Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.02.1950, Side 4

Alþýðumaðurinn - 07.02.1950, Side 4
•4 " //i A L Þ Ý Ð U M AÐURINN . ..■— Uiuc' Byggingatramkvæmdir 1949 Skýrsla húsameistara rikisins. Byggðasaín Á árinu 1949 voru byggingafram- kvæmdir á vegum þess opinbera með líku móti og árið áður, að því er segir i skýrslu húsameistara ríkisins. Þó hefir efnisskortur nokkuð tajið ■ byggingaframkvœmdir. Byggingar þœr, sem teiknaðar hafa verið á teiknistofu húsameist- ara ríkisins, og unnið var að á árinu voru rneðal annars þessar: Við sjúkrahús og hliðstæðar bygg- ingar var unnið á eftirtöldum stöð- um: Unnið að viðbyggingu Klepps- spítalans, og er verkinu að verða lokið. Unnið að gerbreytingu eld- hússins að Vífilsstöðum. Unnið að innanhússmíði í sjúkrahúsinu á Akranesi, og .er húsið langt komið undir máhnngu. Sjúkrahúsið á Ak- ureyri fullgert að utan og að mestu múrhúðáð að innan. Unnið hefir ▼erið að uppdráttum að sjúkrahúsi fyrir Siglufjörð, en verkið ekki haf- ið ennþá. Spítalanum í Keflavík var * fulllokið. Á Patreksfirði var læknis- bústaðurinn fullgerður, ennfremur læknisbústaður á Kópaskeri, og í Rvík var hafin bygging blóðbanka og er hann nú fullsteyptur upp. Loks er byrjað ó byggingu fóvitahælis í Kópavogi, og gengið hefir verið frá fullnaðaruppdróttum að þvottahúsi fyrir ríkisspítlana. Unnið hefir verið að nokkrum prestseturshúsum og kirkjum á ár- inu. Meðal annars fupllgert prests- hús fyrir Laugarnessókn, nálega fullgert prestshús i Nessókn, prest- hús fullgert á Reykhólum og á Djúpívogi er presthú^ x smíðum og teiknuð hefir verið viðbygging við prestshúsið á Staðastað. Laugarneskirkja var fullgerð á ár- inu og unnið er að tillöguuppdrætti að nýrri kirkju að Prestbakka. Unnið hefir verið við byggingu fjölmargra skóla í landinu. Meðal . annars .er unnið að tillöguuppdrætti að stækkun og aukningu Mennta- skólans í Reykjavík, heimavistarhús menntaskólans á Akureyri er uær steypt upp og að nokkru tekið til starfa. Byggingu Gagnfræðaskóla Austurbæjar var að mestu lokið og skólinn tekinn í notkun, en leikfimi- salir eru ekki fullgerðir. í Vest- mannaeyjum var steyptur kjallari og fyrsta hæð gagnfræðaskóla þar, og gerður hefir verið uppdráttur að gagnfræðaskóla á Akranesi. Um héraðsskólana er það að segja, að Skógaskóli undir Eyjafjöll- um var nær fullgerður annað en sundlaugin og skólinn tekinn í notk- un. Á Reykjum í Hrútafirði var full- gert heimavistarhús og sundlaug svo til fullgerð, smíða- og geymsluhús gert fokhelt. Á Eiðum var heima- vistar- og kennárahús að nokkru fullgert og tekið til afnota, og að Núpi í Dýrafirði var haldið áfram að fullgera leikfimihús. Unnið var við barnaskóla og fé- lagsheixníli á þessum stöðum: Á Akureyri, Borgarnesi, Akranesi, Ólafsfirði, Hólmavík, Keflavík, Lýt- ingsstaðahreppi, Fljótshlíð, Ljósa- fossi, Torfastöðum, Ásahreppi, Miklaholtshreppi, Andakílshreppi og Breiðavík. Unnið var við sundlaug- ar á eflirtöldum stöðum: Vopna- firði, Hörðudal, Akranesi, Akureyri, Keflavík, Hellissandi, Reykhólum, Kolviðarnesi og Lundareykjadal. Byrjað var á byggingu verka- mannabústaða í Reykjavík eftir nýj- um teikningum, og verða þeir nokkru stærri og rishærri en eldri búslaðirnir. Utan Reykjavíkur hafa verið íeistir nokkrir verkamannabú- , staðir eftir eldri uppdráttum, en ó- kunnugt er um fjölda þeirra. Af stærri byggingum, sem unnið hefir verið að, má nefna Arnarhvol, sem var fullgerður, og þjóðleikhús- ið, sem nú er að verða fullgert. í Hafnarfirði hefir elliheimilisbygg- ingin verið gerð fokheld og er langt komin innanhúss, og uppdráttur hefur verið gerður að drykkjumanna hæli að Ulfarsá. Hafin var bygging á símahúsi á Hrútafirði, gerður upp- dráttur að stækkun útvarpsstöðvar- innar á Vatnsendahæð og breyting var framkvæmd í afgreiðslusal lands símastöðvarinnar á Vatnsendahæð og breyting var framkvæmd í af- greiðslusal landssímastöðvarinnar. Á tilraunastöðinni að Keldum hefir verið unnið ýmislegt utan húss og gengið frá byggingum þar. Af einstökum íbúðarhúsum má nefna sýslumannsbústað í Vík og hús fyrir skólastjóra Garðyrkjuskól- ans ó Reykjum í Ölfusi. Auk þess var gerður tillöguuppdráttur að bæjar- fógetahúsi i Ólafsfirði. Auk framangreindra verka hafa verið framkvæmdar viðgerðir, við- hald og eftirlit með ýmsum bygg- ingum og byggingaframkvtemdum utan bæjar, þar á meðal viðgerð á 17 prestsseturshúsum. /\ síðusta ársfundi Mjólkur- samlags KEA var m.a. rætt um byggðasafn í Eyjafirði, og mögu- leika á því að samvinnusamtökin legðn því menningarmáli lið. í tilefni af þeim umræðum lagði stjórn KEA eftirfarandi tillögu fyrir fundinn: »Með tilvísun til samþykktar, sem gerð var á síðasta ársfundi Mjólkursamlagsins vill stjórn Kaupfélags Eyfirðinga leggja til, a3 Mjólkursamlagsfundur 1950 satnþykki að verja nokkru fé til einhverskonar framkvæmda, sem rniði að því, að varðveita sem bezt minninguna um búskapar- háttu, niatargerð og mjólkuriðn- að forfeðra vorra. Gagnlegustu og heppilegustu leiðina í þeim efum telur stjórn- m vera þá, að byggður sé sveita- bær í gömlum stíl og þar verði komið fyrir þeim áhöldum sem aigengust voru á sveitabæjum og notuð voru í sambandi við mat- argerð og dagleg heimilisstörf. En sveitabæ þessuin verði val- inn staður í hinu fyrirhugaða byggðasafni Eyíirðinga. Til framkvæmda þessu máli leggur stjórnin til, að Mjólkur- samlagið leggi fram, þar til öðru visi veröur ákveðið, /3 hluta úr cyri á hvern mjólkurlítra, sem því berst til vinnslumeðferðar árlega. Fé þetta skal vera í vörzlum Kaupfélags Eyfirðinga, þar til tramkvæmdir eru hafnar, en ut- borgast þá eftir nánari reglum, sem stjórn íelagsins setur í um- boði aðalfundar. Jafnframt sé skorað á sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu, bæjar- stiórn Akureyrarkaupstaðar og félagasamtök í bæ og sýslu að r/yðja og vinna ötullega að stofn un alhliða byggðasafns innan E)/jal'jarðarsýslu.« Eftir allmiklar umræður var samþykkt að vísa málinu heim til hinna einstöku deilda til umræðu og ályktunar og verður það vænt anlega lagt fyrir Mjólkursam- lagsfund og aðalfund Kaupfél- agsins að þeirri afgreiðslu Iok- inni. Auglýsið í Alþýðumanninum! Þriðjudagur 7. febrúar 1950 Ármann J. Lárusson vann skjaldarglímu Armanns, SKJÁLDARGLÍMA ÁRMANNS var háð 1. febr. s. 1. og urðu úrslit þau, að Ármann J. Lárusson úr Ung- inennafélagi iteykjavíkur bar sigur af hólmi. Hlaut hann 6 vinninga og 2 aukavinninga. Annar varð Sigurjón Guðmunds- son úr ungmennafélaginu Vöku, en hann hlaut 1 aukavinning. Þriðji varð Rúnar Guðmundsson úr sama félagi með 6 vinninga. Þessir þrír keppendur urðu að glíma til úrslita, þar eð þeir höfðu orðið jafnir og hlotið 6 vinninga hver. Lauk þeirra viðureign þannig, að Armann lagði Sigurjón og Rúnar bóða, en Sigurjón lagði Rúnar og hreppti þar með önnur verðlaun. Rúnar Guðmundsson hlauL fegurðar verðlaunin. Skráðir höfðu verið til keppninn- ar 14 glímumenn, en aðeins 8 mættu til leiks, og einn keppandinn, Krist- ján Sigurðsson, gekk úr glímunni vegna meiðsla. »••••••••••••••••••••••••« Lvðræðissinnnar vinna á ný stjórnar- kjör í Þrótti. Eins og menn muna stóð allmikill styrr í fyrravetur út af stjórnarkjöri í vörubifreiðarstjórafélaginu Þrótti í Reykjavík. Unnu þá lýðræðissinn- ar félagið af kommúnistum, en með litlum atkvæðamun. Var kosn- ingin kærð til Alþýðusambands- stjórnarinnar, en hún tók kæruna ekki til greina og þóttust kommún- istar ofríki beittir. Nýlega fór svo frarn stjórnarkjör fyrir yfirstandandi starfsár. Buðu sömu aðilar fram í fyrra, hvor sinn lista, og var kosning geysivel sótt, því að 96% félagsmanna kaus. Lýð- ræðissinnar sigruðu nú með yfir- burðum, jxví að fráfarandi formað- ur, Friðleifur Friðriksson, var end- urkosinn með 117 atkv., en fram- bjóðandi kommúnista hlaut 104. Flesl atkvæði allra, sem í kjörr voru fengu Jón Guðlaugsson, vara- fórm., og Ásgrímur Gíslason, eða 119 atkv. livor. Svalbakur seldi vel Fyrir nokkru seldi togarinn Sval- bakur fullfermi sitt af ísfiski í Grimsby. Var farmurinn rúm 38001 kits og söluverðið 12.626 pd.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.