Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.11.1948, Side 4

Alþýðumaðurinn - 09.11.1948, Side 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 9. nóvember 1948 Ofbeldi kommúnista á Selfossi dæmt lögbrot af félagsdómi, S. 1. þriðjudag kvað félagsdómur upp dóm í máli Guðmund- ar Helgasonar verkamanns á Selfossi gegn verkamannafélaginu Þór þar á staðnum, en formaður félagsins, kommúnistinn Björgvin Þorsteinsson, hafði hindrað að stefnandi yrði tekinn inn í félagið ásamt 6 mönnum öðrum. Féll dómur félagsdóms á þá lund, að verkamannafélaginu Þór er skylt að veita Guðmundi Helgasyni full og óskert félagsréttindi og greiða 300 krónur í málskostnað. NÝJA-BÍÓ 1 kvöld kl. 9: Dansfíkin æska („Penthous Rhythm“) Aðalhlutverk: Kirby Grant, Lois Collier, Edvvard Norris, Maxie Rosenbloom. Skjaldborgarbíó jði i skðginum (Bush Christmas) Skemmtileg og nýstárleg mynd um ævintýri og af- rek nokkurra barna í Ástralíu. — Gaumont — British — Frakkland Framh. af 1. síðu. Jafnaðarmenn 48 Óháðir 21 Kommúnistar 16 Kristilegir 15 Kristilegi lýðræðisfl. var um skeið einn stærsti flokkur Frakk lands. Hafa þeir nú aðeins 15 þeirra þingmanna, sem hann áður hafði í efri deildinni. Jafnaðarmenn hafa staðið í stað með fylgi sitt. Búizt er við, að De Gaulle fylgi fram þessum sigri sínum með því að krefjast þingrofs og nýrra kosninga, og má því vænta stórtíðinda frá Frakk- landi í því sambandi á næstunni. H r ein'ar LÉREFTSTUSKUR kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Forsaga máls þessa er sú, að stefnándi, Guðmundur Helga- son^ sneri sér í ágústmánuði síð- astliðnum til formanns verka- mannafélagsins Þórs, kommún- istans Björgvins Þorsteinssonar, afhenti honum inntökubeiðni í félagið og greiddi inntökugjald- ið. Veitti Björgvin, sem ritaði fyrir hann' inntökubeiðnina, hvoru tveggja móttöku án nokk urra athugasemda. Samkvæmt lögum verkamannafélagsins skal formaður bera inntöku- beiðnir undir atkvæði á félags- fundi. Næsti fundur í félaginu var ekki haldinn fyrr en 15. september( og var fundarefni kosning fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing og önnur mál. Kom stefnandi á fundinn ásamt nokkrum mönnum öðrum, sem þá nýlega höfðu sótt um inn- göngu í félagið. Bar einn félags- maður í fundarbyrjun fram þá tillögu, að fyrst yrði tekinn fyrir inntaka nýrra félaga. En þá til- lögu tók formaður ekki til greina með tilvísun til þess, að Irúnaðarmannaráð félagsins hafði 3 dögum áður samþykkt að taka ekki nýja félagsmenn irin í félagið. Lét formaður fulltrúakjörið síðan fara fram, en að þeim dagskrárlið afgreidd- um bar hann heldur ekki undir atkvæði inntökubeiðnir þær, sem honum höfðu borizt. Dómsúrskurður félagsdóms er byggður á ákvæðum 3. grein- ar laga verkamannafélagsins Þórs, en í henni segir að um inngöngu í félagið geti sótt „sér- hver sjómaður, verkamaður og verkakona'^ ef hann eða hún er fullra 16 ára að aldri og fær til allrar algengrar erfiðisvinnu. Segir i dómi félagsdóms, að þeg- ar virt séu þessi ákvæði laganna annars vegar og hins vegar at- vinna stefnanda verði ekki talið, að hún sé þess eðlis, eða hagir hans með þeim hætti, að hann geti ekki talizt í hópi þess fólks, sem samkvæmt ákvæðum félags laganna á heima í verkamanna- félaginu Þór. En þessi dómur félagsdóms er ekki aðeins athyglisverður fyrir það, að hann er úrskurður dóm- stólanna á því, að ofbeldi Björg- vins Þorsteinssonar er lögbrot og óhæfa. Hann er sömuleiðis ó- tvíræð staðfesting á því, að Björgvin Þorsteinsson er ólög- iega kosinn fulltrúi á Alþýðu- sambandsþing, þar sem lögmæt- um félagsmönnum; sem ráðið hefðu úrslitum fulltrúakjörsins, er meinað að greiða atkvæði. Alþýðusabandsþingið getur því að sjálfsögðu ekki tekið kosningu Björgvins gilda, því að dómur félagsdóms er einnig ó- beinn úrskurður dómstólanna um, að fulltrúakjörið í verka- mannafélaginu Þór er kommún- istisk lögleysa. Auk Guðmundar Helgasonar hafa 6 aðrir verkamenn á Sel- fossi leitað úrskurðar félags- dóms af sama tilefni, og verða mál þeirra tekin fyrir í félags- dómi á næstunni. I þessu sambandi er vert að minnast framkomu formanns Verkamannafélags Svalbarðs- strandar, en hann neitaði 6 mönnum um inngöngu i félagið á félagsfundi, þegar fulltrúinn var kjörinn á Alþýðusamþands- þing. Fellur eflaust dómur á hann, ef Félagsdómur verður látinn f jalla um það mál. Sextugsafmæli á í dag Magnús Vilmundarson, verkamaður Norðurgötu 30 hér í bænum. Magnús er ættaður úr Þorgeirsfirði, en flutti hingað til bæjarins upp úr síðustu alda- mótum. Stundaði sjómennsku um mörg ár og var þá bátsfor- maður löngum. Hin siðari ár vann hann hér i landi, lengst í þjónustu afgreiðslu Eimskips. Síðustú fjögur árin hefir hann verið sjúklingur. Er Magnús vel Frú Marsibil Ólafsdóttir Fædd 6. maí 1879. Dáin 31. októbisr 1948. 31. f. m. andaðist að heimili sínu, Eyrarvegi 31 hér í bæn- um, frú Marsibil Ólafsdóttir frá Skútu í Siglufirði^ hartnær sjöt- ug að aldri. Marsibil var sérstök myndar- kona í sjón og raun, og naut virðingar og vináttu allra, sem þekktu hana gerla. Hún gat ver- ið dálítið hrjúf á yfirborðinu í daglegu samstarfi. Sagði álit sitt á hlutunum umbúðalaust og fór ekki í manngreinarálit jafnan. En raunbetri konu gat trauðla, og enginn var fyrr komin til hjálpar en hún þar sem hjálpar var þörf og erfiðleikar steðjuðu að samferðafólkinu, og skar hún þá hvorki störf eða aðra hjálp við nögl. Og jafnvel nálægð hennar í erfiðleikum veitti traust og öryggi. Margir munu því minnast hennar með hlýhug og virðingu við brottför hennar. Marsibil var tvígift. Fyrri mann sinn, Þorfinn Jóhannsson, missti hún eftir stutta sambúð. Sonur hennar frá því hjóna bandi er Jóhann, sem mörg und anfarin ár hefir verið. lögreglu- þjónn á Siglufirði. Árið 1902 giftist hún eftirlifandi manni sníum, Kristni Þorsteinssyni. — Dóttir þsirra Ólöf er gift kona á S'glufirði. Einnig ólu þau upp tvö fósturbörn, Ólaf, og Ólöfu konu Gunnars Jósefssonar út- gerðarmanns hér í bænum. Til hennar fluttu þau hjónin frá Siglufirði fyrir fjórum árum síðan. S.l. ár var Marsibil sál. lengstaf rúmliggjandi, og dó, sem fyrr segir, 31. f. m. — Hún verður jarðsett á Siglufirði á morgun. H. F. kynntur af samstarfsmönnum sínum. Fáskiptin daglega og drengur góður. Giftur var hann Sólveigu Stefánsdóttur, mætri konu, en missti hana eftir. 6 ára sambúð. Eftir það hefir hann dvalið á heimili stjúpdóttur sinn ar, Klöru Nílsen, og notið þar á- gætrar umönnunar hennar og manns hennar, Sigurðar Eiríks- sonar. Alþýðumaðurinn árnar Magnúsi allrar blessunar í til- efni af sextugsafmælinu. Frú Marsibil Ólafsdjttir .

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.