
Næstur talaði Hannes J.
Magnússon og gaf eftirfarandi
upplýsingar:
„Eins og kunnugt er, hafa á
síðari árum skapast ýmiss konar
alvarleg vandamál meðal æsku-
lýðsins; þrátt fyrir alla okkar
skóla og menntastofnanir, og þá
einkum í þéttbýlinu. Birtist
þetta m. a. í vaxandi drykkju-
skap og ýmiss konar óreglu.
Heimilin fullnægja ekki félags-
og skemmtanaþörf æskunnar og
því verður að leita út fyrir þau.
En þar er varla nema um þrjá
staði að gera: Kvikmyndahúsin,
kaffihúsin og götuna, og enginn
er þessi staður góður, né líkleg-
ur til góðra uppeldisáhrifa. —
Ekki má gleyma íþróttafélögun-
um og öðrum félögum, sem
bjarga tómstundum margra
unglinga, en þeir aðilar eru þó
tiltölulega fáir.
Þessi skortur á hentugum
stöðum til tómstundastarfa er
eitthvert mesta vandamál þétt-
býlisins nú sem stendur, því að
af því hljótast mörg vandræði.
En það vafamál verður að leysa,
ef vél á að fara. Þessi skortur
hefir oroið enn tilfinnanlegri
síðan vinnutíminn var almennt
styttur og tómstundum hinna
vinnandi unglinga fjölgaði. Og
ekki getur æskan alltaf setið
yfir bókum. Ilún þarf líka eitt-
hvert siíkt athvarf.
Erlendis er komin nokkur
hreyfing á þessi mál. 1 Dan-
mörku eru t. d. yfir 70 tóm-
stundaheimili, og hefir aðallega
verið reynt að leysa þetta mál á
tvennan hátt: I fyrsta lagi með
því að koma upp eins konar
tómstundaheimilum í sambandi
við skólana, og í öðru lagi með
því að stofna sérstök æskulýðs-
eða tómstundaheimili, þar sem
unga fóik'ð getur komið saman
cg varið tómstundum sínum við
ýmis störf og hollar skemmtan-
ir og dægrastyttingar.
Hér á landi er þetta alveg ó-
leyst mál og er þó að verða að-
kallandi.
En þegar Skjaldborgarbíó var
stofnað og til þess kom að á-
kveða hvernig verja skyldi
væntanlegum ágóða af rekstrin-
um; varð okkur brátt ljóst, að
tæplega var hægt að verja hon-
um betur á annan hátt en þann,
að byggja fyrir hann og starf-
rækja æskulýðsheimili hér í bæ,
og hefir því nú verið slegið
töstu og undirbúningur hafinn.
Þetta er líka í beinu áfram-
haldi af öðru starfi Reglunnar.
Með slíku heimili er tvímæla-
laust verið að koma í veg fyrir
drykkjuskap unglinganna og
það er vitanlega miklu betra en
þótt hægt sé að bjarga einum
og einum drykkjumanni. Þetta
yrði því veruleg stoð fyrir band
indishreyfinguna hér í bænum
og þá um leið menningu bæjar-
ins.
Ekki er enn komið svo langt
að farið sé að gera teikningu af
stofnun þessari, en í aðalatrið-
um er hún hugsuð þannig, að
þarna verði góður samkomu-
salur með leiksviði til afnota
fyrir félagsstarfsemi, þá yrði
þarna lesstofa með tilheyrandi
bókasafni og þar mætti einnig
iðka tafl og aðrar clægrastytt-
ingar. Þá yrði þarna veitinga-
stofa með eldhúsi, svo að hægt
sé að hafa þarna veitingar. —
Þarna þyrfti að vera hljóðfæri
og allt þyrfti að vera þarna sem
heimilislegast. Loks þyrftu
þarna að vera nokkrar vinnu-
stofur, bæði fyrir karla og kon-
ur, þar sem ungt fólk gæti
stundað og fengið leiðbeiningu
við ýmiss konar handiðju. Sömu
leiðis þyrfti að koma þarna
íþróttasalur. En ekki er víst að
þessu yrði öllu kornið upp í einu.
Við vonumst til þess, að ef
það tekst að koma upp stofnun
eitthvað í líkingu við þetta, þá
séum við að vinna æsku þessa
bæjar og þar með bæjarfélaginu
verulegt gagn. Við væntum því
skilnings og samúðar, bæðí bæj-
aryfirvalda, blaða bæjarins og
alls almennings, og vonum að
þessi stofnun rísi af grunni.“
Því er ekki að neita að hug-
mynd templara um æskulýðs-
heimili er virðingarverð og æski
legt að hún verði að veruleika.
Virðist enda engin sérstök út-
gjöld fyrir Akureyrarbæ að á-
kveða heimili þessu — og bíói
templara — lóð, þar sem leyfi
til bíósrekstur er þegar í hönd-
um þeirra.
Hins vegar dylst það ekki, að
mjög er hætt við, að hugmyndin
um bæjarbíó eigi enn lengra í
land, ef templarar byggja veg-
legt kvikmyndahús í sambandi
við æskulýðsheimili sitt — eins
og hugmynd þeirra er. Veldur
þar ekki, að frá skynsamlegu
sjónarmiði sé neitt því til fyrir-
stöðu, að hér séu rekin tvö full-
komin bíó, heldur munu þau öfl,
sem eru í hjarta sínu mjög á
móti því, að bæjarfélagið hafi
tekjur af bíórekstri, sennilega
þykjast hafa gert skyldu sína í
þá áttina, ef Skjaldborgarbíó
verður eflt til stærri salarkynna,
og má að vísu segja, að betra sé
ögn en ekkert.
Hugsanleg væri kannske sam-
vinna og sameign templara og
bæjar á kvikmyndahúsi, þannig
að ákveð'ð væri, að fyrsta átak-
ið yrði þetta æskulýðsheimili,
r:æsta yrði svo eitthvað annað
menningarátak, sem bær og
templarar stæðu að. Virðist
ekkert óeðlilegt, að bærinn sýni
templurum þann trúnað og við-
urkenningarvott fyrir gott starf
í þágu bæjarfélagsins að fela
þeim að verulegu leyti rekstur
bíósins og auðvitað alveg æsku-
lýðsheimilisins.
Hér verður eigi að sinni fjöl-
yrt meira um mál þetta, en full
ástæða er til að það sé rætt og
athugað vel af bæjarins hálfu
og bæjarbúa áður en bærinn
hrapar að nokkurri ákvörðun.
Þrjár barnabækur
Barnablaðið „Æskan“ í
Reykjavík hefir nýskeð sent frá
sér þrjár barnabækur, sem
börnum og unglingum mun
þykja fengur að, eins og ætíð á
sér stað þegar „Æskan“ sendir
eitthvað frá sér. Þessar bækur
eru:
1. Tveir ungir sjómienn eftir
A. Chr. Westergaard. Þýtt hefir
Þórir Friðgeirsson. Þetta er 196
blaðsíðna bók og segir frá tveim
ur drengjum, sem komast í
kynni við alvöru sjómannslífs-
ins — og líka æfintýraþátt þess.
Ósvikin og holl drengjabók.
2. Börnin við ströndina eftir
sama höfund, í þýðingu Sigurð-
ar Gunnarssonar. Þetta er 210
biaðsíðu bók í 15 köflum. Gerist
við vesturströnd Jótlands og seg
ir frá ýmsu úr hinu daglega lífi
fólksins, séð með augum barns-
ins og skilið á þess vísu.
3. Skátaför til Alaska, eftir
Dick Douglas, í þýðingu Eiríks
Sigurðssonar, kennara. Þetta er
glæsileg, rösklega 100 blaðsíðu
bók, með mörgum myndum,
skipt í 14 kafla og segir frá æf-
intýralegri för söguhetjunnar til
Alaska og því sem fyrir augu
hans bar, og því sem honum var
sagt frá þessu mótsagnanna æf-
intýralandi og ibúum þess og
sögu. Munu unglingar, sem far-
ið er að finnast að þeir séu að
verða menn með mönnum
drekka í sig þessa bók og láta
ímyndunaraflið fai'a hamförum
á meðan.
Þessar þrjár bækur eru þær
fyrstu af Æskusögunum á þessu
ári, sem mér hafa borist í hend-
ur. Fleiri góðar munu koma fyr-
ir jólin, ef að líkum lætur. —
Æskubækurnar eru aufúsugest-
ir á öllum barnaheimilum, enda
verðskulda þær það.
H. F.