Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.05.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 08.05.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 8. maí 1951 Verndið varplðndin Rödd frá Dýravemdunarfélagi Akureyrar AÐALFUNDUR F. U. J. Félag ungra j afnaðarmanna hélt aðalfund sinn sunnudaginn 21. apríl §1. í félagsheintili Alþýðuflokksins við Túngötu 2. Formaður félagsins rakti starf- semi þess síðastliðið ár, sem hefir verið mjög glæsileg og stendur hag- ur félagsins í miklum blóma. Hafa fjölmargir skemmti- og umræðu- fundir verið haldnir og ávalt verið vel ’sóttir. Ásamt Alþýðuflokksíélagi Akureyrar og Kvenfélagi Alþýðu- flokksins hefir F. U. J. haldið spila- kvöld að Hótel Norðurlandi hálfs- mánaðarlega í allan vetur. Hafa þessi kvöld verið mjög vinsæl og yel sótt. Kom fram á fundinum mikill áhugi fyrir framhaldandi öflugri og fjölþættri starfsemi félagsins á kom- andi ári. Var fráfarandi stjórn þökkuð vel unnin störf og var hún einróma end- urkosin, en hana skipa þessir menn: Þorvaldur Jónsson, formaður Jóhannes Júlíusson, varaform. Kolbeinn Helgason, ritari Baldur H. Aspar, gjaldkeri. Vorið er komið. Við höfum fund- ið ylgeisla sólar á vöngum, séð „vætlurnar streyma“, snjóinn hjaðna og auöa bletti koma upp. Litlu vetrargestirnir okkar, sem um langan tíma hafa daglega leitað lífsbjargar heima við húsin, hafa kvatt og eru horfnir. Þeir leila nú upp til fjalla og eru horfnir inn til héiða. Þar er þeirra rétta heim- kynni. Vel má hugsa sér, að þangað stefni hugur þeirra, þegar veturinn er þeim þungur í skauti. En fáir mundu nú geta flogið þangað fagn- andi ,ef þeim hefði ekki verið rétt öflug hjálparhönd í vetur. Gott er að vila til þess, að hér á Akureyri er nú almennur áhugi á því, að gefa smáfuglum, þegar þess gerist þörf. Ekki munu inörg hús hér í bæ, að þeim hafi ekki verið gefið þar meira eða minna. Hér verða ekki nefnd nein nöfn, en vitað er, að nokkrir menn hafa keypt fóður handa smá- fuglum í sekkjatali. Dýraverndunarfél. hefir nokkrum sinnum keypt fuglafóður og fengið skólabörn íil þess að dreifa því. Hef- ir það áreiðanlega komið að gagni, en meira er þó vert um hitt, sem góð- hjartað fólk hefir af eigin hvötum gert fyrir þessar litlu, vængjuðu verur. Dýraverndunarfélagið þakkar þessu fólki fyrir sitt leyti, en þakk- læti litlu, svöngu anganna hefir það fengið. Og það eru beztu launin. Já, við vonum, að vorbatinn sé nú kominn fyrir fullt og allt, og að við verðum því vetrargestanna okkar lít- aðrir gestir að heimsækja okkur. Þegar um fyrstu sumarhelgina heyrðist til farfugla. Köld hefir að- koma þeirra verið. Eftir harða bar- átlu viö storma og hríðar, kulda og þreytu á ferðinni yfir hafið koma þeir að snævi þöktu landi. Sumir þeirra hafa ef til vill ekki átt hingaö annað erindi en að krókna úr kulda, eða sálast úr sulti. Yirðast það hörð kjör eftir að þeir höfðu lagt fram alla krafta til að sigrast á erfiðleik- um langflugsins. Er þar um að ræða eina af gátum lífsins. En hvað getum við gert fyrir þessa þreyttu gesti? Það er nú ekki mikiö, en við getum þó a.m.k. látið þá í friði. Gera má ráð fyrir, að flestum sé það ljúft. En því miður, að aillaf eru til menn, sem veiðihugurinn ginnir til fugladráps. Þegar gæsir eða endur fljúga hér um, finnst sumum bera vel í veiöi og grípa morötólið — byssuna. Nú eru þessir fuglar frið- aðir frá I. apríl til 1. ágúst ár hvert (undantekning: helsingjar, hrotgæs- ir, toppendur og sefendur); þaö er því lögbrot að skjóta þá. En auk þess ætti hver maður að finna, hve ómannúðlegt það er, að taka á móti langþreyltum farfuglum með byssu- skotum. Ilér er einnig ástæða til að minn- ast á sinubrennurnar. Á hverju vori má sjá stóra fláka brennda. Stund- um er það gert áður en varptíminn hefst, en nú leysir snjóinn seint, og er því hætta á. að eggjamæðurnar verði lagstar á, þegar hentast þykir að brenna sinuna. Viljið þið nú ekki, hændur, sem teljið nauðsyn að hrenna sinu, og aðrir, sem gerið það ykkur til garnans, renna huganum til þeirra? Hvernig haldið þið að þeirri móður líði, sem neyðist til að flýja frá aíkvæmum sínum undan æðandi eldi? Mundi ekki hugsunin um það geta komið ykkur til að stinga eldspýtunum í vasann aftur? Dýraverndunarfélag Akureyrar væntir þess, að farfuglarnir fái að fljúga hér um og dvelja hér í friöi, og biður alla góða menn að stuöla að því, að svo megi verða. Stjórn Dýraoerndunarfél. Akureyrar. Alþýðumaðurinn kemur ekki út í næstu viku. ið vör um langan tíma. En nú eru Aðaltundur KaupféSags verkamonna Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 12. þ. m. að Túngötu 2 og hefst kl. 8.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Fundarsetning og rannsókn kjörbréfa. 2. Skýrsla stjórnarinnar og framkvæmdastjóra. 3. Reikningar félagsins, 4. Kosningar. 5. Onnur félagsmál. Akureyri, 8. maí 1951. Félagssfjórnin. Frú ÓLÖF JÓNSDÓTTIR kona Olgeirs Benediktssonar, beyk- is, Sti;andgötu 6, varð bráðkvödd að heimili sínu sl. laugardagsnótt, 73 ára að aldri. Frú Olöf var ein af hin- um kunnu Holtssystkinum, en ól aldur sinn lengst af hér í bænuni og var mörgum kunn. Dagfarsprúö og glaðsinna, fylgdist vel með málum dagsins. og hélt gleði sinni og full- um sönsum til hinztu stundar. Rát- íæk í skoðunum og hressandi heim að sækja. Ágæt kona og móðir. Nær sjötug að aldri gerðist hún stofn- andi að Kvenfélagi Alþýðuflokksins með þeim ummælum, að þær eldri konurnar yrðu að ríða á vaðið, þeg- ar þær yngri brysti kjarkinn, í þeirri von að þær kæmu þá á eftir, þegar brautryðjendurnir féllu í valinn. Nú er hún fallin. Hverjar taka upp merkið? Minning hennar, björt og hlý, lif- ir lengi. Vinur. 1. MAÍ HÁTÍÐAHÖLDIN Á AKUREYRI 1. maí hátíðahöldin hér í bænum fóru þannig fram, að fyrst var úti- fundur við Strandgötu 7 og íöluöu þar Jón Ingimarsson, Stefán Árna- son og Björn Jónsson. Þá var kröfu- ganga, síðan samkoma í Nýja-Bíó og flutti þar ræðu Elísabet Eiríks- dóttir. Barnaskemmtun var síðdegis að Hótel Norðurlandi, en almenn skemmtun um kveldið og var þar fjöhnennt. Kröfugangan var enn fámennari en undanfarið og Iiefir þó ekki mátt aumari vera. Fásótl var samkoman í Nýja-Bíó einnig. Er það sannast sagna, að verka- lýðsfélögin þurfa að gera nýtt og samstillt átak til að hefja 1. maí há- tíðahöldin af því hversdagslega stigi, sem forysta kommúnista hefir kom- ið þeim á. AUir launþegar þurfa að inætast þar og vinna saman að því að gera daginn að öflugum baráttu- degi, en slíkt verður ekki, meðan kommúnistarnir kalla það eitt sam- vinnu og einingu, að þeir ráði ölla.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.