Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.05.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 08.05.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 8. maí 1951 17. tbl. Vinnuskðlinn tekur til starfalvor. ISvo sem lesendur Alþm. mun reka minni til var kosin vinnuskólanefnd i fyrrávetur af bæjarstjórn Akureyr- ar. Var það gert samkvæmt tillögu fulltrúa Alþýðuflokksins, enda eitt af stefnuskrármálum flokksins íyrir síðustu kosningar að stofnað yrð'i til unglingavinnii af hálfu bæjarins. Málið hlaut strax góðar undirteklir hjá öllum flokkunum og voru menn úr öllum flokkum skipaðir í vinnu- skólanefndina, sem þegar tók til starfa í fyrravor og skilaði ítarlegu áliti um vinnuskóla, hugsanlegt starfssvið hans og kostnað við hann. Eigi þótti þó fært að ráðast í stofn- un vinnuskóla strax í fyrravor, held- ur var horfið að því ráði, að undir- búa hana sem bezt fyrir þetta ár, land valið og brotið til garðræktar, leitað eftir færum manni til að veita skólanum forstöðu o. s. frv. Hefir garðyrkjuráðunautur bæjarins stutt nefndina í öllu þessu af miklum á- huga og dugnaði. Hafa foreldrar mjög spurzt fyrir um væntanlega starfsemi skólans og fylgzt af áhuga með undirbúningi hans. Nú er svo komið, að skólinn mun hefja starf- semi sína í vor, og hefir blaðinu borizt eftirfarandi greinargerð frá vinnuskólanefndinni: Að öllu forfallalausu mun Vinnu- skóli Akureyrar hefjast um mánaða- mótin maí og júní. Skólinn mun mest fást við garðrækt, en þó einnig snúa sér að öðrum hentugum við- fangsefnum, þegar þess er kostur. Á síðastliðnu hausti fékk skólinn ca. 6 ha., lands til umráða sunnan við Miðhúsaklappir og umhverfis skíðaskála Barnaskólans. Landið var að mestu vélunnið í fyrrahaust og framræsla þá hafin. Skólinn hef- ir nú útvegað sér það, sem til vinn- unnar þarf af verkfærum og útsæði. Björgvin Jörgensson, kennari, veitir skólanum forstöðu. Að þessu sinni mun skólinn aðeins geta tekið við 25 til 30 börnum á aldrinum 12 og 13 ára (aldurinn miðast við áramót). Skólinn starfar í 3 til 4 mánuði, en börnin fá viku sumarfrí í samráði við kennarann. Vinnutilhögun verður í aðalatrið- um þannig: 1. Kartöflur verða settar niður í 2 ha. lands, en rófur og gulrætur í 1.5 ha., og vinna börnin sameigin- lega að þessu. Uppskeru úr þessum görðum fær vinnuskólinn. og geng- ur andvirði hennar upp í kostnað við skólahaldið. 2. Hálfum ,ha. lands verður skipt milli barnanna, þannig, að hver nemandi fær ákveðinn reit er hann ræktar í eftir vild, og sér um að öllu leyti undir umsjá kennarans. Skól- inn leggur nemandanum til verkfæri og áburð, en hann greiðir sjálfur út- sæði og annan kostnað, ef einhver verður, enda á hann sjálfur upp- skeruna úr sínum reit. 3. Vinnuskólinn mun hafa sérstak- an reit, þar sem nemendum gefst kostur á að fylgjast með tilraunum, sem gerðar verða með áburð og út- sæði. Onnur vinna en garðavinna, sem til kann að falla. Þrjár krónur um tímann. Skólinn er jafnt fyrir stúlkur sem drengi. Vinnutími barnanna verður allt að 6 stundum á dag, og verður hver vinnustund, sem unnin er í þágu vinnuskólans, greidd með 3.00 kr. Skólinn tekur aðeins við þeim börnum, er hugsa sér að taka þátt í störfum hans allt tímabilið. Þeir, sem hafa hug á því að koma börnum sínum í vinnuskólann, geta snúið sér til Tryggva Þorsteinsson- Varnarsamningur við Bandaríkin undirritadur 5. maí s.l. í Reykjavlk. Samningurinn er gerður á grundvelli Atlantshafsbanda- lagsins og að ósk Atlantshafsráðsins. Þingmenn a'lra lýðræðisflokkanna höfðu tjáð sig sam- þykka samningnum. Með honum fellur úr gildi Keflavík- urflugvallarsamningurinn og taka íslendingar sjálfir við almennum rekstri og þjónustu va'larins. Bandarískt lið kom til Keflavíkur í gærmorgun. í gærmorgun tilkynnti íslenzka ríkisstjórnin hlustendum ríkisútvarpsins, að 5. maí síðastliðinn hefði hún undirritað varnarsamning við Bandaríkin á grundvelli Atlantshafsbandalagsins. Tækju Bandaríkin að sér að verja Is- land gegn hugsanlegri árásarþjóð, en þó skyldi staðsetning liðs og liðs- fjöldi háð samþykki íslenzku ríkisstjórnarinnar hverju sinni. I tilkynningu stjórnarinnar var þess getið, að þingmönnum allra lýðræðisflokkanna hefði verið kynntur samningurinn, áður en hann var undirritaður, og hefðu þeir allir, 43 að tölu, tjáð sig honum samþykkan að athuguðum aðstæðum öll- um og gefnum upplýsingum. Hins vegar hefðu þingmenn Sósíalistaflokks- ins eigi verið kvaddir ráða u'm öryggi landsins. Jafnframt þessu tilkynnti svo ríkisstjórnin, að bandarískt lið væri þegar komið til Keflavíkur, en hins vegar væri Keflavíkursamningurinn svonefndi úr gildi fallinn, og tækju nú Islendingar að öllu við rekstri Keflavíkurflug- vallar, hvað ahnenna umferð snertir, svo og þjónustu þar. Ekki fylgdi það tilkynningu ríkisstjórnarinnar, hve mannmargt hið ný- komna lið væri, eigi heldur til hvaða staða annarra en Keflavíkur liðs væri von. Hins vegar var þess getið, að eigi hefði þótt rétt af öryggisástæðum að geta um samning þennan fyrr en varnarliðið var komið til landsins. ar, kennara, Munkaþverárstræti 5, sími 1281, eða til Finns Árnasonar, garðyrkjuráðunauts, Hafnarstr. 103, sími 1497, og fengið hjá þeim nán- ari upplýsingar. Umsóknir um skóla- vist þurfa að berast fyrir 14. þ. m. Á uppstigningardag opinberuðu trúlof- un sína Kristín Guðmundsdóttir írá Siglu- firði og Ríkharð Jónsson, stýrimaður, Lögbergsgötu 3, Akureyri. Barnaskóla Akureyrar verður sagt upp n.k. föstud. kl. 2 e.h. Verður þá minnzt 80 ára afmælis skólans.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.