Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.05.1951, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 08.05.1951, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudag’ur 8. maí 1951 Nokkur orð til skýrjnga' Á oS hætta vinnumiðlun ó Akureyri? Það er ekki að ástæðulausu, að atvinnumálin í bænum eru rædd rneira en nokkuð annað manna á meðal. Þólt hörð og óhagstæð veðr- átta hafi átt nokkurn þátt í því hve margir hafa gengið auðum höndum s. 1. vetur, þá ber þó hitt hærra, að einhleypir menn, jafnt og fjölskyldufeður, þola það ver en nokkru sinni áður að skorta at- vinnu, þó ekki sé nema stuttan tíma úr árinu. Þetta þekkja allir af eigin reynslu, sem ekki eru þeirrar náðar aðnj ótandi að sitja í föstum embætt- um, eða hafa fast starf árið í kring. Ef bæjarfélagið lætur sig þessi mál nokkru skifta, og það verður það að gjöra, nauðugt, viljugt, kemst það ekki hjá að gera einhverjar skynsamlegar ráðstafanir — skipu- leggja sérstakar framkvæmdir, gjörðar til úrbóta, ef ekki á að sigla öllu í strand, bæ og bæjarbúum til tjóns og vanfarnaðar. Bæjarblöðin gætu, sér að skað- lausu, eytt nokkru af rúmi sínu til að ræða þessi mál, ef þau vildu vera trú hlutverki sínu, og hefðu nýtar tillögur eða ábendingar fram að færa. í síðustu viku sýndu tvö bæj- arblöðin lit á þessu, og ber að fagna því, og æskilegast að framhald yrði á þeim umræðum. En þar sem ekki er rúm í Alþm. í dag til ýtarlegrar yfirsýnar um atvinnumálin í heild, hleyp ég, í þetla sinn, í að drepa stuttlega á það atriði, sem síðasta Alþingi gerði, ásamt fleiru, til að koma ruglingi á atvinnumál þeirra kaupstaða landsins, sem haldið hafa uppi vinnumiðlun undanfarin 16 ár. Fyrir nokkru var bæjarstjóra og formanni stjórnar Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrar tilkynnt, að skrifstofan hér í bænum væri lögð niður frá 1. júlí n. k., þ. e. a. s. ríkið hætti frá þeim tírna að leggja slík- um skrifstofum fé eins og verið hafði undanfarið. Sleppi ég því að ræða þá ráðstöfun frekar í þetta sinn, en ný lög um vinnumiðlun frá síðasta Alþingi gera ráð fyrir að bæja- og sveitafélög geti rekið slíka starfsemi áfram upp á sinn kostn- að. Á fundi stjórnar Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrar 30. f. m. kom þetta mál til umræðu, og samþykkti stjórnin einróma eftirfarandi áskor- un til bæjarstjórnarinnar hér: „Stjórn Vinnumiðlunarskrif- stofu Akureyrar beinir þeirri eindregnu áskorun til bæjar- stjórnar Akureyrarkaupstaðar, að halda áfram starfsemi vinnu- miðlunarskrifstofu í bænum, í því forrni, sem lög um vinnu- miðlun, samþykkt á síðasta Alþingi, ákveða. Stjórn skrifstofunnar er sam- mála um að vinnumiðlunin hafi á undanförnum árum verið til svo mikilla hagsbóta fyrir þá, sem hennar hafa notið, að ekki komi til greina að leggja hana niður. 1 annan stað hefur Vinnumiðlunarskrifstofan ann- ast ráðningar fólks í sveit og á aðra staði, einkum skólafólk, sem ætíð er atvinnulaust er það kemur úr skólunum á vorin, og myndi því missa nauðsynlega aðstoð við útvegun á atvinnu, ef skrifstofan yrði lögð niður. Einnig hefur skrifstofan ann- ast ráðningu fólks í vistir í bænum á haustin, bæði til ein- staklinga og stofnana.“ Hér er aðeins lítið sagt af því, sem reynsla þeirra, sem undanfarin 16 ár hafa um þessi mál fjallað, hefir kennt þeim, og fært þeirn heim sanninn um nytsemi og peningalegt gagn, sem bæjarfélagið hefir haft af starfsemi vinnumiðlunarinnar, eink- um þegar hart er í ári, og þess er mest þörf að greiða fyrir ráðningu atvinnuvana fólks. Og þörfin fyrir þessa starfsemi fer sívaxandi með hverju ári vegna lengingar skóla- göngunnar, en þar er um stórkostlegt itvinnuspursmál að ræða, sem þarfnast sérstakra umræðna og opin- berra aðgerða, ef vel á að fara. Verður það því ekki rætt hér; en nenn, sem við ráðningar fást, vita vel hvernig ástæður skólaæskunnar íru, sem ekki losnar af skólabekk fyrr en komið er frarn á miðjan at- vinnutíma, hér norðanlands að minnsta kosti. Ég mun bráðlega geta gefið heild- arsýn yfir starfsemi Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrar þau ár, sem hún hefir starfað. Þeirri greinargerð munu þá fylgja ýmsar þær upplýs- ingar, sem ekki komast að í stuttri blaðagrein. Halldór Fri.ðjónsson. Vinum mínum, einstökum og öllum, nær og fjær, sem sæmdu mig gjöfum, blómum, heimsóknum og hei'loskeytum ó sextugs-afmæli mínu, 26. apríl s.I., votta ég mínar innilegustu hjartans þakkir, Drottinn blessi ykkur öll og farsæli. Björgvin Guðmundsson. Handavinnusýoing Sýning á handavinnu nemenda verður opnuð í Gagnfræðaskólan- um á annan í hvítasunnu kl. 10 órdegis og verður opin til kl. 11 um kvöldið- Allir velkomnir. Gagnfræðaskóla Akureyrar, 8. maí 1951. Þorsteintre M. Jónsson, skólastjóri.' SOLUSKATTUR Þeir, sem enn eiga ógreiddan söluskatt tíma- bilsins 1. janúar til 31. marz 1951, óminnast, að hafa lokið greiðslu fyrir 15. þ. m., svo eigi þurfi að koma til lokunar. Bæjarfógetinn á Akureyri, 7. maí 1951. HÚSIÐ ÁSGÁRÐUR í Dalvík ásamt meðfylgjandi lóðarréttindum er til sölu nú þegar og laust til afnota. — Tilboðum sé skilað til undir- ritaðs fyrir 15. maí n. k. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. S T Ú L K A óskast í víst í sumar á ágætt heimili í Reykjavík. Upplýsingar í síma 1604. LÍTIL ÍBÚÐ í innbænum til sölu. Tilboðum sé skilað til undirritaðs, sem gefur nánari upplýsingar. VIGGÓ ÓLAFSSON, Brekkugötu 6. — Nýja bíó — í kvöld kl. 9: ÓGNVALDUR BORGARINNAR Amerísk lögreglumynd frá 20th Century Fox. Aðalhlutverk: VICTOR MATURE RICHARD CONTE. Bönnuð yngri en 14 ára. í kvöld kl. 9: VINUR INDÍÁNANNA (The last Round-up) Afar spennandi amerísk kúreka- mynd. Leiðrétting. Á 4. síðu í blaðinu í dag (aukablaðinu) hefir misrit- azt dagsetning í auglýsingu frá Kaupfélagi verkamanna um aðal- fund. Fundurinn verður þann 10. þ.m. (fimmtudag). Aðalhlutverk: GENE AUTRY IEAN HEARTHER. The Texas Rangers syngja í myndinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.